16.9.2012 | 17:28
Plötur ársins 1995
1995 og við höldum okkur við lista DV yfir þær plötur sem lengst sátu á lista yfir söluhæstu plöturnar. Gefum 1. sætinu 10 stig, 2. sætinu 9. stig og svo framvegis....
Tveir af stærstu útgefendum landsins Skífan og Steinar hf tók höndum saman við útgáfu nýrrar safnplötuseríu en grunnhugmyndin var í anda við "Now thats what I call music" útgáfuseríuna sem notið hafði mikilla vinsælda um heim allan.
Þessi útgáfuröð fékk heitið Pottþétt. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir um sjö plötum á ári það var plata á tveggja mánaðar fresti og svo einskonar Best of í árslok. Fyrsta platan í þessari seríu kom út rétt eftir miðjan september 1995 og sló í gegn. Seldist í á milli 5 og 6 þúsund eintökum til áramóta.
Við viljum endurtaka að þessi listi endurspeglar ekki endilega sölu platnanna á landinu. T.d. var Björk með plötu sína Post söluhæst á árinu og Bubbi seldi yfir 7000 eintök af Í skugga Morthens en fékk þó aðeins 45 stig hér og langt frá að komast á blað, meðan Pottþétt 1. fór í á milli 5 og 6 þúsund eintökum en fer inn á topp 10. Sixties skreið yfir 5000 eintök en það segir okkur ef nákvæmar sölutölur væru fyrir hendi liti listin öðruvísi út og í annarri röð. En hann gefur þó engu að síður nokkuð glögga mynd af því sem var að gerast og meginþorri landsmanna var að kaupa á þessum tíma.
Sveitir á borð við Offspring, Green Day og The Cranberries nutu mikilla vinsælda Og Nervana-dýrkunin var enn vel greinanleg. Uppsafnað komst Unplugged plata þeirra á heildarlistann ásamt Björk. Og Skrýplanir sem trónað höfðu á toppi listans á níunda áratugnum eru komnir í 10 sætið á heildarlistanum.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1995 (Vika 1 52)
1. Smash Offspring (24. vikur 152. stig)
2. Bítlaæði Sixties (18. vikur, 143. stig)
3. Unplugged In New York Nirvana (19. vikur, 138. stig)
4. Reif í kroppinn Ýmsir flytjendur (14. vikur, 114. stig)
5. Dookie Green Day (19. vikur, 109. stig)
6. Súperstar Úr rokkóperu (15. vikur, 103. stig)
7. No Need To Argue The Cranberries (20. vikur, 98. stig)
8 .Reif í runnann Ýmsir flytjendur (13. vikur, 97. stig)
9. Post Björk (15. vikur, 91. stig)
10. Pottþétt 1 Ýmsir flytjendur (9. vikur, 81. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 1995
1. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
2. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
3. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
4. Frelsi til sölu Bubbi (29. vikur, 226. stig)
5. Greatest Hits II Queen (36. vikur, 215. stig)
6. Íslensk alþýðulög Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
7. Unplugged Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
8. Debut Björk (31. vika, 196. stig)
9. Unplugged In New York Nirvana (28. vikur, 188. stig)
10. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.