Plötur ársins 1998

Natalie_Imbruglia_-_Left_of_the_MiddleVið eru á yfirferð á þeim plötum sem telja flest stig með setu á lista yfir mest seldu plötur landsins. Við erum komi að árinu 1998. Þetta ár markar tímamót í sögu þessa lista því DV hætti að birta hann í júní. 20. vikum síðar hóf Morgunblaðið að birta lista sem unnin var fyrir tilstuðlan Félags hljómplötuframleiðenda. Við þessar breytingar stækkaði listinn úr topp 20 í topp 30. En við höldum okkur áfram við topp 10. Og gerum engan greinarmun á því hver er að annast gerð listans enda sömu aðferðum beitt við gagnasöfnunina og áður það er að fá sölutölur frá helstu hljómplötuverslunum landsins.

Með öðrum orðum þetta er árið sem Tónlistinn verður til. Reyndar byrjaði hann brösuglega því því fljótlega var hann aðeins birtur hálfsmánaðarlega og einnig var líka tekin upp sú fáránlega aðferð að skipta honum niður í nýjar plötu (það er sem innihéldu nýtt efni) og plötur sem innihéldu gamalt efni. Þessar tvær ákvarðanir voru báðar illa uppfundnar fyrir svo lítinn markað sem Ísland óneitanlega er.

En sem betur fer sáu menn að sér um síðir. Við þessa vinnu hefur þó þessum listum Nýtt og gamalt efni verið steypt saman þar sem til voru sölutölur frá þessum tíma og því hægt að endurvinna listann í eina heild. En þessi vinna var framkvæmd af mér fyrir félag hljómplötuframleiðendur á síðasta ári þegar ákveðið var að tölvutaka listann frá upphafi það er Vísir og DV og síðan Tónlistann í heild.

En það tímabil sem hann var aðeins birtur hálfsmánaðarlega er hver listi látin gilda í tvær vikur eða réttara sagt sami listi endurtekinn. Þannig að útkoma er 52 vikur í eðlilegu ári. Þó það kunni að skekkja eitthvað örlítið látum við þær plötur einfaldlega njóta vafans.

Hver vika ársins gefur topp 10 plötunum samtals 55 stig í okkar stigagjöf. Sé miðað við 52 vikur ársins gefur listinn samtals 2860 stig. En sé 53 vikan inni ársins eins og stundum vill verða og er einmitt hér árið 1998 ætti  heildarstigafjöldinn að vera 2915. En nú vantar okkur 20 vikna tímabil inn í árið eins og áður segir það er frá því DV hætti að birta listann og Morgunblaðið tók við og því eru aðeins 1815 stig í pottinum þetta árið og vantar því 1100 stig í árið. En líkt og áður látum við sem ekkert sé og birtum þær plötur sem flest stig fengu samkvæmt listanum, þó styttri sé.

Líklega á þessi vöntun í árið sinn þátt í að heildarlistinn er óbreyttur milli ára. Og fyrir utan íslensku Alþýðulögin eru Bubbi og Björk einu íslensku flytjendurnir þar. En það á eftir að taka miklum breytingum áður en við ljúkum þessari yfirferð okkar.

Hin ástralska Natalie Imbruglia sem á stigahæstu plötu ársins var þekktari sem leikkona í Nágrönnum en hún hafði leikið þar í ein þrjú ár áður en hú gaf út sína fyrstu plötu Left Of The Middle. Platan hennar náði 10 sætinu í Bandaríkjunum og 5. sætinu í Bretlandi en á toppinn bæði hér og í heimalandinu. Líklega er hún flestum nú gleymd hér á landi. Líklega muna menn betur flestar hinna platnanna.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1998 (Vika 1 – 25 og 46 – 53)
  1. Left Of The Middle – Natalie Imbruglia (20. vikur, 134. stig)
  2. Titanic – Úr kvikmynd (15. vikur. 104. stig)
  3. Let's Talk About Love – Celine Dion (14. vikur, 87. stig)
  4. All Saints – All Saints (11. vikur. 79 stig)
  5. Pottþétt 11 – Ýmsir flytjendur (10. vikur, 79. stig)
  6. Mezzanine – Massive Attack (9. vikur, 76. stig)*
  7. Söknuður: Minning um Vilhjálm Vilhjálmsson – Ýmsir (8. vikur, 73. stig)**
  8. These Are Special Times – Celine Cion (8. vikur, 63. stig)**
  9. Urban Hymns – The Verve (13. vikur, 61. stig)
  10. Best of 1980-1990 – U2 (8. vikur, 60. stig)**

* var á lista þegar DV hætti
** var á lista þegar MBL hóf að birta listann

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 53 viku 1998
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  3. Spice – Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
  3. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  4. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  5. Jagged Little Pill – Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
  6. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  7. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  8. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  9. Falling Into You – Celine Dion (39. vikur, 201. stig)
  10. Debut – Björk (31. vika, 196. stig)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband