Pötur ársins 2000

The_Marshall_Mathers_LPÞá skellur á nýr áratugur; 2000. Nú fara hlutirnir brátt að gerast. Ágæti byrjun er gott betur en titill plötunnar segir til um, það því annað árið í röð situr platan á topp 10 yfir stigahæstu plötur ársins, og sest einnig í annað sæti heildarlistans, plata piltana í Sigur Rós hefði þess vegna alveg mátt heita Fræbær byrjun.

Toppsætið þetta árið tekur Eminem sem reyndar var skýrður Marshall Bruce Mathers en það kemur svo sem engum við. Það vekur kannski furðu að Santana er í 2. sæti. Þetta var 17. plata sveitarinnar og hér nær hún í allt sem hægt er að ná í; 15 föld platínum verðlaun í Bandaríkjunum, Grammyverðlaun og settist í 1. sæti um víða veröld. Þetta er sterkt ár sem sést vel á því að stórgóð hljómleika plata Sálarinnar nær aðeins 6. sæti árslistans. Óneitanlega er meira varið í efri hluta listans en þann neðri. Því fjögur síðust sætin eru óttaleg froða (að mínu mati)

En ákveðnar breytingar eru í uppsiglingu. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. (eins og mér). Hefðbundnum plötuverslunum fækkar stöðugt, Matvöruverslanir eru að verða stór söluaðilar í plötusölu og Bensínstöðvar eru farnar að selja pylsur, brauð og nýmjólk á höfuðborgarsvæðinu, sjoppan mín á horninu er að deyja.

Fyrir mér er það álíka og að bifreiðaverkstæðið mitt bjóði mér upp á tannviðgerðir í einu horninu á verkstæðinu meðan ég bíð eftir að þeir lagi bílinn minn. Allir farnir að hnusa í annars koppi. Slæm þróun, ég get ekki lengur farið í plötubúðina í hverfinu mínu, hún er hætt. Hagkaup í Kringlunni er með 60 titla og Skífan flytur inn topp 20 – That‘s all. Þessi þróun mála kemur í ljós á næstu árum. Ég vildi bara búa ykkur undir miklar breytingar á listanum

Vinsælustu plöturnar á árinu 2000 (Vika 1 – 52)
  1. Marshall Mathers – Eminem (24. vikur, 158. stig)
  2. Supernatural – Santana (18. vikur, 151. stig)
  3. Play – Moby (25. vikur, 146. stig)
  4. Ágætis byrjun – Sigur Rós (27. vikur, 125. stig)
  5. On How Life Is – Macy Gray (17. vikur, 118. stig)
  6. 12 Ágúst 1999 – Sálin Hans Jóns Míns (18. vikur, 112. stig)
  7. Pottþétt 20 – Ýmsir (14. vikur, 110. stig)
  8. Oops I Did It Again – Britney Spears (19. vikur, 103. stig)
  9. Svona Er Sumarið 2000 – Ýmsir (12. vikur, 103. stig)
  10. Pottþétt 19 – Ýmsir (12. vikur, 91. stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 2000
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Ágætis byrjun – Sigur Rós (49. vikur, 265. stig)
  3. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  4. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  5. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  6. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  7. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  8. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  9. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  10. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  9. Falling Into You – Celine Dion (39. vikur, 201. stig)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband