David Bowie 34. hluti

Earthling

87745Bowie fagnaði 50 ára afmæli sínu á áttunda degi janúarmánaðar 1997, með einstökum hljómleikum í Madison Square Garden í New York þar sem auk fjölda listamanna voru mættir um 17.000 gestir til að fagna þessum tímamótum með meistaranum. Sama mánuð fékk almenningur smjörþefinn af næstu plötu með smáskífunni Little Wonder, sem reyndist einn helsti smellur næstu breiðskífu. 

Earthling var heiti skífunnar og harðir aðdáendur gátu keypt hana strax á útgáfudegi 4. febrúar. Með Bowie  á þessari plötu er sami mannskapur og verið hafði honum til aðstoðar í Outside hljómleikatúrnum. Titillinn einn og sér segir mikið til um efnistökuna. Ziggy Stardust er endanlega horfinn til sinna heima og jarðarbúinn verður að annast sig sjálfur. Örlög mannsins er vel þekkt.

Bowie er á þessari plötu staddur í nútímanum því tónlistarlega sýnir  Earthling eletróniska takta sem unnir eru undir áhrifum af þeim Industrial kúltúrs sem var ráðandi upp úr 1990.  En Industrial er einskonar iðnaðardeild tilraunatónlistarinnar sem margar af fremstu sveitum þessara ára voru þekktar fyrir. Svo sem Prodigy og fleiri slíka höfðu verið að fást við, með kryddi frá Seattle rokksveitum eins og Nervana og Pearl Jam.

Dead Man WalkingSvo er vel hægt að einfalda þetta, segja hana unna undir áhrifum  drum & bass, en um leið að hluta samblanda þeirrar áleitnu tónlistar sem Bowie var að skapa á áttunda áratugnum og þeirrar sem átti upp á pallborð sem áreitin jungle-tónlist undir lok tíunda áratugsins. Það er nefnilega ekki alltaf auðvelt að setja plötur Bowie á einhvern einn bás. Hann hefur einstakt lag á að taka stefnur og strauma, steypa þeim í pott sinn og hræra í, svo útkoman verður gjarna hálfruglingsleg þegar að flokkun hennar kemur. Það er því stundum auðveldara að fjalla um efnistökin, þau eru oft auðveldari viðfangs.

Eins og áður segir eru örlög mannsins vel kunn, Earthling er þó bjartsýnisplata, bjartsýnisplata um dauðann. "Dómsdagurinn getur farið til helvítis, Ég er ekki syndari. Þetta er bara regnið á undan storminum því dauðleikinn er ómfríanlegur. Mannskepnan hugar hvorki að upphafi sínu né endalokum" er meining Bowie á Earthling.

Platan var af mörgum talin eðlilegt framhald plötunnar Outside Án þess að bein tengsl séu þar á milli endileg. Tónlistarlega heldur nýsköpunin áfram. En lögin hér eru ekki tengd eins nánum böndum hvert við annað og á fyrri plötunni. 

Textalega má þó finna samtengingu, því þar halda örlög mannskepnunnar áfram. Jarðarbúinn sem áður lifði aðeins fyrir líðandi stund leitar nú í örvæntingu sinni að öllu því sem fyllt getur líf hans hamingju, hversu skammvinn sem hún kann að vera. Eiturlyfin eru þar með aftur komin til sögunnar og sem fyrr eru þau leiðin til glötunar.

Í beinu framhaldi af útgáfu plötunnar var hljómleikaferð haldið úti og flækst víða um Evrópu þar sem bæði nýir eða gamlir aðdáendur tóku honum fagnandi. Til aðstoðar í túrnum voru Reeves Gabrels og síðar Carlos Alomar á gítar Mike Garson á píanó og Zachary Alford á trommur og önnur ásláttarhljóðfæri. Við höfum aðeins áður minnst á bassaleikarann sem nú var gengin til liðs við Bowie, þeldökku þokkagyðjuna  Gail Ann Dorsey, og fanta bassaplokkari sem að auki söng bakraddir. Hún var nú farin að fá verulega athygli fjölmiðla. Aðspurð hvernig þetta samstarf hafi komið til svarar hún

Gail AnnGail Ann Dorsey:  Bowie einfaldlega hringdi í mig, þetta er svolítið klikkuð saga. Hann hreinlega hringdi einn daginn. Ég hafði engan fyrirvara eða neitt. Hann spurði hvort ég væri til í að verða hluti af Outside bandinu á tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir. Ásamt hljómsveitinni Nine Inch Nails sem hitaði upp.
Það tók mig langan tíma einfaldlega þora að spyrja hann hvers vegna hann hafi valið mig.
Svarið var allt annað en ég hafði haldið og kom mér á óvart. Hann hafði séð mig í breska sjónvarpinu fyrir mörgum árum. Þegar ég var að kynna fyrstu sólóplötuna mína. Líklega 1988. Þá kom ég í fram í einhverri þáttaröð hjá BBC. Bowie sagðist hafa séð þetta þegar hann var á hótelherbergi í London og var eitthvað að flakka á milli sjónvarpsstöðva. Honum fannst áhugavert að kvennmaður væri bassaleikari og að gefa út plötu og gæti sungið. Hann ákvað þá að einhvern daginn myndi hann vilja vinna með mér þegar rétt tækifæri kæmi upp og það fannst honum þarna.

Ferðin sem þótti takast með ágætum lauk fyrri hluta nóvember í Suður-Ameríku, eða nánar tiltekið í Buenos Aires þann 7. nóvember. Það hlýtur að hafa lyft brúnum margra þegar Bowie var svo tilnefndur þetta árið  til Grammy verðlauna sem besti jaðartónlistarmaðurinn („best altemative album") og þá var hann einnig tilnefndur sem besti rokk-karlsöngvari fyrir lagið Dead Man Walking. velheppnuð tónlistarmyndbönd sem tengdust plötunni spruttu fram. Listamaðurinn og leikstjórinn Floria Sigismond stjórnaðu upptökum á stuttmyndum við lögin Little Wonder og einnig Dead Man Walking, Meðan félagar að nafni Dom og Nic leikstýrðu myndbroti við I'm Afraid of Americans sem síðar var tilnefnt til MTV vídeó tónlistarverðlaunanna. Og loks var einnig unnið myndskeið við lagið Seven Years og Tibet sem var skotið af tónleikum.

Þó svo ekki kæmi ný sólóplata frá Bowie á árinu 1998 var langt frá því að karl sæti auðum höndum. Því á milli tónleikaferðalaga lék hann smáhlutverk í nokkrum kvikmyndum og má þar benda á ítalskan vestra Mio West II auk myndana Everybody Love Sunchine og Exhuming Mr. Rich. þá gaf hann eftir nokkur laga sinna til kvikmynda eins og The Wedding Singer, Grosse Pointe Blank og Great Expectations. Þessu öllu til viðbótar mætti hann prúðbúinn á nokkrum góðgerðartónleikum. Sama ár stóð Bowie, fyrstur tónlistarmanna, að opnun eigin netsmiðils. Bowie-Net. Þar sem hann eyddi reglulega dágóðum tíma í að spjalla við aðdáendur sína, þeim til mikillar gleði. Bowie var einn fyrstur listamanna á sínu sviði til að nýta sér þennan miðil til listsköpunar. Þar sem hann setti upp málverkasýningu og sölu listaverka sinna, veitti áskrifendum möguleika á að kaupa ýmsar óútgefnar lagaupptökur svo fátt eitt sé nefnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband