David Bowie 23. hluti

Peter And Wolf / Stage 

paw StageÁhugi Bowie var nú í ríkara mæli farinn að beinast aftur út fyrir mörk rokktónlistar og átti það sinn þátt í því að engin ný hljóðversplata kom út á árinu 1978. Hinsvegar tók Bowie að sér hlutverk sögumanns í hljóðritun Sinfóníuhljómsveitar Philadelphiu á verkinu um Pétur og Úlfinn sem út kom í maí það ár. Ástæða þess að Bowie tók sér þetta verk fyrir hendur mun hafa verið vegna fádæma dálætis sonar hans á sögunni góðu. Þessi upplestur þykir fantagóður og vel gerður af hans hálfu. Breskur hreimur hans og skýr rödd skilar verkinu vel. Enda hefur þessi plata verið endurútgefin nokkuð reglulega þó ekki farin hún hátt hefur engu að síður verið nokkuð jöfn og stöðug sala á plötunni í gegnum árin. 

bowie_gigoloSama ár lék Bowie í annarri kvikmynd sinni Just A Gigalo þar sem hann reyndi ásamt Mareline Detric að bjarga fyrirfram vonlausu framtaki. Þau þykja þó bæði skila verkum sínum nokkuð vel og halda myndinni uppi að mestu. 
Í apríl hélt Bowie enn og aftur í hljómleikaferð sem sló hinar fyrri út í umfangi undir yfirskriftinni Isolar II. Meðal þeirra sem voru með í þeirri för voru gítarleikararnir Carlos Alomar og Adrian Belewe, trommarinn Dennis Davies. afrakstur þessarar ferðar gat svo að heyra á tvöföldu albúmi er nefndist Stage og kom út í október 1978. Lögin voru flest af plötum síðustu ára, en hljómleikaupptökurnar þóttu lítt frábrugðnar þeim upprunalegu og því eðlilegt að platan fengi nokkuð jákvæða dóma og gagnrýni yfirleitt, sem slík og er enn í dag talin meðal bestu tónleikaplatna Bowie á ferlinum. En ferðalaginu lauk þann 12. desember 1978 með tónleikum í Tokíó í Japan. En hann hafði þá þegar hafið vinnu við gerð næstu plötu og þeirrar síðustu sem hann vann með Brian Eno að sinn. En Það sem vakti einnig athygli þeirra sem fylgst höfðu með okkar manni var að dvölin í Berlín hafði haft góð áhrif á Bowie og hann virtist mund styrkari og í mun betra andlegu jafnvægi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband