Plötur ársins 1994

musicboxÁrið 1994 var plötulistinn birtur vikulega og við höldum áfram yfirferð okkar. Listum upp þær plötur sem gerðu það best þar árið 1994. Seinni listinn er svo samantekt á þeim plötum sem skorað hafa hæst í sögu listans.

Andlát stórsöngvarans í Nervana er mörgum minnistæður. Reif safnplötunum var dælt út eins og enginn væri morgundagurinn og e-pilluátið var eins og hver annar faraldur, veitingarhúsin voru meira að segja farin að selja dansþyrstum e-pilluætunum vatnið á barnum.

Björk er annað árið í röð á lista með plötuna Debut og Bubbi er ofarlega á lista þetta árið. Það er ekki margar plötur á þessum lista sem eru skyldueign í dag, Björk og Íslandslögin eru líklega plöturnar sem flestir þekkja. Safnplöturnar flestum gleymdar eins og oft vill verða með slíka gripi, enda er þeim kannski ekki ætlað að lifa morgundaginn.

Vinsælustu plöturnar á árinu 1994 (Vika 1 – 52)
  1. Music Box – Mariah Carey (22. vikur, 141. stig)
  2. Hárið – Úr söngleik (20. vikur, 133. stig)
  3. Þrír heimar – Bubbi (11. vikur, 108. stig)
  4. Milljón á mann – Páll Óskar og Milljónamæringarnir (15. vikur, 108. stig)
  5. Reif í sundur – Ýmsir flytjendur (14. vikur, 99. stig)
  6. Íslandslög 2 – Ýmsir flytjendur (14. vikur, 97. stig)
  7. Debut – Björk (16. vikur, 92. stig)
  8. Heyrðu 3 – Ýmsir flytjendur (11. vikur, 86. stig)
  9. Ringulreif – Ýmsir flytjendur (10. vikur, 85. stig)
  10. Æði – Vinir vors og blóma (12. vikur, 80 stig)

Frá upphafi listans 12.06.1978 – 52 viku 1994
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
  2. Greatest Hits – Queen (39. vikur, 237, stig)
  3. Automatic For The People – R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
  4. Frelsi til sölu – Bubbi (29. vikur, 226. stig)
  5. Greatest Hits II – Queen (36. vikur, 215. stig)
  6. Íslensk alþýðulög – Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
  7. Unplugged – Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
  8. Debut – Björk (31. vika, 196. stig)
  9. Haraldur í Skrýplalandi – Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
  10. Nevermind – Nirvana (23. vikur, 187. stig)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband