Dauðsföll tónlistarmanna í Janúar 2016 - Undarlegt?

Þetta ár fór undarlega af stað. Andlát innan raða tónlistageirans urðu mjög áberandi í fjölmiðlum með andláti David Bowie í janúar. En fleira undarlegt gerðist í andlátum tónlistarmanna. T.d. 28. janúar dóu tveir menn, báðir 74 ára og báðir höfðu þeir leikið í sömu hljómsveitinni. Febrúar er rétt að byrja og andlátum linnir ekki.

4. janúar
• Long John Hunter, 84 ára, Amerískur blús gítarleikari, söngvari og lagasmiður
• Robert Stigwood, 81 árs, fæddur Ástrali, umboðsmaður fyrir sveitir á borð við Bee Gees og Cream einnig kvikmynda producer, mynda eins og Grease, Saturday Night Fever og Evita svo dæmi séu tekin

7. janúar
• Kitty Kallen, 94 ára, Amerísk söngkona gaf út fjölda platna á árunum 1943-1963
• Troy Shondell, 76 ára, Amerískur söngvari. var einn þessara „one hit wonder“ með lagið This Time. Dánarorsök: Alzheimers og Parkinson.

10. janúar
• David Bowie, 69 ára Breskur söngvari og lagasmiður. Óþarfi að kynna hann frekar.

15. janúar
• Pete Huttlinger, 54 ára, Amerískur gítarleikari spilaði m.a. með John Denver og LeAnn Rimes Dánarorsök: Heilablóðfall

16. janúar
• Gary Loizzo, 70 ára, Amerískur söngvari hljómsveitarinnar The American Breed dánarorsök: Krabbamein

17. janúar
• Clarence Henry Reid, 76 ára betur þekktur sem Blowfly Amerískur tónlistarmaður, lagasmiður og producer, vann með fjölda listmann skrifaði og produceraði m.a. fyrir sveitir eins og KC & the Sunshine Band.

18. janúar
• Glenn Frey, 67 ára, Amerískur tónlistarmaður og lagasmiður þekktur fyrir veru sína í Eagels

28. janúar
• Signe Toly Anderson, 74. ára, Amerísur söngvari m.a. með Jefferson Airplane
• Paul Kantner, 74 ára, Amerískur tónlistarmaður m.a. með Jefferson Airplane, Jefferson Starship


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband