7.8.2012 | 20:19
Plötur ársins 1980
Það er komið að því að skoða hvað plötur skoruðu hæst árið 1980. En eins og áður er hér um að ræða stigagjöf til þeirra platna sem sátu á vinsældalista Dagblaðsins og Vísis og síðar DV. Þetta var fyrir daga Tónlistans eins og við þekkjum hann nú, en sömu aðferðum var þó beitt við að finna söluhæstu plöturnar. Það er að stærstu söluaðilar landsins gáfu upp mest seldu plötur vikunnar. Við að finna út hvað plötur hafi notið mestra vinsælda er 1. sæti listans gefin 10 sig, 2. sætið fær 9 stig og svo koll af koll uns platan í 10 sætinu fær 1. stig. í hverri viku og síðan er þetta lagt saman. Innan svigans eru heildar vikufjöldi plötunnar og stigin samkvæmt ofangreindri aðferð.
Billy Joel situr á toppnum og það vekur athygli að kántrýboltinn Kenny Rogers á tvær plötur á listanum, enda naut hann mikilla vinsælda hér á þessum árum sem og vestanhafs.
Vinsælustu plöturnar á árinu 1980 (Vika 1 53)
1. Glass House Billy Joel (17. vikur, 143. stig)
2. Cornerstone Styx (16. vikur, 110. stig)
3. Meira salt Áhöfnin á Halastjörnunni 15. vikur, 110. stig)
4. Kenny Kenny Rogers (17. vikur, 97 stig)
5. The Wall Pink Floyd (21. vika, 95 stig)
6. Against The Wind Bob Seger (16. vikur, 89. stig)
7. Initial Sucess B.A. Robertson (14. vikur, 88. stig)
8. Single Album Kenny Rogers (13. vikur, 86. stig)
9 The Game Queen (14. vikur, 75. stig)
10. Good Morning America Ýmsir (9. vikur, 75 stig)
Frá upphafi listans 12.6.1978 - 4.1.1981
1. Haraldur í Skrýplalandi - Skrýplarnir (25. vikur, 187. stig)
2. Ljúfa líf Þú og ég (18. vikur, 160. stig)
3. Glass House Billy Joel (17. vikur, 143. stig)
4. Grease Ýmsir (27. vikur, 138. stig)
5. Discovery Electric Light Orchestra (20. vikur, 132. stig)
6. Bat Out Of Hell Meat Loaf (15. vikur, 130. stig)
7. The Wall Pink Floyd (21. vika, 128. stig)
8. Star Party Ýmsir (15. vikur, 123. stig)
8. Best Disco Album Ýmsir (13. vikur, 118. stig)
10. String Of Hits Shadows (16. vikur, 114 stig)
Athugasemdir
Það er virkilega gaman að skoða þessa lista sem þú ert að taka saman.
Jens Guð, 7.8.2012 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.