27.1.2016 | 11:35
Sýn mín á þjóðina núna
Ég er farinn að hallast að því að það skipti engu hverjir stjórni hér á landi lýðurinn var er og verður alltaf jafn fúll með allt sem gert var, er og á að gera.
Stöku sinnum eru menn þó settir á stall eitt andartak eins og Píratar nú. Þeir verða þar sennilega ekki lengi komist þeir til valda. Lýðurinn sem kaus þá mun snúa við þeim baki á öðrum degi. Grafararnir á samfélagsmiðlunum byrja strax að taka þeim gröf. Stór hópur háværra mun bölva þeim í sand og ösku líkt og við erum að gera nú með núverandi stjórnvöld og höldum að það sé þeim eitthvert aðhald.
Íslendingar er undarlega þjóð sem skiptir um skoðun á c.a. 10 mínútna fresti og spilar með þeim sem hæst galar.
Mér finnst hluti þessarar þjóðar svolítið eins og uppalandi sem bara skammar barnið sitt fyrir að gera hlutina vitlaust en sýnir því aldrei hvernig eigi að gera þá rétt.
Kannski sé ég þjóð mína allt öðrum augum á morgun. Ég er svolítið eins og hún ég skipti um skoðun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.