Plötur ársins 2002

riggarobbÍ yfirferð okkar um stigahæstu plötur hvers árs erum við komin í árið 2002. Tónlistin hafði nú verið við völd í nokkurn tíma og þegar þróun hans er skoðuð kemur í ljós að hann er að verða íslenskari með hverju árinu ef svo má segja, jafnvel óeðlilega íslenskur. Meira um það síðar.

Þetta ár fóru 106 plötutitlar inn á topp 10, sem er sami fjöldi og árið áður. En það sem stigur í augun er að íslenskum plötum fer nú fjölgandi á listanum, eins og áður segir. Og takið eftir að fimm efstu sætin eru allar plöturnar innlend útgáfa.
 
Óhjákvæmilegt er að minnast á eitt atriði eða reglu sem ég gef mér við þessa vinnu. Séu plötur með jafn mörg stig er sú plata sem á fleiri vikur á lista færð upp fyrir plötuna sem á færri vikur. t.d. voru tvær aðrar plötur með 74. stig, líkt og Robbie Williams. Nora Jones með Come Away With Me sem sat 12. vikur á listanum og Svona er FM sumarið 2002 sem sat 9. vikur á lista. En Robbie Williams fær 10. sætið þar sem hann situr fleiri vikur á listanum en hinar tvær.
 
Heildarlistinn er óbreyttur milli ára en litlu munar að Rottweiler hundarnir komist inn því heildarstigafjöldi þeirra er  202 stig. Því mun breyting á þessum lista bíða aðeins en þó ekki lengi því brátt fara að gerast merkilegar breytingar á listanum.

Vinsælustu plöturnar á árinu 2002 (Vika 1 – 52)
  1. Riggarobb – Papar (20. vikur, 151. stig)
  2. XXX Rottweiler hundar – XXX Rottweiler hundar (21. Vika, 150. stig)
  3. Jinx – Quarashi (19. vikur, 126. stig)
  4. Sól að morgni – Bubbi (12. vikur, 111. stig)
  5. Pottþétt 27 – Ýmsir (13. vikur, 99. stig)
  6. Laundry Service – Shakira (18. vikur, 94. stig)
  7. The Eminem Show – Eminem (19. vikur, 89. stig)
  8. Undir bláhimni ; Íslandslögin – Ýmsir (13. vikur, 89. stig)
  9. Allt sem ég sé – Írafár (8. vikur, 74. stig)
  10. Swing When You Are Winning – Robbie Williams (15. vikur, 74. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 2002
  1. Ágætis byrjun – Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
  2. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  3. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  4. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  5. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  6. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  7. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  8. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  9. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  10. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband