David Bowie 37. hluti

NÓTA: Áður en lengra er haldið verð ég að leiðrétta smá mistök sem urðu í frásögn af Glass Spider tónleikaferðinni (28. hluta) þar sem minnst var á það leiðindaatvik að ljósamaður hefði látið lífið eftir fall. Þetta gerðist ekki í þessum tónleikatúr. Atburðurinn átti sér stað í Reality túrnum 2004 og verður því sagt frá þessu hér. En búið er að taka þetta út úr 28. hluta sögunnar.
Þarna var notast við rangar heimildir sem leiddu til þess að frá atburðinum er sagt á röngum stað og er beðist velvirðingar á því. Höldum þá frásögu okkar áfram.

Reality

RealityAðeins fimmtán mánuðum eftir útkomu Heathen var nýr gripur kominn í hillur verslana. Platan Reality sem út kom 15. september 2003. Útgáfu plötunnar var þó fagnað nokkru áður með all sögulegum tónleikum sem áttu sér stað þann 8. september þetta sama ár. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bowie voru þetta fyrstu gagnvirku tónleikar sögunnar. Með því átti Bowie við að tónleikarnir yrðu sendir út og sýndir beint í nokkrum völdum kvikmyndahúsum víðsvegar um Evrópu. Þar yrðu líka settar upp myndavélar og gætu því áhorfendur spurt hann spurninga sem hann myndi svarar á tónleikunum. Þetta fyrirkomulag og nálægð við áheyrendur sýnir okkur enn og aftur hve Bowie var orðinn tilbúin að taka tæknina í sína þjónustu. Og það þrátt fyrir að hann hafi talið þessa sömu tækniþróun mannkyninu til bölvunar í textum sínum á árum áður.

Sá mannskapur sem að baki Bowie stóð við upptökur plötunnar Reality hafði svo til allur unnið með Bowie áður. Fyrstan og fremstan meðal jafningja þeirra skal nefna Tony Visconti en samstarf þeirra hófst á nýjan leik á plötunni sem kom á undan þessari það er Herthern, þá var einnig í hópnum gítarleikarann Earl Slick sem fyrst hafði spilað á Young America og síðan á Station to Station auk þess sem hann hafði einnig bjargað málum sem gítarleikari Serious moonlight tónleikaferðarinnar árið 1983, Píanóleikarinn Make Garson var innanbúðar Reality klíkunnar sem og Gail Ann en hún hafði undanfarið sungið með Bowie auk þess að meðhöndla bassann en varð nú við upptökur þessarar plötu að ljá Mark Pati bassann en Bowie þáði aðstoð hennar við röddun, tommurnar lamdi Sterling Campel í nokkrum laganna, þá má og nefna Gerry Leonard á gítar sem verið hafði Bowie innan handar á síðustu plötu. Auk áðurnefndra má sjá gömul nöfn í flutningi einstakra lag. Platan Reality kom út í takmörkuðu upplagi sem tvöföld plata og hafði aukaplatan að geyma þrjú lög. Í fyrsta lagi þeirrar plötu má heyra gamla gítartakta Carlos Alomar í laginu Fly. Þessi aukaplata hefur og að geyma lagið Rebel Rebel sem fyrst hafði komið út á meistaraverkinu Diamond Dogs en er hér í nýrri hljóðritun og má rekja tilurð þessarar útgáfu til óútgefnu plötunnar Toy sem við minntumst aðeins á í síðasta hluta.

Innihald plötunnar Reality eða raunveruleikinn er heiti sínu samkvæmt. Bowie heldur sig við nútímann og mannlegu gildin, Og minna virðist um fríkuð fyrirbæri frá öðrum heimum. Höfundurinn telur hinsvegar að okkur sé það svo mikil nauðsyn að gera okkur grein fyrir raunveruleikanum. Að í raun sé það alger forsemda fyrir áframhaldandi lífi á vorri jörð. Andlegur þroski sé mannskepnunni ekki síður mikilvægur en vatnið eins og heyra má í myndlíkingu lagsins Looking for water. Í öðrum texta plötunnar lætur hann álit sitt í ljós á meistara litanna en Paplo Picasso er eitt viðfangsefna plötunnar en nokkuð augljóst er að Bowie metur þennan snilling pensilsins mikils og gefur New York búum reyndar plús fyrir þá virðingu sem nafn málarans hefur alla jafnan notið í þeirri borg. Tónlistin á Reality er mun hófstilltari en á undangengnum skífum án þess þó að tónlistin verði nokkru sinni formúlukennd og fannst sumum gagnrýnendum hún full hæg á köflum en með því vildi höfundurinn undirstrika mikilvægi skilaboðanna og tryggja að þau kæmust alla leið og betra væri að raunveruleikin rynni upp fyrir mönnum hægt og bítandi.

Bowie virðist hafa að einhverju leiti tekist það ætlunarverk sitt því platan settist í efstu sæti sölulista víða um heim, allt frá heimaborg sinni til Rússlands. En grjótharðir aðdáendur skiptust í tvær fylkingar varðandi afstöðu sína til plötunnar.

Bowie_New_Killer_StarNú bar svo við að aðeins voru gefnar út tvær smáskífur sem tengdust plötunni. Um líkt leiti og platan sjálf kom út kom opnunarlagið New Killer Star á dvd smáskífu. Lagið virtist ná til fótfestu´víða í margvíslegum skilningi þess orðs, m.a. hollenskra pilta sem nefndu hljómsveitina sína eftir laginu New Killer Strars.
Eins og oft vill verða með tónlist og texta Bowie greinir mönnum á um merkingu textans. Sú skilgreining að í þessu lagi væri Bowie verið að fjalla um árásina á tvíburaturnana í New York sem kenndur er við 9/11. Þrátt fyrir að ekkert í myndskeiðinu á DVD útgáfunni gæfi slíkt til kynna. Það sem vakti einnig athygli við lagið var gítarleikur Gerry Leonard sem notast við EBow er hann endurtekur sömu gítarlykkjuna gegnum allt lagið.
Fylgilag á smáskífunni var lag sem ekki var að finna á Reality,  Love Missile F1-11.  Þar er á ferð helsti smellur bresku sveitarinnar Sigue Sigue Sputnik sem út kom í mars 1986 og var fyrsta smáskífa af frumburði sveitarinnar; Flaunt It. Lagið varð einnig stærsti smellur þeirra og náði 3. sæti á Breska smáskífulistanum. Í viðtali sögðu þeir piltar síðar að það hefði verið þeim enn stærri heiður að Bowie tæki lagið en 3. sæti þess á Breska listanum.

Bowie_Never_Get_OldÖnnur smáskífa er tengdist Reality kom svo út í  febrúar 2004; Rebel Never Gets Old en aðeins í Japan. Reyndar var kynningareintök gerð fyrir Evrópumarkað og á þá smáskífuútgáfu var einnig stungið inn lagiðn Waterloo Sunset eftir Ray Davis sem The Kings gaf út á smáskífu fyrst 1967, Ástæða þess að á þetta er minnst hér er að nokkur fjöldi smáskífuplatna Bowie hefur að geyma lög eða útgáfu laga sem ekki er að finna annarsstaðar.

Ótrúlega margt á Reality minnir á gamla tíma tónlistarlega séð. Kannski eru það sér í lagi laglínurnar og útsetningarnar sem ósjálfrátt vekja upp samlíkingu við liðna daga. Eins og einn af gagnrýnenda Record Collector tímaritsins sagði. Bowie heldur hér sínu striki hvað laglínurnar varðar.  Þar sem hljómagangurinn virðist aldrei fá að springa út í viðlaginu eins og almennt er í öllum meðal popplögum (intró, svo eitt til tvö erindi og þá grípandi viðlag sem húkkar hlustandann á krókinn), Hjá Bowie er byrjað á laglínunni í viðlaginu og svo bíður maður þess að viðlagið springi út í grípandi grípi mann. Það gerist bara einhvernvegin ekki alveg, skrefið er aldrei stígið til fulls, það er aldrei gengið alla leið og þegar laginu er lokið er maður enn að bíða spenntur eftir þessari sprengju viðlagsins sem var alveg að koma, alveg að koma.
Kannski er þarna að hluta komin skýring á því hvers vegna er svo erfitt að flokka tónlist Bowie undir þá formúlu sem popplög almennt hafa. Þetta hefur að hluta skapað Bowie þá sérstöðu sem hann óneitanlega hefur.

ARealityÍ kjölfar plötunnar var lagt í tónleikaferð um heim allan, sem aldrei fyrr. Tónleikaröðin sem hófst með einskonar upphitunartónleikum í New York 19. ágúst 2003. En var formlega settur með tónleikum 7. október 2003 í Kaupmannahöfn. í kjölfarið var túrað um Evrópu, Norður Ameríku, Asíu með innskoti í tónleika í Nýja Sjálandi og Ástralíu  en þar hafði Bowie ekki spilað frá því Glass Spider tónleikaröðinni var haldið úti.
Áætlað var að spila í 24 löndum á tíu mánuðum. En ferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig.   Í upphafi Norður-Ameríku hluta ferðarinnar varð að fresta einum fimm tónleikum vegna veikinda á meðlimum sveitarinnar sem með Bowie var. Mun alvarlegra þótti þegar einn af starfsmönnum tónleikanna er annaðist ljósabúnað, lést eftir 15 metra fall skömmu áður en Bowie steig á svið í James L. King Center í Maiami á Flodida. en atburðurinn átti sér stað 6. maí 2004. En áföllunum var ekki lokið. Því á tónleikunum í Scheeßel, í Þýskalandi varð Bowie var við veikindi og kom í ljós að um bráðastíflu í slagæð var að ræða og gekkst hann í skyndi undir aðgerð vegna þess. Frekara tónleikahaldi var þá frestað en einir 15 tónleikar var aflýst vegna þessara veikinda. Raunveruleikinn hafði gengið yfir þessa tónleikaferð í öllum sínum mætti.

Eftir útkomu plötunnar og snögglegan enda tónleikaferðarinnar tók þögnin við og næstu árin urðu Bowie aðdáendur að láta sér nægja að kaupa gamla plötutitla sem nú komu út í ýmsum hátíðar og afmælisútgáfum með aukaplötum eða lögum sem ekki höfðu komið út á plötunum upphaflega. Þó máttu margir vel við una því margar voru þessar útgáfur vel unnar og kærkomnar í safn aðdáenda. Víða á spjallsvæðum sem fjölluðu um kappann mátti þó greina örvæntingu að það væri ótækt að einhver stærsti listamaður tónlistarsögunnar ætlaði að skilja við ferilinn með lokalag Reality plötunnar; Bring Me The Disco King sem sinn svanasöng. Svo sárnaði mönnum að þeir töluðu Reality plötuna í heild jafnvel niður, sögðu verkið hefði engu bætt við frábæran feril og Bowie hefði jafnvel bara betur sleppt því að færa þeim þessa plötu ef hún ætti að vera lokasöngur ferilsins, hún væri sá ekki punkturinn yfir hið stóra I sem þeir hefðu óskað sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband