7.9.2012 | 00:22
Plötur ársins 1993
Við tökum nú fyrir árið 1993. Vikulega var á sínum tíma birtur listi yfir mest seldu plötur landsins í DV. Hann hefur nú verið tölvutekinn og úr honum unnar þær upplýsingar sem ég er birta hér. Við gefum plötu 10 sig fyrir 1. sæti listans, 9 stig fyrir 2. sætið og svo koll af kolli.
Árið 1992 kom REM með meistarastykkið Automaric For the People sem enn í dag nýtur spilunnar útvarpsstöðva um allan heim. Það sat stuttan tíma á listum 1992 en fer á toppinn árið 1993.
Þó skiptar skoðanir væru á Zooropa með U2 smellpassar hún í þá þróun sem orðið hafði á sveitinni og enn betur þegar frá leið. Unplugged útgáfuröðin naut vinsælda og Plata Claptons naut hylli Aðal orsakavaldur þess var líklega lagið Tears in Heaven, sem reyndar hafði verið samið fyrir myndina Rush. Þessi kassagítarútgáfa lagsins sem og annar laga á þessari plötu kom henni á topplista víða um heim.
Heildarlistinn tekur breytingum því REM bætir við sig stigum og vikufjölda frá árinu áður og stekkur í þriðja sæti heildarlistans. Þá kemur Eric Clapton einnig inn með óragmögnuðu upptökurnar sínar.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1993 (Vika 1 52)
1. Automatic For The People R.E.M. (24. vikur, 195, stig)
2. Zooropa U2 (18. vikur, 158. stig)
3. Rage Against The Machine Rage Against The Machine (21. vika, 141. stig)
4. Ekki þessi leiðindi Bogomil Font og Milljónamæringarnir (15. vikur, 136. stig)
5. Unplugged Eric Clapton (19. vikur, 112. stig)
6. Debut Björk (15. vikur, 104. stig)
7. Bodyguard Úr kvikmynd (14. vikur, 104. stig)
8. Lífið er ljúft Bubbi (10. vikur, 99 stig)
9. Bein leið K.K. (13. vikur, 91. stig)
10. Svefnvana - GCD (13. vikur, 80. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 1993
1. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
2. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
3. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
4. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220. stig)
5. Greatest Hits II Queen (36. vikur, 215. stig)
6. Íslensk alþýðulög Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212. stig)
7. Unplugged Eric Clapton (36. vikur, 205. stig)
8. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
9. Nevermind Nirvana (23. vikur, 187. stig)
10. Grease Úr kvikmynd (38. vikur, 184. stig)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.