David Bowie 18. hluti

 The Man Who Fell To Earth

The-Man-Who-Fell-To-Earth-[DVD]-[1976]Í júní 1975 hófust tökur kvikmyndar Nicholas Roeg, The Man Who Fell To Earth eða Maðurinn sem féll til jarðar, en þar fór Bowie með aðalhlutverkið. Myndin sem byggð er á samnefndri skáldsögu frá 1936 eftir Walter Tevis þykir í meira lagi sýruleg.

Í stuttu máli, fjallar myndin um veru frá annarri plánetu, sem send er til jarðarinnar þeirra erinda að komast yfir aðferðir til að framleiða vatn. Á jarðarbrölti sínu kemst veran, sem leikinn er af David Bowie, í hendur illkvittinna manna, kynnist Bakkusi og er í framhaldi af því dæmd til jarðvistar um aldur og ævi.

Sagan segir að upphaflega hafi Bowie vænst þess að fá að semja tónlist við verkið The Man Who Fell To Earth en af því var þó ekki. Engu að síður hefur Bowie verið búinn að semja talsvert af lögum er tengdist efni myndarinnar sem hann síðar nýtti á sína næstu  plötu Station to Station og jafnvel einni á Low. Þessum fullyrðingum til stuðnings skal bent á að báðar plöturnar bera mynd af Bowie á umslaginu þar sem hann er í hlutverki Jerome Newton en sá var sögupersóna myndarinnar um manninn sem féll til jarðar. Lagið Station To Station byrjar til dæmis á því að járnbrautarlest nálgast, en í byrjunaratriði myndarinnar gengur Bowie einmitt framhjá gamalli járnbrautarlest, sem síðar bregður oft fyrir seinna í myndinni. Lagið TVC15 hefur augljós sambönd við öll sjónvörpin sem Bowie hafði í hringum sig í myndinni og í laginu Wild Is The Wind syngur Bowie um Stranger in a strange land eða aðkomumaður í ókunnu landi. Fleiri tengsl má finna í lögum þessara platna Bowie við áðurnefnda mynd sem undirstrikar að efni myndarinnar hefur orðið honum brunnur til laga og textagerðar, en þessi upptalning látin duga að sinni.

tmwfteÞví má svo bæta við að síðar hefur komið fram í viðtölum við tengda aðila að Bowie hafi talið umboðsskrifstofu sína Main Man hafa klúðrað því að hann fékk ekki samning um tónlistarflutning myndarinnar.

Hluti myndarinnar um manninn sem féll til jarðar var tekin upp í Mexico. Eftir að tökum lauk dvaldi Bowie þar um tíma. þar sem hann reyndi að ná sönsum en sálarástand félagans var ekki burðugt þessa haustmánuði ársins 1976 og ekki bætti sívaxandi eiturlyfjaneysla úr skák, langvarandi ósamkomulag við Main Man útgáfufyrirtækið tók á taugarnar, ástarmálin voru í lausu lofti en þyngst vó sjúkleg hræðsla Bowie við fortíð bróður síns sem var orðinn alvarlega geðveikur á þessum tíma en Bowie hræddist sömu örlög.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband