Hvaða leið velur þú?

Það var á fyrstu árum mínum sem leigubílstjóri að ég ók nokkuð oft sömu konunni úr Vesturbæ Reykjavíkur upp í Sóltún. Í hver sinn sem gamla konan settist upp í bílinn hjá mér hófust samskipi okkar svona:

Ég: - Góðan daginn

Gamla konan: - Góðan daginn bílstjóri, Ég ætla að fara í Sóltún 2 og viltu vera svo vænn að aka meðfram sjónum.

Ég: - Já alveg sjálfsagt

Þegar þetta hafði átt sér stað í nokkur skipti áræddi ég einn daginn að spyrja hana því hún bæði mig ávalt að fara meðfram sjónum sem væri líklega örlítið lengri leið, þó ekki munaði það svo sem miklu.

Þá kom þetta yndislega svar sem mér finnst enn í dag ná langt út fyrir það að aka leigubíl

Þegar þú hefur um tvær svipaðar leiðir að velja í lífinu mundu þá að velja fallegri leiðina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Veljum fallegri leiðina :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.4.2015 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband