9.8.2012 | 18:31
Plötur ársins 1981
Líkt og í fyrri umfjöllun er þeim plötum gefin stig eftir setu á lista DV yfir mest seldu plötur landsins. Fyrir 1. sætið fær platan 10 stig, fyrir 2. sætið 9 stig og svo koll af kolli. Hér er komið að árinu 1981.. Samtals 107 plötuheiti fór inn á Topp tíu árið 1981, sem er að vísu ekki nema sjö plötum fleiri en árinu áður
Eins og sjá má trónir Dr. Hook efst á toppnum með þessa klassísku safnplötu. Platan sem reyndar hafði komið út 1980 innihélt m.a. lagið Sylvia's Mother sem enn í dag er með mest leiknu lögum sveitarinnar. Platan sat heilar 6. vikur í 1. sæti listans yfir söluhæstu plöturnar og ekki ólíklegt að umrætt lag hafi þar átt sinn þátt í því en sveitin á þó talsverðan slatta af grípandi Counry-rokki sem gengu í fjölmarga takthausa. Stars On 45 æði gekk yfir landiann um þetta leiti mörgum til skelfingar.
Vinsælustu plötunar 1981 samkvæmt Vinsældalista DV (vika 1-52)
1. Greatest Hits Dr. Hook (13. vikur, 107 stig)
2. Stars On 45 Star Sound (12. vikur, 101 stig)
3. Double Fantasy John Lennon og Yoko Ono (18. vikur, 97. stig)
4. Bully For You B.A. Robertson (11. vikur, 86. stig)
5. Tónar um ástina Richard Clayderman (16. vikur, 83. stig)
6. Hi Infidelity REO Speedwagon (14. vikur, 82. stig)
7. Himinn og jörð Gunnar Þórðarson (9. vikur, 80. stig)
8. Journey To Glory Spandau Ballet (12. vikur, 80. stig)
9. Sumargleðin syngur Sumargleðin (10. vikur, 75. stig)
10. Deió Laddi (10. vikur, 74. stig)
Frá upphafi listans 12.6.1978 - 3.1.1982
1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
2. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
3. Glass House Billy Joel (17. vikur, 143. stig)
4. Grease Ýmsir (27. vikur, 138. stig)
5. Discovery Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)
6. Bat Out Of Hell Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)
7. Double Fantasy John Lennon og Yoko Ono ( 18. vikur, 129. stig)
8. The Wall Pink Floyd (21. vika, 128. stig)
9. Star Party Ýmsir (15. vikur, 123. stig)
10. Best Disco Album Ýmsir (13. vikur, 118. stig)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.