Plötur ársins 1989

guns_n_roses_-_appetite_for_destructionÞá er komið að árinu 1989 á leið okkar að skoða hvaða plötur hafa gert það best í vinsældalista DV Líkt og áður gefum við plötu í 1. sætinu 10 stig, 2. sæti 9 stig og svo koll af kolli. En þessir vinsældalistar voru birtir vikulega í DV á sínum tíma og voru undanfari Tónlistans eins og við þekkjum hann nú.

Sú plata sem skilaði sér í fyrsta sætið þetta árið var frumburður rokkarana í Guns N' Roses Það undarlega var að hún var ekki ný af nálinni því hún kom fyrst út  21. júlí 1987 Platan er talin hafa selst í um 28 milljónum eintaka á heimsvísu. En eitthvað voru íslendingarnir lengi að kveikja á þessu meistarastykki rokkarana. Þessu til samanburðar má nefna að platan í 2. sæti á listanum er talin hafa selst í um 8. milljónum. En það er sænski poppdúettinn Roxett. Sú plata kom út undir árslok 1988. en munurinn er um 20 milljónir eintaka sem er ekkert smá í krónum talið.

Litlar breytingar verða á heildarlistanum Rokkararnir í  Guns N' Roses ná 7. sætinu enda ekki auðhlaupið upp listann svona á einu ári.

Vinsælustu plötunar 1989 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-52)
  1. Appetite For Destructions – Guns N' Roses (29. vikur, 158. stig)
  2. Look Sharp – Roxette (19. vikur, 136. stig)
  3. Bandalög – Ýmsir (14. vikur, 125. stig)
  4. The Raw And The cooked – Fine Young Cannibals (17. vikur, 99. stig)
  5. Kántrý 5 – Hallbjörn Hjartarson (14. vikur, 97. stig)
  6. A New Flame – Simply Red (21. vika, 91. stig)
  7. Listin að lifa – Stuðmenn (13. vikur, 91. stig)
  8. Mystery Girl – Roy Orbinson (12. vikur, 87. stig)
  9. Like A Prayer – Madonna (10. vikur, 87. stig)
  10. Bjartar nætur – Ýmsir (11. vikur, 85 stig)

Frá upphafi listans 12.6.1978-52 viku 1989
  1. Brothers In Arms – Dire Straits (39. vikur, 282 stig)
  2. Frelsi til sölu – Bubbi (28. vikur, 220 stig)
  3. Haraldur í Skrýplalandi – Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
  4. Íslensk alþýðulög – Ýmsir (35. vikur, 182. stig)
  5. Ljúfa líf – Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
  6. Borgarbragur – Gunnar Þórðarson (22. vikur, 159. stig)
  7. Appetite For Destructions – Guns N' Roses (29. vikur, 158. stig)
  8. Með allt á hreinu – Stuðmenn (19. vikur, 152. stig)
  9-10. Fingraför – Bubbi (19. vikur, 143. stig)
  9-10. The Joshua Tree – U2 (19. vikur, 143. stig)
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband