Íslenskar metsöluplötur 1978-1985 - Listi

Ég hef áður minnst á það hér á blogginu að mér finnst við eigum að hampa betur þeim plötum sem skara fram úr, Hvort heldur er í gæðum eða vinsældum.
Ég er til dæmis að uppgötva að ég heyri aldrei nokkurn útvarpsmann segja: „Hér sé lag af mest seldu plötu landsins um þessar mundir“
eða: „Hér kemur lag af metsöluplötunni.....“
Svona til gamans tók ég saman hvaða Íslenskar plötur hafa náð 1 sæti Íslenska sölulistans frá því byrjað var að birta slíka lista og til ársloka 1985.
Þetta tímabil spannar 392 vikur. Sem þýðir að 392 sinnum sat plata í 1. sæti. af þessum vikum sat Íslensk plata í 1. sætinu í 182 vikur.
Sé safnplötum, kvikmynda-, og leikhústónlist sleppt í talningunni hafa aðeins 20 listamannanöfn náð þessum áfanga að setjast í 1. sæti yfir söluhæstu plötur landsins. Þessir 20 listamenn hafa setið í því sæti í 98 vikur
DagsPlötuheitiFlytjandiVikur #1.
23.06.1978Úr öskunni í eldinnBrunaliðið1
04.08.1978Hlunkur er þettaHalli og Laddi7
25.08.1978SilfurkórinnSilfurkórinn1
06.10.1978DömufríDúmbó og Steini2
27.10.1978ÍslandSpilverk Þjóðanna2
10.11.1978Hinn íslenski ÞursaflokkurÞursaflokkurinn3
04.01.1980Sannar dægurvísurBrimkló1
02.05.1980Meira saltÁhöfnin á Halastjörnunni3
20.06.1980ÍsbjarnarblúsBubbi Morthens1
25.07.1980SprengisandurÞú og ég5
05.09.1980Á hljómleikumÞursaflokkurinn2
12.12.1980Í HátíðarskapiGunnar Þórðarson ofl.3
02.01.1981Í HátíðarskapiGunnar Þórðarson ofl.1
30.04.198145 rpmUtangarðsmenn1
12.06.1981DeióLaddi1
31.07.1981PláganBubbi Morthens3
13.11.1981Himinn og jörðGunnar Þórðarson1
12.03.1982Gæti eins veriðÞursaflokkurinn1
16.04.1982Breyttir tímarEgó2
05.11.19824Mezzoforte2
19.11.1982Í myndEgó3
07.01.1983Með allt á hreinuStuðmenn6
29.04.1983MávastelliðGrýlurnar2
27.05.1983FingraförBubbi Morthens8
22.07.1983Grái fiðringurinnStuðmenn4
30.09.1983SprelllifandiMezzoforte1
25.11.1983Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson6
06.01.1984Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson1
13.04.1984Ný SporBubbi Morthens2
20.07.1984Í rokkbuxum og strigaskómHLH flokkurinn7
14.06.1985KonaBubbi Morthens6
26.07.1985Í ljúfum leiikMannakorn6
29.11.1985Einn voða vitlausLaddi3

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Það skal áréttað að dagsetningin fyrir framan plötuheitið er sá dagur sem platan fór inn á topp 10.

Bárður Örn Bárðarson, 26.7.2011 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband