Plötur ársins 2001

220px-MutterTónlistinn árið 2001 er svolítið skrítið ár. 14 fleirri plötur fóru inn á topp 10 listann en árið áður og skipting er mun jafnari. Árið 2000 var aðeins ein plata af 10 stigahæstu plötunum undir 100 stigum en hér er þessu næstum öfugt farið þar sem aðeins tvær plötur ná 100 stiga markinu. Þó birtur hafi verið topp 30 ýmist á blöðum eða á netinu erum við aðeins að vinna úr topp 10. listanum.

Þýska þungavigtarbandið Rammstein situr í efsta sæti með plötu sína Mutter, eða Móðir sé heiti hennar snúið yfir á Íslenska ylhýra, Þetta er þriðja plata sveitarinnar og kom hún út 2. apríl 2001.

Það getur vel talist til tíðinda að þungarokkssveit og það Þýsk skuli verma þetta eftirsótta sæti, Annað vekur þó jafnvel enn meiri furðu og það er að einu íslensku plöturnar eru safnplötur á þessum topp 10 lista ársins.

Á heildarlistanum nær Ágætis byrjun Sigur Rósar 1. sætinu yfir stigahæstu plötuna frá upphafi og hefur sætaskipti við Dire Straits. Ætla má að þessi plata eigi eftir að bæta við sig, enda Sigur Rós búin að slá í gegn. Líkt og Björk farinn að kíkja inn á lista á ári hverju, þó hún nái ekki ávalt inn á topp 10. En við tökum aðeins þær plötur eins og áður segir.

En eitt er hægt að segja ykkur að framundan er alger viðsnúningur á listanum hvað Íslenskar plötur versus erlendar varðar. Meira um það síðar..

Vinsælustu plöturnar á árinu 2001 (Vika 1 – 52)
  1. Mutter – Rammstein (20. vikur, 163. stig)
  2. Parachutes – Coldplay (15. vikur, 100. stig)
  3. Toxicity – System Of A Down (12. vikur, 90. stig)
  4. Bridget Jones's Diary – Úr kvikmynd (11. vikur, 83. stig)
  5. Chocolate Starfish & The Hot Dog – Limp Bizkit (13. vikur, 82. stig)
  6. The Invisible Band – Travis (12. vikur, 82. stig)
  7. Hybrid Theory – Linkin Park (21. vika, 76. stig)
  8. Svona er sumarið 2001 – Ýmsir (9. vikur, 76. stig)
  9. Pottþétt 24 – Ýmsir (12. vikur, 74. stig)
  10. Pottþétt 23 – Ýmsir (8. vikur, 71. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 2001
  1. Ágætis byrjun – Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
  2. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  3. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  4. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  5. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  6. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  7. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  8. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  9. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  10. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband