Það er eitthvað mikið að

svandísHvað er þess valdandi að íslenskir þingmenn ná ekki að semja lög án þess að þau séu svo götótt að þau halda hvorki vatni né vindum. Og hvað er það við íslenska þingmenn og ráðherra að þeir sjálfir virðast ófærir um að fara eftir þessum lögum og reglugerðum. Ef þeir brjóta og beygja þessi lög ekki út og suður þá rangtúlka þeir þau svo illa að þeir eru nánast fangelsismatur á eftir.

Það henti mig eitt sinn að fara yfir á rauðu ljósi og viti menn Löggan mætti á svæðið og 5000 krónur varð ég að greiða úr eigin vasa. Svandís Svavarsdóttir fær dóm fyrir lögbrot í starfi sem ráðherra. Ríkið greiðir skaðann. og hún heldur vinnunni eins og ekkert sé. Svo er spurning ef Svandís óskar nú eftir sakavottorði á morgun. Kæmi þessi dómur þar fram? Líklega ekki, þetta var embættisfærsla. En er til sakaskrá fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar með talið Íslenska ríkið. Þar sem inn eru settir dómar og aðrar stjórnvaldsáminningar og sektir? Líklega ekki. Hvers vegna ekki?

Er það ekki magnað að ríkisstjórn sem talaði um ábyrgð fyrir síðustu kosningar skuli nú í stólunum fyrra sig þessari sömu ábyrgð. – Ekki nauðsynlegt að hún segi af sér er fyrirslátturinn. Ef Jóhanna og Steingrímur hefðu verið í stjórnarandstöðu Svandís í örðum flokki hefðu þau krafist tafarlausrar afsagnar. Ég veit að þau vita það líka. Ég skora á þessa ríkisstjórn að fara nú að sýna hversu ábyrg þau eru í orði sem verki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband