31.3.2011 | 14:18
Um hvað snýst málið? þetta er ekkert flókið!
Nú vilja einhverjir forríkir útlendingar fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað með sand af seðlum og kaupa upp íslenskar orkuauðlindir til virkjanaframkvæmda.
Um hvað snýst málið? Að það megi ekki raska náttúru landsins. Hver er að nýta þessa náttúru. 10.000 hræður max sem flakka hér um á sumrin og nokkur þúsund útlendingar.
Ég er kominn að komast á þá skoðun að það geti vel verið góður kostur að Ríkisstjórnin taki sig nú saman í andlitinu. Kaupi hugguleg einbýlishús fyrir hverja einustu íslenska fjölskyldu á fallegum stað við Karabíska hafið og við bara flytjum þangað hver og ein fjölskylda.
Ég meina 300.000 hærður þetta yrði smáhverfi einhverstaðar.
Með því losnum við við óhæfa ríkisstjórn, ónýtan gjaldmiðil, þvarg og þras út af auðlindum sem ekki má nota, og fæstir fá að sjá. Breytum þessu skeri norður í ballarhafi í einn alsherjar forarpitt og virkjum allt sem hægt er að virkja. Leigum það út og seljum orkuna til þeirra sem vilja hér opna verksmiðjur, hér verða svo nokkur þúsund útlendingar í vinnu í þessum verksmiðjum. Við fengjum svo senda launaávísanir reglulega af leigutekjunum.
Ef þetta snýst um hvort ég eigi hús við Karabíska hafið og hafi það bara huggulegt í sólinni alla daga eða þá að Bubbi Morthens og félagar geti veitt laxinn sinn á sumrin og Ómar flogið yfir hálendið þá segi ég bara fokk Ómar og Bubbi, Sorrí ég tek hús og huggulegheit við Karabíska hafið framyfir.
Þið getið fengið gamlar vidíóupptökur af landinu, ríkisstjórnarfundum og fréttaefni á DVD með ykkur.
Ég verð í sólbaði með sandgría og börnin mín hlæjandi á ströndinni í strápilsum, laus við Jóhönnu og kompaní
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.