Plötur ársins 2008

myndafterVið erum komin í árið 2008 á yfirferð okkar um stigahæstu plötur Tónlistans. Hvað sem mönnum kann að þykja um slíka lista þá endurspegla þeir vilja þjóðarinnar á hverjum tíma fyrir sig og gefa okkur glögga mynd af því sem hæst ber hverju sinni. Sem fyrr er notast við upplýsingar frá Tónlistanum.

Eigi einhver burt horfinn listamaður erindi á topp  10 er það Vilhjálmur Vilhjálmsson, hér er hann með safnplötu sem reyndar kom út fyrir jólin árinu áður en blómstrar allan fyrrihluta ársins og vel það. Og hann gerir gott betur því hann situr á toppnum þetta árið, enda velheppnuð safnplata í alla staði. Páll Óskar er farinn að uppskera erfiði sitt og vinsældirnar blómstra rétt eins og ástin.

Heildarlistinn er einnig að taka breytingum. En eðlilega gerast þær hægt enda ekki hlaupið að því að fara inn á topp 10 í sögunni. Safnplötu Vilhjálms tekst það og nær í 4. sætið sem er magnað afrek í raun og veru. Þetta segir okkur að sumar safnplötur eru bara einfaldlega betri en aðrar og sumir söngvarar eiga sér stærri stað í hjörtum almennings. Villi er ekki að vinna þetta á því að hafa lent í jólapökkum fólksins því fyrri hluta ársins situr hann í efstu sætum listans.

Vinsælustu plöturnar á árinu 2008 (Vika 1 – 52)
  1. Myndin af þér – Vilhjálmur Vilhjálmsson (32. vikur, 206. stig)
  2. Allt fyrir ástina – Páll Óskar (23. vikur, 147. stig)
  3. Mamma Mia! – Úr kvikmynd (17. vikur, 146. stig)
  4. Me and Armini – Emilíana Torrini (14. vikur, 108. stig)
  5. Laugardagslögin 2008 – Ýmsir (12. vikur, 98. stig)
  6. Ríðum sem fjandinn – Helgi Björns & reiðmenn vindanna (15. vikur, 96. stig)
  7. Oft spurði ég mömmu – Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (18. vikur, 86 stig)
  8. Femin 2008 – Ýmsir (12. vikur, 83. stig)
  9. 100 bestu lög lýðveldisins – Ýmsir (15. vikur, 82. stig)
  10. Með suð í eyrum við spilum endalaust – Sigur Rós (12. vikur, 80 . stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 2008
  1. Ágætis byrjun – Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
  2. Fisherman´s Woman – Emilíana Torrini (47. vikur, 304. stig)
  3. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  4. Myndin af þér – Vilhjálmur Vilhjálmsson (36. vikur, 243. stig)
  5. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  6. Allt sem ég sé – Írafár (28. vikur, 233. stig)
  7. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  8. Þjóðsaga – Papar (36. vikur, 228. stig)
  9. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  10. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband