29.8.2012 | 17:55
Plötur ársins 1989
Þá er komið að árinu 1989 á leið okkar að skoða hvaða plötur hafa gert það best í vinsældalista DV Líkt og áður gefum við plötu í 1. sætinu 10 stig, 2. sæti 9 stig og svo koll af kolli. En þessir vinsældalistar voru birtir vikulega í DV á sínum tíma og voru undanfari Tónlistans eins og við þekkjum hann nú.
Sú plata sem skilaði sér í fyrsta sætið þetta árið var frumburður rokkarana í Guns N' Roses Það undarlega var að hún var ekki ný af nálinni því hún kom fyrst út 21. júlí 1987 Platan er talin hafa selst í um 28 milljónum eintaka á heimsvísu. En eitthvað voru íslendingarnir lengi að kveikja á þessu meistarastykki rokkarana. Þessu til samanburðar má nefna að platan í 2. sæti á listanum er talin hafa selst í um 8. milljónum. En það er sænski poppdúettinn Roxett. Sú plata kom út undir árslok 1988. en munurinn er um 20 milljónir eintaka sem er ekkert smá í krónum talið.
Litlar breytingar verða á heildarlistanum Rokkararnir í Guns N' Roses ná 7. sætinu enda ekki auðhlaupið upp listann svona á einu ári.
Vinsælustu plötunar 1989 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-52)
1. Appetite For Destructions Guns N' Roses (29. vikur, 158. stig)
2. Look Sharp Roxette (19. vikur, 136. stig)
3. Bandalög Ýmsir (14. vikur, 125. stig)
4. The Raw And The cooked Fine Young Cannibals (17. vikur, 99. stig)
5. Kántrý 5 Hallbjörn Hjartarson (14. vikur, 97. stig)
6. A New Flame Simply Red (21. vika, 91. stig)
7. Listin að lifa Stuðmenn (13. vikur, 91. stig)
8. Mystery Girl Roy Orbinson (12. vikur, 87. stig)
9. Like A Prayer Madonna (10. vikur, 87. stig)
10. Bjartar nætur Ýmsir (11. vikur, 85 stig)
Frá upphafi listans 12.6.1978-52 viku 1989
1. Brothers In Arms Dire Straits (39. vikur, 282 stig)
2. Frelsi til sölu Bubbi (28. vikur, 220 stig)
3. Haraldur í Skrýplalandi Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
4. Íslensk alþýðulög Ýmsir (35. vikur, 182. stig)
5. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
6. Borgarbragur Gunnar Þórðarson (22. vikur, 159. stig)
7. Appetite For Destructions Guns N' Roses (29. vikur, 158. stig)
8. Með allt á hreinu Stuðmenn (19. vikur, 152. stig)
9-10. Fingraför Bubbi (19. vikur, 143. stig)
9-10. The Joshua Tree U2 (19. vikur, 143. stig)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.