2.2.2011 | 22:59
David Bowie 35. kafli
Hours
Hours, 23 breiðskífa Bowie á ferlinum var hljóðrituð í Seaview hljóðverinu á Bermuda eyjum sumarið 1999, en tæknileg hljóðvinnsla og lokafrágangur plötunnar fór síðar fram í New York. Með Bowie á þessari skífu voru sem áður gítarleikarinn Reeves Gabrels sem ásamt Bowie er skrifaður fyrir flestum lögum hennar. Þá voru og mættur bassaleikarinn Mark Pati sem einnig lék á kassagítara og trommarinn Mike Levesque, ásamt einstökum hljóðfæraleikurum sem fengnir voru í upptökur nokkurra laga.
En áður en hann fór í þær upptökur hafi Bowie komið að vinnslu tölvuleiksins Omikron - The Nomad Soul sem gefin var út þetta sama ár. Hlutverk Bowie hafði m.a. verið að semja tónlist fyrir leikinn. Þegar þeirri vinnu var lokið var talsverður afgangur af tónlist sem ekki hafði verið notaður og hluta þess efnis vann Bowie á ný frá grunni fyrir plötuna Hours. Það má því segja að efnið tengist tölvum nokkuð með þessum hætti. En Bowie var heillaður af tölvunni og þeim möguleikum sem netið hefur að geyma. Þegar platan svo birtist í verslunum 4. október 1999 var hún ekki alveg ný af nálinni þann daginn. Þar sem aðdáendum hafði verið boðið upp á að fá öll lög plötunnar af netinu nokkru áður. Með þeim gjörningi er talið að Hours sé fyrsta platan sem þannig var boðin án endurgjalds með vitund og vilja listamannsins sjálfs og útgefenda. Þessi tilhögun þótti vel við hæfi þar sem Bowie hafði undanfarin misseri heillast svo að þessum miðli og möguleikum þess eins og áður hefur komið fram. Virgin útgáfan er sá um útgáfu og almennu dreifingu plötunnar var verkefninu hlynnt en Bowie hafði undirritaða útgáfusamning við það fyrirtæki í ágúst mánuði sama ár. En Þetta var síðasta platan sem Bowie vann undir merki þessa útgáfumerkis sem er í eigu EMI útgáfunnar
Platan Hours hlaut feyki góða dóma og var í flest öllum skrifum borin saman við það best sem úr smiðju kappans hafði komið. Sér í lagi var horft til Berlínartímabilsins og Hunky Dory plötunnar í því sambandi. Efnistaka Bowie á þessari plötu var sú kreppa sem höfundurinn taldi að kynslóð sín ætti í. Það frjálsræði sem hún fyrst kynslóða hafði öðlast og í árdaga sínum átti að færa æskunni hamingju, velsæld og aukin tækifæri en hafði snúist upp í andhverfu sína, þar sem þátttakendurnir höfðu verið of uppteknir við að njóta þessa frelsis og því gleymt að byggja sér framtíð sem innihéldi andlega sem og efnislega hagsæl til lengri tíma litið. Nú var komið að skuldadögunum í óeiginlegri merkingu.
Gagnrýnendur sem og aðdáendur voru snöggir að skrifa þessar pælingar sem komu sterkt fram í einstaka textum plötunnar á ævi kappans sjálfs og sögðu hana einhverja skýrustu lífsjátningu Bowie á 30 ára ferli hans. Það var kannski ekki nema von að gagnrýnendur skoðuðu plötuna út frá þessum forsemdum þar sem hann hafði áður farið þær leiðir í textasköpun sinni. Sjálfur vildi Bowie þó ekki gangast við þessu. Aðspurður hve persónuleg þessi plata væri sem að stórum hluta fjallaði um rangar ákvarðanir og glötuð tækifæri var svarið:
Bowie: Á þessari plötu er ég að reyna að vinna úr hugmyndum að lögum fyrir og um mína kynslóð. Því var það mér nauðsynlegt að sökkva mér niður í sálfræðilegt og eða andlegt ástand sem er minna en hamingjusamt með lífið. Sem í mínu tilfelli er ekki þannig. Ég varð því að búa þetta ástand til í huganum. Þarna er mikið um menn sem ýmist finna eða tapa ástinni og verða fyrir vonbrigðum og allt það. Ég aftur á móti er ekki að lifa þetta sjálfur. En engu að síður var það góð æfing að vinna úr því sem ég skynja, jafnvel frá vinum mínum og kunningjum, þessu hálf-lifandi lífi þeirra. Það er mjög dapurt að þú getur í raun ekkert gert við því að þeir lifi andlega ófullnægðir, - vonsviknir og allt það. En svona er þetta bara.
Sem undanfari plötunnar var valið fyrsta lag hennar Thusdays Child sem kom út á smáskífu í september 1999. Þar ljáir Holly Palmer, Bowie rödd sína í millikafla lagsins sem eykur gæði þess til muna. Þetta lag má telja dæmigert hvað efnisinnihald texta plötunnar varðar. Tónlistin var hófstillt og meira bar á acostic útsetningum á þessari plötu en oft áður. Enda hafði það aukist talsvert að Bowie kæmi einn fram með kassagítarinn og léki lög sín, hvort heldur ný eða eldri verk. Þó eru útsetningar laganna ekki alveg jafn einfaldar og þær virðast í fyrstu. Á Bresku útgáfu dvergaskífunnar fylgdi myndband lagsins á diskinum sem CD-Rom, sem og öðrum smáskífum plötunnar er síðar komu út. Eins og svo oft voru mismunandi smáskífur gefnar út á mismunandi markaðssvæðum og svo var með næstu smáskífu sem tengdist plötunni sem var The Pretty Things Are Going To Hell sem gefin var út í Japan í október 1999.
Óþarfi er að fara mörgum orðum um innihald textans því titillinn segir allt sem segja þarf. Tvær smáskífur til viðbótar voru síðar gefnar út í kjölfar plötunnar Hours. Á þeirri fyrri sem leit lífdaga í janúar 2000 var Survive sem margir gagnrýnendur sögðu að yrði tvímælalaust klassískur Bowie standart er fram liðu tímar og væri eitt þeirra laga sem jafnan yrði valið á safnplötur er geyma ættu betur lög hans á ferlinum.
Að lokum kom svo lagið Seven út á smáskífu í júlí sama ár. Allar báru þessar skífur mixútgáfu laganna og aukalög sem jafnvel var ekki að finna á plötunni sjálfri eins og algengast er með smáskífur.
Áður en við yfirgefum þessa plötu er ekki úr vegi að minnast lítillega á hönnun umslagsins er geymdi gripinn. En myndin framan á plötunni vakti talsverða athygli Frumútgáfan bar einskonar þrívíddarumslag þar sem myndin tók breytingum eftir því hvernig henni var hallað til og frá.. Annað var líka og og átti það vafalaust sinn þátt í því að efnið var heimfært á ævi Bowie. Myndskreytingin virkaði í fljótu bragði allt að því kaldhæðnisleg þar sem ungur Bowie sem líkist engli fljótt á litið hlúir að öldnum Bowie sem allt eins gæti virðist látinn. Þessi myndgjörningur hefur síðan verið túlkuð sem skilaboð þess að tími sögupersóna sem settu mark sitt á feril meistarans á áttunda áratugnum sé endanlega liðinn og andleysi tíunda áratugsins sé einnig að baki. Nýtt umhverfi sé tekið við. Þó er víða á Hours hægt að finna samnefnara í fyrri verk höfundar eins og áður hefur verið minnst á.
Margir hafa viljað meina að hönnun umslagsins hafi verið í höndum Bowie sjálfs en svo var þó ekki. Hönnuðurinn Martin Richardson (þekktur sem Rex Ray) kynntist Bowie í gegnum Fine Art Circuit í London. Aðspurður hvort Bowie hafi verið með í ráðum við hönnun umslagsins segir hann
Martin Richardson:Bowie tók fullan þátt í þessu verkefni allan tíman. Við funduðum fyrst í New York meðan á upptökum plötunnar stóð. Eftir að þeim loknum var ég boðaður í myndatökur. Þegar Tim Bret Day hafði lokið við að taka myndir af Bowie, fengum við að mynda Bowie í 20 mínútur með sérstakri upptökuvél sem venjulega er notuð til að ná heildarmynd að viðfangsefninu.
Þessi taka var síðan notuð við uppbyggingu 3D effektana í umslaginu sem gefin var út á frumútgáfu plötunnar.
Aðspurður segist Martin að alls hafi um 15 manns komið að því verki er snéri að gerð umslagsins með einum eða öðrum hætti.
Bowie sem iðulega hafði rétt félögum sínum innan tónlistargeirans hjálparhönd ljáði rödd sína á smáskífu Placibo í laginu Without You Im Nothing sem hlaut góða dóma gagnrýnenda og almenningur greip lagið líka og mátti sjá sönginn skríða upp vinsældalistana víða um heim næstu vikurnar eftir að skífan kom út.
Bowie stefnir líkt og aðrir jarðarbúar að nýrri öld og um mitt ár 1999 var ljóst að þessi rúmlega fimmtugi listamaður var langt frá því að vera af baki dottinn. Því þann 15. ágúst árið 2000 var honum alin dóttir er skýrð var Alexandria Sahara. Í kjölfar þess dró Bowie sig lítillega úr sviðsljósinu næstu mánuði. Áætlun hans að heilsa nýrri öld með hljómleikum í Ástralíu vakti undrun en aðdáendur glottu þegar sú uppgötvun var ljós að með þessari tímasetningu tónleikana yrði fært til bókunar á spjöld tónlistarsögunar sú óvíkjandi staðreynd að alla næstu öld yrði þessara tónleikana getið sem fyrstu rokkhljómleika aldarinnar, því næsta víst að enn einu sinni hafði Bowie fundið leið til að vekja athygli umheimsins án mikils tilstands.
Eftir fæðingu dóttur sinnar snéri Bowie sér að því í ríkara mæli að sinna fjölskyldu sinni eins og áður segir. Decca sem enn á útgáfurétt laganna frá fyrstu árum ferilsins hélt uppteknum hætti og mokaði út titlum með meistaranum þar sem þeim tæplega fjörtíu lögum sem útgáfan hafði yfir að ráða var ruglað til og frá og skellti og 10 til 14 lögum á hvern titilinn eftir annan. Þrátt fyrir að Bowie væri nú kominn í uppeldishlutverkið gaf sér tíma til að koma fram á einstaka tónleikum þó ekki væri um skipulagðar tónleikaferðir að ræða. Eintök af tvöfaldri instrumental plötu sem Bowie hafði gert og gefið vinum og velunnurum í jólagjöf 1993 var orðin eftirsóttur safngripur meðal aðdáenda. Útgefendum fannst það því ágætur leikur að endurvinna plötuna og fækka lögunum í einfalda CD plötu og gefa hana út fyrir almennan markað. Hún fékk þó að halda sýnu upprunalega nafni All Saints þegar hún var svo gefin út árið 2001.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.