Flestar vikur 2010-2012

helgiÞað er hægt að skoða Tónlistann á margvíslegan hátt. t.d. hvaða tónlistarmaður hefur setið þar lengst í heild, eða tiltekinn tíma (þá undir eigin nafni) Til gamans langaðu mig að vita hvaða aðili væri að gera það best á þeim áratug sem nú er að líða. Því þar höfum við þrjú ár samkvæmt okkar uppsetningu, það er árin  2010, 2011 og það sem af er 2012. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart.

 

Helgi Björns hefur verið að gera frábæra hluti með Reiðmönnum vindanna. Plötur þeirra ásamt hans eigin hafa setið lengst allra á topp 30 þessi ár eða samtals 191 viku.

 

Sigur Rós situr í 2. sæti og munar þar mestu um tvær plötur ; Ágætis byrjun, sem samtals hefur setið í 170 vikur á topp 30 frá því hún kom fyrst út og er líklega í öðru sæti yfir plötur sem setið hafa flestar vikur á lista í sögu Tónlistans. Sigur Rós á einnig aðra plötu sem gerir það gott og er komin með samtals yfir 100 vikur á topp 30 frá því hún kom fyrst út. Það er platan Með suð í eyrunum við spilum endalaust. Þessar tvær plötur eru megin uppistaðan í því að koma sveitinni í 2. sæti yfir þá sem eiga flestar vikur á listanum þessi rúmlega  tvö og hálft ár sem tekin voru saman.

 

Björk situr í þriðja sætinu og þar munar mestu um Gling-Gló sem er galdur hvað sölu varðar ár eftir ár.  En auk hennar er það platan Biophilia sem er með hátt í 30 vikur.

 

Dikta situr í fjórða sætinu og þar er það plata sveitarinnar; Get It Together, sem setið hefur vel yfir 80 vikur samtals á listanum. Hjálmar rekur svo lestina í þessu Topp fimm á hver setið hefur lengst á lista þessi ár.

 

Hafa skal í huga að öll þessu tónlistarnöfn eru enn starfandi og eru enn að setja mark sitt á listann svo þetta er í raun fljótt að breytast.

 

Nafn með lengstu setu á topp 30 tímabilið: 2010-2012

    1. Helgi Björnsson: 191. vika, 6. plötur

    2. Sigur Rós: 107. vikur, 7. plötur

    3. Björk Guðmundsdóttir: 102. vikur, 4. plötur

    4. Dikta: 96. vikur, 3. plötur

    5. Hjálmar: 83. vikur, 3. plötur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband