Plötur ársins 2006

100sumarlogVið erum komin í árið 2006 á yfirferð okkar yfir vinsælustu plötur hvers árs. En við höfum nú farið yfir þetta allt frá árinu 1978. Þegar hér er komið sögu er unnið úr gögnum Tónlistans eins og við þekkjum hann í dag. Það er aftur komið að almennri safnplötu að sitja í efsta sæti stigalistans yfir árið. Það er engum ofsögum sagt að 100 serían hafi slegið í gegn enda óneitanlega hagstæð kaup fyrir hin almenna launamann, Þó við nördarnir eigum kannski flest lögin þegar þau loks koma út í svona boxum þá er allt í lagi að fá þetta líka svona í safnið. Reyndar er ég á því að hin almenna safnplata eigi minna erindi í dag því með tilkomu tölvunnar er svo auðvelt að setja saman eigin safnplötu.

Við höfum margoft farið yfir hvernig stigin eru gefin  óþarfi að vaða í það enn og aftur. Annars er fátt sem kemur verulega á óvart á þessum lista nema þá kannski að sjá plötu Guðrúnu Gunnars og Friðriks Ómars þarna. Því þó hún hafi fengið ágætis spilun og fína dóma þá bar einhvern vegin ekki mikið á henni. En góðir hlutir þurfa ekki alltaf að hafa hátt.

Á heildarlistanum verða sáralitlar breytingar nema að Emilíanna Torrini hækkar sig um eitt sæti og fer í 2. sætið yfir stigahæstu plötur listans.

Vinsælustu plöturnar á árinu 2006 (Vika 1 – 52)
  1. 100 íslenskir sumarsmellir – Ýmsir (16. vikur, 126. stig)
  2. Aparnir í Eden – Baggalútur (14. vikur, 120. stig)
  3. Piece by piece – Katie Melua (19. vikur, 105. stig)
  4. Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006 – Ýmsir (11. vikur, 95. stig)
  5. Íslensk ástarlög – Ýmsir (16. vikur, 94. stig)
  6. Papar á balli – Papar (16. vikur, 94. stig)
  7. My Delusions – Ampop (15. vikur, 90. stig)
  8. Ég skemmti mér í sumar – Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar (8. vikur, 79. stig)
  9. Ring of Fire: Legend Of Johnny Cash – Johnny Cash (12. vikur, 78. stig)
  10. Pottþétt 41 – Ýmsir

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 2006
  1. Ágætis byrjun – Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
  2. Fisherman´s Woman – Emilíana Torrini (47. vikur, 304. stig)
  3. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  4. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  5. Allt sem ég sé – Írafár (28. vikur, 233. stig)
  6. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  7. Þjóðsaga – Papar (36. vikur, 228. stig)
  8. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  9. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  10. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband