Erum við með rétta ríkisstjórn í verkefnið?

sacmaSvarið er einfalt NEI. Þessi vinstri stjórn er í engu frábrugðin öðrum vinstri stjórnum. Það þarf engan stjórnmálaspeking til að vita að engin vinstri ríkisstjórn, hvorki á Íslandi, Ameríku, Rússlandi né nokkurs staðar annarsstaðar í víðri veröld hefur komið fram með prógramm eða áætlanir sem stuðlar að því að aðstoða einstaklinginn í að rífa sig upp, gera honum kleyft að stofna fyrirtæki, eða hefja rekstur,  koma sér út úr fátækt og því bótakerfi sem stjórnvöld virðast vilja viðhalda,

En því vilja stjórnvöld viðhafa fátækt? Kannski  vegna þess að það er sterkra aflið til að halda fólki niðri, Ölmusumaður rífur síður kjaft. Þetta er einnig hluti þeirra verslunarvarnings sem vinnuveitendur geta svo verslað með, Desemberuppbót er lýsandi dæmi um það, Orlofsuppbót varð líka eitt sinn til. Það er kastað inn bótum hér og þar þegar þrýstihópar hafa of hátt. Bótakerfið er verslunarvara stjórnvalda sem svo er skorið niður þegar illa ára í búskapnum eins og nú er raunin og bætur eru líka verslunarvara  samningamanna vinnuveitenda.

Til að finna nú fínt orð yfir BÆTURNAR kalla sumir þetta  jöfnuð. Hvað er verið að jafna? Fátækt, líklega.  Þeir eru ekki að jafna kjör almennings við sín kjör. Heldur aðra hópa sem teljast til fátækra.

Mín skoðun er að við förum aldrei langt inn í aukna hagsæld með þessa stjórn við stýrið. Þarna skipta menn um skoðun þrisvar á dag allt eftir því hvernig vindar blása. Maðurinn sem vildi ekki eitt og annað, er nú á fullri ferð í að gera eitt og annað. Þessi maður er Ráðherra – Allir Ráðherrarnir aðhyllast þessi vinnubrögð. Hversvegna? Vegna þess að það er ekki til nein heilsteypt áætlun, menn eru að leika þetta af fingrum fram dag frá degi. Menn horfa bara á næstu öldu og vona að það sé ekki brotsjór. Þetta eru sömu vinnubrögðin og bankarnir viðhöfðu og við höfum þegar séð afrakstur þeirra vinnubragða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband