18.8.2012 | 05:29
Nöfn áratugana
Ef maður hugsar íslenska tónlistarsögu í áratugum þá lítur það svona út í mínum huga Er einhver ósammála mér í þessu? Varla. Þó einstakar sveitir og nöfn hafi átt spretti þá náði engin að toppa þessi nöfn á heildina litið. Haukur Morthens er fyrsta alvöru dægurlaga stjarna okkar íslendinga, og mikið var hann rosalega góður sem slíkur
1950-1959 ; Haukur Morthens
1960-1969 ; Hljómar
1970-1979 ; Björgvin Halldórsson
1980-1989 ; Bubbi Morthens
1990-1999 ; Björk
2000-2009 ; Sigur Rós
2010-2019 ; Of Monsters And Men *
* En þessu tímabili er ekki lokið en það sem af er situr sveitin á toppnum
Sumir vilja meina að ég sé fastur fyrir miðjum lista. Sannleikurinn er hinsvegar sá að ég flakka tónlistarlega um hann allann, Því bæði Hin og Béin sé mér þóknanlegri
Ef fram kemur sveit sem toppar Of Monsters and Men fyrir mér þá má sú sveit vera déskolli góð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.