2.9.2012 | 09:34
Plötur ársins 1991
Við erum komin í árið 1991 á yfirferð okkar um þær plötur sem náðu bestum árangri á lista DV yfir söluhæstu plötur hvers árs. Sem áður er plötu í 1. sætinu gefin 10. stig, plötu í 2. sæti 9. sig og svo koll af kolli. Þá eru innan svigans einnig sá vikufjöldi sem platan sat á lista á árinu.
Í seinni listanum er samanlagður vikufjöldi sem platan hefur náð ásamt heildar stigum samkvæmt áðurnefndri aðferð. Og má því segja að þar sé topp 10 af þeim plötum sem náð hafa bestum árangri á Topp 10. Þó listin hafi verið stækkaður erum við aðeins með TOPP 10 hér.
Þegar listi ársins 1991 er skoðaður þá virkar hann hálfhallærislega á mig. Hreinlega skil ekki hvar plötukaupendur voru þetta árið. Ég á frekar erfitt með að kyngja því að Simpsons sitji í 1. sætinu með stigahæstu plötu ársins. En það er staðreynd enda sat platan í 8 vikur í 1. sæti yfir best seldu plöturnar. OK, Bubbi og Rúnar nutu vinsælda þetta sumar en það er ekki árið skollinn hafi það. Mér finnst vanta inn á listann fleiri plötur sem ég væri til í að hlusta á í dag. Flestar þessara platna eru líklega ekki fáanlegar í verslunum í dag, þó kannski sumar á einhverjum útsölumarkaðnum.
Kannski er helsta skýringin á þessu að stóru útgáfurnar einblíndu svo lítið á endurútgáfur á eldra efni sem var að koma út á CD í fyrsta sinn. efni eins og Hljómar og Haukur Morthens Gullnar glæður, Bjartmar Tvær fyrstu og svo framvegis. Enda fer það svo að engin breyting verður á heildarlistanum.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1991 (Vika 1 52)
1. The Simpsons Sing The Blues Simpsons (19. vikur, 145. stig)
2. GCD Bubbi + Rúnar (16. vikur, 133. stig)
3. Out Of Time R.E.M. (14. vikur, 103. stig)
4. Íslandslög Ýmsir flytjendur (14. vikur, 93. stig)
5. Tvö líf Stjórnin (14. vikur, 87. stig)
6. Wild Heart Úr kvikmynd (14. vikur, 83. stig)
7. The Doors Úr kvikmynd (14. vikur, 82. stig)
8. The Essential Pavarotti Luciano Pavarotti (18. vikur, 80. stig)
9. Bandalög 4 Ýmsir flytjendur (8. vikur, 71. stig)
10. Deluxe Ný Dönsk (8. vikur, 67. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 1991
1. Brothers In Arms Dire Straits (39. vikur, 282. stig)
2. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220. stig)
3. Íslensk alþýðulög Ýmsir flytjendur (47. vikur, 212 stig)
4. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
5. Grease Úr kvikmynd (38. vikur, 184. stig)
6. Bad Michael Jackson (26. vikur, 173 stig)
7. Eitt lag enn Stjórnin (20. vikur, 164 stig)
8. Appetite For Destructions Guns N' Roses (32. vikur, 161. stig)
9. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
10. Borgarbragur Gunnar Þórðarson (22. vikur, 159. stig)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.