10.10.2012 | 13:14
Plötur ársins 2002
Í yfirferð okkar um stigahæstu plötur hvers árs erum við komin í árið 2002. Tónlistin hafði nú verið við völd í nokkurn tíma og þegar þróun hans er skoðuð kemur í ljós að hann er að verða íslenskari með hverju árinu ef svo má segja, jafnvel óeðlilega íslenskur. Meira um það síðar.
Þetta ár fóru 106 plötutitlar inn á topp 10, sem er sami fjöldi og árið áður. En það sem stigur í augun er að íslenskum plötum fer nú fjölgandi á listanum, eins og áður segir. Og takið eftir að fimm efstu sætin eru allar plöturnar innlend útgáfa.
Óhjákvæmilegt er að minnast á eitt atriði eða reglu sem ég gef mér við þessa vinnu. Séu plötur með jafn mörg stig er sú plata sem á fleiri vikur á lista færð upp fyrir plötuna sem á færri vikur. t.d. voru tvær aðrar plötur með 74. stig, líkt og Robbie Williams. Nora Jones með Come Away With Me sem sat 12. vikur á listanum og Svona er FM sumarið 2002 sem sat 9. vikur á lista. En Robbie Williams fær 10. sætið þar sem hann situr fleiri vikur á listanum en hinar tvær.
Heildarlistinn er óbreyttur milli ára en litlu munar að Rottweiler hundarnir komist inn því heildarstigafjöldi þeirra er 202 stig. Því mun breyting á þessum lista bíða aðeins en þó ekki lengi því brátt fara að gerast merkilegar breytingar á listanum.
Vinsælustu plöturnar á árinu 2002 (Vika 1 52)
1. Riggarobb Papar (20. vikur, 151. stig)
2. XXX Rottweiler hundar XXX Rottweiler hundar (21. Vika, 150. stig)
3. Jinx Quarashi (19. vikur, 126. stig)
4. Sól að morgni Bubbi (12. vikur, 111. stig)
5. Pottþétt 27 Ýmsir (13. vikur, 99. stig)
6. Laundry Service Shakira (18. vikur, 94. stig)
7. The Eminem Show Eminem (19. vikur, 89. stig)
8. Undir bláhimni ; Íslandslögin Ýmsir (13. vikur, 89. stig)
9. Allt sem ég sé Írafár (8. vikur, 74. stig)
10. Swing When You Are Winning Robbie Williams (15. vikur, 74. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 2002
1. Ágætis byrjun Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
2. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
3. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
4. Spice Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
5. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
6. Frelsi til sölu Bubbi (29. vikur, 226. stig)
7. Jagged Little Pill Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
8. Greatest Hits II Queen (36. vikur, 215. stig)
9. Íslensk alþýðulög Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
10. Unplugged Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.