8.6.2012 | 15:27
Þegar útvarpið og hljómplatan...
Það er gömul saga og ný að ein tækniuppfinningin hafi áhrif á aðrar sem á undan komu. Nú tala menn mest um andlát hefðbundinnar útgáfu á geisladiskum. En þetta er ekki ný saga. Kíkjum í útvarpstíðindi frá 1942 og þar er skrifað:
,,Útvarp og grammófónn hafa orðið þess valdandi, að mikið hefur dregið úr tónlistariðkun í heimahúsum. Sem dæmi má nefna að árið 1926 voru 130 prívat músík-klúbbar starfandi í Danmörku, en 10 árum seinna var tala þeirra komin niður í 8. Í Bandaríkjunum voru árið 1909 seld 230 þúsund píanó en árið 1929 seldust aðeins 92 þúsund.
Að sögn mun þetta hafa breyst til batnaðar hin síðustu ár, og sjálfsagt lagast þetta með betri og hóflegri notkun úrvarpsins, þ.e.a.s. þegar mönnum lærist að nota útvarpið eins og vatnið og skrúfa ekki frá nema þegar þá langar til að hlusta, stilla tækið vandlega, ekki of hátt, og hlusta með athygli.
Útvarpið er sérstaklega mikilvægt okkur Íslendingum sökum fámennis og eingangrunar. Gera má ráð fyrir, að allir þorri landsmanna eigi ekki kost á að hlýða á aðra tónlist en þá, sem útvarpið flytur.
Þess vegna verður að vanda vel til útvarpstónlistarinnar og kappkosta að fá hina frægustu menn til að annast tónlistarflutning frá útvarpssal; en hinsvegar mætti draga úr því flóði af skrallmúsík sem dembt er yfir hlustendur í tíma og ótíma. Einnig mætti hverfa sú óhæfa að fylla út í eyður dagskrárinnar með því að leika hluta af lögum af tónplötum að ógleymdum gömlum og útslitnum hljómplötum, sem oft heyrast í útvarpinu og verka eins og svívirða um höfunda og hlustendur."
Útvarpstíðindi 4-5 tbl, 5. árgangur 7.desember 1942
Og undarlegt að mér finnst eitthvað hafi ekki breyst hvað seinni hluta þessarar greinar varðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.