16.8.2012 | 05:41
Plötur ársins 1982
Enn höldum við áfram að telja upp stigahæstu plöturnar samkvæmt vinsældarlista DV sem var einskonar forveri Tónlistans eins og við þekkjum hann í dag. Þar sem sömu aðferðum var beitt þá og nú við að vinna mest seldu plötu hverrar viku. Til að skoða þetta á ársgrundvelli (frá 1. vikur árs 52 viku) er plötunum gefin stig eftir í hvaða sæti þær sitja. Platan í 1. sætinu fær 10 stig, platan í 2. sætinu 9. sig og svo koll af kolli.
Árið 1982 áttu Bubbi og Egóið. Það er ekki spurning. Bubbi var þekktur með Utangarðsmönnum en hann varð vinsæll með Egóinu. Sveitin á tvær plötur á topp 10 lista ársins. Toppsæti ársins nær 7. sætinu á listanum frá upphafi. Safnplöturnar voru einnig sterkar og talin bestu kaupin. Útgefendur á tánum að stinga nýju efni á slíkar safnplötur. Enda þrjár sem komast inn á árslistann.
Vinsælustu plötunar 1982 samkvæmt Vinsældalista (vika 1-52)
1. Breyttir tímar Egó (18. vikur, 129. stig)
2. Mirage Fleedwood Mac (14. vikur, 114. stig)
3. Beint í mark Ýmsir (13. vikur, 104. stig)
4. Á fullu Ýmsir (10. vikur, 98. stig)
5. Dare Human League (11. vikur, 89. stig)
6. Tropical Dream Goombay Dance Band (10. vikur, 80. stig)
7 . Næst á dagskrá Ýmsir (10. vikur, 75. stig)
8. Í mynd Egó (8. vikur 74. stig)
9 . Love Over Gold Dire Straits (9. vikur, 67 stig)
10. Tug Of War Paul McCartney (10. vikur, 67. stig)
Frá upphafi listans 12.6.1978-2.1.1983
1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
2. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
3. Glass House Billy Joel (17. vikur, 143. stig)
4. Grease Ýmsir (27. vikur, 138. stig)
5. Discovery Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)
6. Bat Out Of Hell Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)
7. Breyttir tímar Egó (18. vikur, 129 stig)
8. Double Fantasy John Lennon og Yoko Ono ( 18. vikur, 129. stig)
9. The Wall Pink Floyd (21. vika, 128. stig)
10. Star Party Ýmsir (15. vikur, 123. stig)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.