23.9.2012 | 00:02
Plötur ársins 1997
Árið 1997 á yfirferð okkar um stighæstu plöturnar á lista DV yfir mest seldu plötur landsins. Þessi skrá Topp 10 er fengin með stigagjöf. Plata sem situr í 1. sætinu fær 10 sig, 2. sætið fær 9 sig og svo framvegis, uns platan í 10. sætinu fær 1. stig. Þetta þýðir ekki að platan í 1 sæti listans hér hafi verið söluhæst, heldur skorar hún flest stig á listanum.
Árið 1990 náðu 90 plötutitlar á topp 10 lista DV. En blaðið birti topp 20 á þessum tíma. Við vinnu hér er þó aðeins litið til 10 efstu sætanna. (bara svo öllum misskylningi sé eytt.)
Það vekur athygli að ef frá er taldar safnplötur út Pottþétt útgáfuröðinni sjást aðeins tvö íslensk nöfn á listanum þetta árið. Quarashi og Björk. Og ekki hægt að tala um íslenska útgáfu í tilfelli Bjarkar, gefin út í Bretlandi af One Little India, Þó Björk sé að sjálfsögðu eign okkar Íslendinga. En við þurfum ekkert að örvænta því þetta á eftir að taka stakkarskiptum.
Sú krúnurakaða, sérstaka söngkona í Skunk Anansie trjónir á toppi listans og nær að toppa smástelpusveitina Spice Girls. Plata sem síðar hefur verið margoft nefnd meðal bestu platna sögunnar nær í þriðja sætið. Og sem fyrr litar Pottþétt útgáfuröðin listann.
Þrjár breytingar verða á heildarlistanum, tvær platna bæta við sig vikur og stigum frá fyrra ári og loks kemur Celine Dion inn á listann með vikur og stig sem náðst hafa á tveim árum, sem koma henni í 6. sætið. En óhætt er að segja að reynslan hingað til sýnir að þessi listi er einnig að taka breytingum, mismiklum milli ára en oftast einhverjum, en það gerist erfiðara með hverju árinu að ná inn á heildarlistann.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1997 (Vika 1 52)
1. Stoosh Skunk Anansie (26. vikur, 173. stig)
2. Spice Spice Girls (32. vikur, 161. stig)
3. OK Computer Radiohead (19. vikur, 134. stig)
4. Falling Into You Celine Dion (25. vikur, 125. stig)
5. Pottþétt 7 Ýmsir flytjendur (14. vikur, 103. stig)
6. Quarashi Quarashi (10. vikur, 78. stig)
7. Pottþétt ást Ýmsir flytjendur (10. vikur, 78. stig)
8. The Fat of the Land Prodigy (11. vikur, 74. stig)
9. Trangic Kingdom No Doubt (15. vikur, 74 stig)
10. Homogenic Björk (16. vikur, 70. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 1997
1. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
2. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
3. Spice Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
3. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
4. Frelsi til sölu Bubbi (29. vikur, 226. stig)
5. Jagged Little Pill Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
6. Greatest Hits II Queen (36. vikur, 215. stig)
7. Íslensk alþýðulög Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
8. Unplugged Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
9. Falling Into You Celine Dion (39. vikur, 201. stig)
10. Debut Björk (31. vika, 196. stig)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.