9.2.2011 | 01:02
David Bowie 38. hluti - Eftirmáli
Í 37 pistlum höfum við farið í gegnum útgáfusögu listamannsins David Bowie með breiðskífur hans sem aðalsmerki. . Með þessum eftirmála lokum við þessari yfirferð, enda höfum við stiklað á stóru í gegnum allar hljóðversplötur kappans með viðkomu í hinum ýmsu hliðarverkefnum. Þó aðeins hafi verið minnst á nokkrar þær kvikmyndir sem hann hefur komið að því þær eru í dag ornar 26 þar sem hann hefur farið með stærri eða minni hlutverk í. Smáskífurnar skipta hundruðum og Sólóplöturnar, tónleikaplöturnar, safnplöturnar og kvikmyndatónlistin..... og áfram mætti telja. Við höfum því aðeins farið yfir brot af þessum magnaða ferli.
Það þarf ekki að ræða það að þessi maður 1000 andlita er meðal mestu áhrifavalda rokksögunnar. Til eru þeir aðdáendur sem ganga svo langt að segja hann hafa tekið við forustuhlutverkinu þegar Bítlarnir ákváðu að slíta samstarfi sínu. Hvort sem menn eru sammála því eða ekki er það dagljóst að David er áhrifavaldur í tónlistarsögunni. Talið er að hann hafi selt yfir 136 milljónir platna. Í Bretlandi hefur hann fengið 9. platínumplötur fyrir sölu, 11 gullplötur og 8 silfurplötur. Í Bandaríkjunum sem er óneitanlega stærra markaðssvæði 5 platínum og 7. gullplötur. Árið 2004 valti tímaritið Rolling Stones hann í 39 sæti bestu rokkara sögunnar og í 23 sæti sem besti söngvari allra tíma.
Hér fyrir neðan eru svo þær heimildir sem stuðst var við í þessum skrifum. Vona að sem flestir hafi haft af þeim nokkurt gaman.
Heimildaskrá:
Fyrri hluti þessara skrifa eru að hluta byggt á þáttaröð Helga Más Skúlasonar og Skúla Helgasonar er útvarpað var í Ríkisútvarpinu Rás 2 fyrir nokkrum árum undir heitinu Kinverskar stelpur og kóngulær frá Mars. En augljóst er að sú þáttaröð var að stórum hluta byggð á einu að neðanskráðum ritum um David Bowie og stór hluti textans nánat þýðing úr bókinni. Þetta skal tekið fram þar sem fengið var að láni þýðingar og setningar úr umræddum þætti með leyfi þeirra beggja.
David Bowie Black Book eftir Barry Myles, New York: Putnam, 1980.
Stardust, The Life And Time Of David Bowie eftir Tony Zenetta og Henry Edwards, London, Michael Joseph 1986.
Living On The Brink eftir George Tremlett, New York: Carrol & Graf Publishers Inc. 1997.
The Bowie Companion eftir Elizabeth Thomson og David Gutman, London: Macmillian, 1993.
In Other Words
David Bowie eftir Kerry Juby, London, Omnibus, 1986.
The Starsone Interviwes eftir David Currie, London, Omnibus, 1985.
Serious Moonlight The World Tour eftir Chet Flippo og Denis ORegan, New York Doubleday & Company, INC, 1984.
The Complete Guide To The Music Of David Bowie eftir David Buckley, London, Omnibus, 1995.
The Complete Guide To The Music Of David Bowie eftir David Buckley, London, Omnibus, 1999.
Bowie eftir Jerry Hopkins, Macmillan Publising company, New York City, USA, 1985
Backstage Passes eftir Angela Bowie, New York: Orion 1993.
Classis Rock Albums Ziggy Stardust eftir Mark Paytress, New York: Schirmer Book, 1998
You Didnt Hear Them From Me! eftir Cliff McClenehan, Record Collector No 207, nóv.1996.
Record Collector nr: 249 (maí 2000), Nr. 278, (okt. 2002) auk fleirri blaða þess tímarits
Mojo tímaritið Special limmited edition Bowie, 1993
Uncut presents NME, GLAM Volume 1, Issue15.
VOX október 1995
Plötur, plötuumslög og lög á þeim plötum sem fjallað hefur verið um.
Myndir fengnar frá:
http://eil.com/(plötuumslög LP og CD platna
http://www.bowie-singles.co.uk/ (smáskífumyndir)
http://beatlestrivia.com/(Bowie / Lennon)
http://www.algonet.se/~bassman
http://teenagewildlife.com
http://bowienet.com
http://en.wikipedia.org/
Helstu vefslóðir sem fengnar voru upplýsingar frá:
http://en.wikipedia.org/
http://www.algonet.se/~bassman
http://teenagewildlife.com
http://bowienet.com
Athugasemdir
Takk takk
gaman að þessu
Makki (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.