14.8.2015 | 02:07
Ráðherrann er eitthvað að misskylja starfið sitt
Ef við aðeins bara stöldrum við og horfum á orðið Ríkisstjórn. Það er stjórn sem á að stjórna þessu ríki, það er að segja Íslandi.
Þessari stjórn er ætlað að stjórna með velferð íbúa þessa ríkis að leiðarljósi og hennar hagsmuni.
Henni hefur ekki verið falið; hvorki að bjarga fátækt einstakra afríkuríkja, kristna heiðingja sem kunna að dvelja í fjallahéruðum Indónesíu eða standa vörð um mannréttindi í austur evrópu. bara svo dæmi séu tekin að því sem hún á ekki að vera að gera.
Ríkisstjón Íslands er ætlað það eitt að stjórna þessu landi með velferð íbúa þessa lands að leiðarljósi.
Það er eina prinsippið sem þessi ríkisstjórn á að hafa.
P.S. fyrir Rússum er Ísland sjö stafa orð á pappír PUNKTUR.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.