5.2.2016 | 11:07
Dauðsföll tónlistarmanna í Janúar 2016 - Undarlegt?
Þetta ár fór undarlega af stað. Andlát innan raða tónlistageirans urðu mjög áberandi í fjölmiðlum með andláti David Bowie í janúar. En fleira undarlegt gerðist í andlátum tónlistarmanna. T.d. 28. janúar dóu tveir menn, báðir 74 ára og báðir höfðu þeir leikið í sömu hljómsveitinni. Febrúar er rétt að byrja og andlátum linnir ekki.
4. janúar
Long John Hunter, 84 ára, Amerískur blús gítarleikari, söngvari og lagasmiður
Robert Stigwood, 81 árs, fæddur Ástrali, umboðsmaður fyrir sveitir á borð við Bee Gees og Cream einnig kvikmynda producer, mynda eins og Grease, Saturday Night Fever og Evita svo dæmi séu tekin
7. janúar
Kitty Kallen, 94 ára, Amerísk söngkona gaf út fjölda platna á árunum 1943-1963
Troy Shondell, 76 ára, Amerískur söngvari. var einn þessara one hit wonder með lagið This Time. Dánarorsök: Alzheimers og Parkinson.
10. janúar
David Bowie, 69 ára Breskur söngvari og lagasmiður. Óþarfi að kynna hann frekar.
15. janúar
Pete Huttlinger, 54 ára, Amerískur gítarleikari spilaði m.a. með John Denver og LeAnn Rimes Dánarorsök: Heilablóðfall
16. janúar
Gary Loizzo, 70 ára, Amerískur söngvari hljómsveitarinnar The American Breed dánarorsök: Krabbamein
17. janúar
Clarence Henry Reid, 76 ára betur þekktur sem Blowfly Amerískur tónlistarmaður, lagasmiður og producer, vann með fjölda listmann skrifaði og produceraði m.a. fyrir sveitir eins og KC & the Sunshine Band.
18. janúar
Glenn Frey, 67 ára, Amerískur tónlistarmaður og lagasmiður þekktur fyrir veru sína í Eagels
28. janúar
Signe Toly Anderson, 74. ára, Amerísur söngvari m.a. með Jefferson Airplane
Paul Kantner, 74 ára, Amerískur tónlistarmaður m.a. með Jefferson Airplane, Jefferson Starship
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.