29.1.2011 | 23:54
David Bowie 31. hluti
Black Tie White Noies
Gifting Bowie og súperfyrirsætunnar Iman frá Sómalíu virðist hafa opnað flóðgáttir hugmynda og kveikt ljós sköpunar laga og texta svo úr varð fyrsta sólóplata Bowieí rúm fimm ár. Platan hlaut titilinn Black Tie White Noies og fékk hillupláss verslana í apríl 1993.
Fyrsta stuttskífan sem út kom, tengd henni var Jump They Say og færði hún Bowie hans fyrsta lag á vinsældarlista frá því að Absolute Beginners hafði setið þar. Texti lagsins á rætur að rekja til bróður Bowie, Terry, sem stytt hafði sér aldur um miðjan níunda áratuginn. Ekki voru allir jafn hressir með sönginn og fannst sem Bowie tæki niður með slíkri umfjöllun um dapurleg örlög bróður síns í þeim tilgangi einum að komast á vinsældarlista. Þó aðrir bentu á að full þörf væri á því að fá fólk til umhugsunar um örlög geðsjúkra því að megininnihald textans er ádeila á þá forræðishyggju sem viðhöfð er í málefnum þessara sjúklinga og bendir Bowie á hve oft þeir séu settir í þá aðstöðu að þeir fái engu ráðið um eign örlög þar sem öll rökrétt hugsun einstaklingsins til handa sjálfum sér sé fyrir borð borin.
Með heiti plötunnar Black Tie White Noies er þýða mætti sem svart bindi hvítur hávaði vill Bowie benda á að tónlist nútímans er sótt að svo til öllu leiti til svarta kynstofnsins og hann sjálfur sé engin undantekning og þeir hafi frá æsku hans haft meiri áhrif á hann en aðrir, menn eins og Little Richard hafi gefið honum löngunina til að verða tónlistarmaður. Grunnhugmyndin að titli plötunnar eru þó andstæðurnar sem í huga Bowie ættu að geta unað sér saman taki þær aðeins tillit til hvor annarrar og viðurkenni tilvist, þarfir og skoðanir hins. Enda fá andstæðurnar að njóta sín vel í lögum plötunnar. Sumir hafa bent á að heiti plötunnar sé framlag Bowie til eyðingu kynþáttafordóma.
Platan Black Tie White Noies markar tímamót og er sögð upphaf þess að Bowie nálgast nútímarokktónlist á ný eftir að hafa leikið sér að dansvænni tónlist og slöku poppi sem plöturnar á undan hafi að geyma. Á Black Tie White Noies gætir sterkra djassáhrifa þar sem spunanum er leyft að lifa í bland við poppað rokk.
Titillagið er án efa eitt af sterkari lögum plötunnar. Tilurð þess eru átökin sem brutust út í Los Angeles í kjölfar hrottalegrar aðferðar tveggja lögreglumanna við handtöku Rodney Glen King í byrjun marsmánaðar 1991 og var mikið fjallað um í heimspressunni, en Bowie og kona hans voru einmitt stödd í borginni þegar þau ósköpin áttu sér stað.
David Bowie:
Mér finnst dægurtónlistin ekki skapa nein ný gildi heldur endurspeglar hún ríkjandi gildi hverju sinni. Í mannréttindabaráttunni á sjöunda áratugnum hélt fólk fyrst að árangur mundi nást en því varð ljóst smá saman að hvíta millistéttin mundi aðeins samþykkja jafnrétti svertingja ef þeir yrðu hvítir. Það fór illa í baráttufólkið og nú er svo komið að svart fólk og Suður-Amerískt er ekki lengur kúgað, það er látið eins og það sé ekki til.
Við getum og eigum að vera jákvæð, þá þokumst við í átt til jafnréttis, en ég held að það taki langan tíma, vegna þess að það eru svo mörg öfl sem vinna gegn því. Eina leiðin til að sigrast á þeim er að vita af þeim og við verðum að vera heiðarleg við okkur sjálf.
Vestræn þjóðfélög kæra sig ekki um samruna kynþáttana, við verðum að viðurkenna það og muninn sem er á fólki og megum ekki ætlast til að allir séu hvítir og eins. Þá eigum við betri möguleika á því að skapa góða heil....
Með Bowie á þessari plötu getur að heyra eitt af stærri nöfnum nútíma djazztónlistar, en þar er á ferð Lester Bowie sem sér um saxófónblástur. Þá kallaði Bowie líka til fyrrum vin og spilafélaga Mick Ronson, sem ekki hafði spilað með honum frá því Pin Ups var sett í glugga verslana árið 1973. Ronson hafði þá þegar hann mætti í hljóðverið greinst með lifrakrabbamein er að lokum lagði líf hans til hinstu hvílu 29. apríl 1993, aðeins 14 dögum eftir útkomu plötunnar.
Einn er sá maður ónefndur sem kom að plötunni Black Tie White Noies. Það er Al B Sure, kunnur soul söngvari sem gefur titillaginu slíkan lit að melódía lagsins stendur uppi sem ein sú sterkasta á plötunni. Bowie notar skemmtilega aðferð við útsetningar á þessari plötu. Undirleikarar fengu sendar nótur laganna og grunna þeirra. Þeir léku síðan hver með sínum stíl inn á plötuna án samæfingar og útkoman er ruglingslegur bræðingur þar sem hver spilari fyrir sig leikur sína útgáfu lagsins og Bowie syngur síðan ofan í allt saman.
Eins og áður segir lést Mick Ronson skömmu eftir að hafa leikið inn á plötuna Black Tie White Noies en áður náði Bowie að þakka honum fyrir sig með því að syngja hinn kunna smell Like A Rolling Stone inn á væntanlega plötu Ronsons er síðar hlaut titilinn Heaven And Hull auk þess sem hann gaf samþykki fyrir að þar yrði sett inn hljómleikaútgáfa lagsins All The Young Dudes.
Á árinu 1993 birti breska sjónvarpsstöðin BBC frétt þess efnis að sala á plötum Bowieá CD formati hefði náð 72. milljóna eintaka marki á heimsvísu. En þó EMI hafi 1983 og 1984 gefið plötur hans út var það í litlum mæli og þær teknar af markaði vegna samningsmála eins og áður hefur verið minnst á þí þessum pistlum. Það var því ekki fyrr en um 1990 sem eldri plötur hans fóru að koma´markvisst út á CD formaati fyrir dreifingu á heimsvísu. Ekki var vitað með vissu hvað mörg eintök hann hafi selt að plötum sínum á ferlinum en ætla menn þá tölu að sú tala væri á bilinu 111 til 113 milljónir eintaka. Samkvæmt fréttatilkynningu var vitað að hann seldi fleiri plötur á níunda áratugnum en þeim áttunda og á tíunda áratugnum fleiri eintök en á þeim níunda. Mestu skiptir þar að eldri plötur hans voru endurútgefnar á geislaplötum á tíunda áratugnum eins og áður segir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.