Plötur ársins 2004

4490Við eru komin í árið 2004 á yfirferð okkar um stigahæstu plötur ársins  og höfum nú farið í gegnum öll árin allt frá árinu 1978 þegar byrjað var að birta listann yfir 10 mest seldu plötur landsins.
Tekin eru 10 efstu sæti Tónlistans hverja viku og 1. sæti listans gefið 10 stig, 2. sætið fær 9 stig og svo koll af koll uns 10 sætið fær 1 stig. Síðan eru stig hverrar plötu lögð saman.

Íslensk ástarljóð situr á toppi listans árið 2004 og er þetta í fyrsta sinn í sögu listans sem blönduð safnplata situr í efsta sæti árslistans. Útgefandi plötunnar má þakka Ragnheiði Gröndal fyrir það því lagið hennar á þessari safnplötu náði þvílíkum vinsældum að vart eru dæmi um annað eins.

Paparnir með Leyndarmál frægðarinnar situr jafn lengi og fær jarðmörg stig og Svona er sumarið. Hún er þó höfð ofar á listanum  þar sem hún sat fleiri vikur í 1. sætinu.  og má þar með leggja að því líkur að hún hafi selst betur og þar með notið meiri hilli. Það er því eðlilegt að hafa hana ofar en ekki í samsæti við safnplötuna. Paparnir eru nú sitt þriðja ár á topp 10 listanum sem verður að teljast hala gott.

Á heildarlistanum koma Paparnir inn með Þjóðsögu og skjóta Íslensk Alþýðulög út. En það er eina breytingin á listanum á árinu. Já Paparnir hafa verið áberandi, en það eru að verða kynslóðarskipti, enn og aftur.

Vinsælustu plöturnar á árinu 2004 (Vika 1 – 52)
Íslensk ástarljóð – Ýmsir (23. vikur, 146. stig)
Lína Langsokkur – Úr Leikriti (21. vika, 126 stig)
Pottþétt 34 – Ýmsir (14. vikur, 117. stig)
Feels Like Home – Norah Jones (16. vikur, 97. stig)
Pottþétt 35 – Ýmsir (14. vikur, 95. stig)
Leyndarmál frægðarinnar – Papar (13. vikur, 93. stig)
Svona er sumarið 2004 – Ýmsir (13. vikur, 93 stig)
Jón Ólafsson – Jón Ólafsson (11. vikur, 78. stig)
Greatest Hits – Guns N' Roses (13. vikur, 73. stig)
Eurovision 2004 Song Contest Istanbul – Ýmsir (11. vikur, 72. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 2004
  1. Ágætis byrjun – Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
  2. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  3. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  4. Allt sem ég sé – Írafár (28. vikur, 233. stig)
  5. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  6. Þjóðsaga – Papar (36. vikur, 228. stig)
  7. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  8. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  9. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  10. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband