Plötur ársins 1982

Breyttir tímarEnn höldum við áfram að telja upp stigahæstu plöturnar samkvæmt vinsældarlista DV sem var einskonar forveri Tónlistans eins og við þekkjum hann í dag. Þar sem sömu aðferðum var beitt þá og nú við að vinna mest seldu plötu hverrar viku. Til að skoða þetta á ársgrundvelli (frá 1. vikur árs – 52 viku) er plötunum gefin stig eftir í hvaða sæti þær sitja. Platan í 1. sætinu fær 10 stig, platan í 2. sætinu 9. sig og svo koll af kolli.

 

Árið 1982 áttu Bubbi og Egóið. Það er ekki spurning. Bubbi var þekktur með Utangarðsmönnum en hann varð vinsæll með Egóinu. Sveitin á tvær plötur á topp 10 lista ársins. Toppsæti ársins nær 7. sætinu á listanum frá upphafi. Safnplöturnar voru einnig sterkar og talin bestu kaupin. Útgefendur á tánum að stinga nýju efni á slíkar safnplötur. Enda þrjár sem komast inn á árslistann.

 

Vinsælustu plötunar 1982 samkvæmt Vinsældalista  (vika 1-52)

  1. Breyttir tímar – Egó (18. vikur, 129. stig)

  2. Mirage – Fleedwood Mac (14. vikur, 114. stig)

  3. Beint í mark – Ýmsir (13. vikur, 104. stig)

  4. Á fullu – Ýmsir (10. vikur, 98. stig)

  5. Dare – Human League (11. vikur, 89. stig)

  6. Tropical Dream – Goombay Dance Band (10. vikur, 80. stig)

  7 . Næst á dagskrá – Ýmsir (10. vikur, 75. stig)

  8. Í mynd – Egó (8. vikur 74. stig)

  9 . Love Over Gold – Dire Straits (9. vikur, 67 stig)

  10. Tug Of War – Paul McCartney (10. vikur, 67. stig)

 

Frá upphafi listans 12.6.1978-2.1.1983

  1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)

  2. Ljúfa líf – Þú og ég (18. vikur, 160. stig)

  3. Glass House – Billy Joel (17. vikur, 143. stig)

  4. Grease – Ýmsir (27. vikur, 138. stig)

  5. Discovery – Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)

  6. Bat Out Of Hell – Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)

  7. Breyttir tímar – Egó (18. vikur, 129 stig)

  8. Double Fantasy – John Lennon og Yoko Ono ( 18. vikur, 129. stig)

  9. The Wall – Pink Floyd (21. vika, 128. stig)

  10. Star Party – Ýmsir (15. vikur, 123. stig)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband