25.7.2011 | 22:17
Íslenskar metsöluplötur 1978-1985 - Listi
Ég hef áður minnst á það hér á blogginu að mér finnst við eigum að hampa betur þeim plötum sem skara fram úr, Hvort heldur er í gæðum eða vinsældum.
Ég er til dæmis að uppgötva að ég heyri aldrei nokkurn útvarpsmann segja: Hér sé lag af mest seldu plötu landsins um þessar mundir
eða: Hér kemur lag af metsöluplötunni.....
Svona til gamans tók ég saman hvaða Íslenskar plötur hafa náð 1 sæti Íslenska sölulistans frá því byrjað var að birta slíka lista og til ársloka 1985.
Þetta tímabil spannar 392 vikur. Sem þýðir að 392 sinnum sat plata í 1. sæti. af þessum vikum sat Íslensk plata í 1. sætinu í 182 vikur.
Sé safnplötum, kvikmynda-, og leikhústónlist sleppt í talningunni hafa aðeins 20 listamannanöfn náð þessum áfanga að setjast í 1. sæti yfir söluhæstu plötur landsins. Þessir 20 listamenn hafa setið í því sæti í 98 vikur
Ég er til dæmis að uppgötva að ég heyri aldrei nokkurn útvarpsmann segja: Hér sé lag af mest seldu plötu landsins um þessar mundir
eða: Hér kemur lag af metsöluplötunni.....
Svona til gamans tók ég saman hvaða Íslenskar plötur hafa náð 1 sæti Íslenska sölulistans frá því byrjað var að birta slíka lista og til ársloka 1985.
Þetta tímabil spannar 392 vikur. Sem þýðir að 392 sinnum sat plata í 1. sæti. af þessum vikum sat Íslensk plata í 1. sætinu í 182 vikur.
Sé safnplötum, kvikmynda-, og leikhústónlist sleppt í talningunni hafa aðeins 20 listamannanöfn náð þessum áfanga að setjast í 1. sæti yfir söluhæstu plötur landsins. Þessir 20 listamenn hafa setið í því sæti í 98 vikur
Dags | Plötuheiti | Flytjandi | Vikur #1. |
23.06.1978 | Úr öskunni í eldinn | Brunaliðið | 1 |
04.08.1978 | Hlunkur er þetta | Halli og Laddi | 7 |
25.08.1978 | Silfurkórinn | Silfurkórinn | 1 |
06.10.1978 | Dömufrí | Dúmbó og Steini | 2 |
27.10.1978 | Ísland | Spilverk Þjóðanna | 2 |
10.11.1978 | Hinn íslenski Þursaflokkur | Þursaflokkurinn | 3 |
04.01.1980 | Sannar dægurvísur | Brimkló | 1 |
02.05.1980 | Meira salt | Áhöfnin á Halastjörnunni | 3 |
20.06.1980 | Ísbjarnarblús | Bubbi Morthens | 1 |
25.07.1980 | Sprengisandur | Þú og ég | 5 |
05.09.1980 | Á hljómleikum | Þursaflokkurinn | 2 |
12.12.1980 | Í Hátíðarskapi | Gunnar Þórðarson ofl. | 3 |
02.01.1981 | Í Hátíðarskapi | Gunnar Þórðarson ofl. | 1 |
30.04.1981 | 45 rpm | Utangarðsmenn | 1 |
12.06.1981 | Deió | Laddi | 1 |
31.07.1981 | Plágan | Bubbi Morthens | 3 |
13.11.1981 | Himinn og jörð | Gunnar Þórðarson | 1 |
12.03.1982 | Gæti eins verið | Þursaflokkurinn | 1 |
16.04.1982 | Breyttir tímar | Egó | 2 |
05.11.1982 | 4 | Mezzoforte | 2 |
19.11.1982 | Í mynd | Egó | 3 |
07.01.1983 | Með allt á hreinu | Stuðmenn | 6 |
29.04.1983 | Mávastellið | Grýlurnar | 2 |
27.05.1983 | Fingraför | Bubbi Morthens | 8 |
22.07.1983 | Grái fiðringurinn | Stuðmenn | 4 |
30.09.1983 | Sprelllifandi | Mezzoforte | 1 |
25.11.1983 | Kristján Jóhannsson | Kristján Jóhannsson | 6 |
06.01.1984 | Kristján Jóhannsson | Kristján Jóhannsson | 1 |
13.04.1984 | Ný Spor | Bubbi Morthens | 2 |
20.07.1984 | Í rokkbuxum og strigaskóm | HLH flokkurinn | 7 |
14.06.1985 | Kona | Bubbi Morthens | 6 |
26.07.1985 | Í ljúfum leiik | Mannakorn | 6 |
29.11.1985 | Einn voða vitlaus | Laddi | 3 |
Athugasemdir
Það skal áréttað að dagsetningin fyrir framan plötuheitið er sá dagur sem platan fór inn á topp 10.
Bárður Örn Bárðarson, 26.7.2011 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.