David Bowie 15. hluti

Diamond Dogs

imagesCAUDFG1YÁ meðan á upptökum Pinups plötunnar stóð í París sumarið 1973 var Bowie farinn að leggja drög að tónverki sem hann ætlaði að nota við eigin leikhúsuppfærslu á verki George Orwell, 1984. Hugmyndina hafði Bowie fengið í Sovétríkjunum, en þangað hafði hann farið í frí fyrr um vorið. Framkvæmd verskins stöðvaðist hins vegar áður en það komst almennilega á skrið þar sem ekkja Orwell neitaði Bowie um tilskilin leyfi.

midnight_specialBowie sem þá hafði lokið samningi tónlistar varð auðvitað kvektur við en ákvað að láta ekki deigan síga heldur tileinka næstu plötu þema sem byggði að nokkru leiti á meistaraverkinu 1984.
Platan sem opinberar þessar Orwell pælingar Bowie er Diamond Dogs sem gefin var út í apríl 1974. Í millitíðinni hafði Bowie haft umsjón með rokkþættinum 1980 Floorshow fyrir bandaríska sjónvarpsstöð, en auk hans komu fram í þættinum Marianne Faithfull og hljómsveitin Troogs. Þátturinn sem tekinn var upp í Marquee klúbbnum í London þótti einstaklega vel heppnaður og enn ein rósin í hnappagat David Bowie.

Undanfari Diamond Dogs var smáskífan með hinu öfluga Rebel Rebel, en í texta þess lagsins skýtur Bowie hæðnisglósum að klæðaskiptingum og þótti mörgum sem hann hefði lítt efni á slíku. Sumir litu á textann sem uppgjör Bowie við liðna tíma og enn aðrir túlkuðu hann sem hreint og beint spaug. Allir voru þó sammála um ágæti lagsins en sérstaka athygli vakti að allur gítarleikur var nú í fyrsta skipti alfarið í höndum Bowie sjálfs en farsælu samstarfi hans og Mick Ronson hafði lokið eftir að Pinups komst í hljómplötuverslanir. 

Dd_2_150Sem fyrr sagði var öll tónlist á Diamond Dogs samin sem undirspil við leikhúsuppfærslu á 1984 og má vel rekja tengsl hinna ýmsu laga plötunnar til þess verks þrátt fyrir gagngerar breytingar sem Bowie gerði er ljóst varð að af söngleiknum yrði ekki.
Sweet Thing og Candidate á fyrri hliðinni segja til að mynda frá því er Winston Smith og Julia hittast fyrst. Rock ‘n’ Roll With Me þegar þau uppgötva og njóta ástar hvors annars og lagið We are The Dead lýsir þeirri örvæntingu sem grípur hjúin er þau uppgötva að fylgst hefur verið með því glæpsamlega athæfi þeirra að elskast og tjáir á myndrænan máta þeim kvalafullu augnablikum sem þau máttu þola er þau uppgötva að The Big Brother hefur ekki látið samband þeirra fram hjá sér fara frekar en annað í Oceaniu.

Diamond Dogs sýnir hnignun og síðan tortímingu stórborga en henni lýsir Bowie sem beinni afleiðingu tækniframfara. Borgir breytast í vígvelli þar sem sá sterki sigrar, siðmenningin er á hröðu undanhaldi og lýtur á endanum í lægra haldi fyrir lögmáli frumskógarins. Þáttur George Orwell og sögu hans 1984 í því myndríka tónverki sem Diamond Dogs er óneitanlega, er mikill eins og lesendum ætti að vera orðið ljóst. Til að undirstrika hver áhrifavaldur að þema Diamond Dogs er tileinkar Bowie, Orwell einn af betri söngvum skífunnar 1984 en ljóðið við lagið er bein skírskotun í söguna góðu.

DG_allVið ljúkum frásögu okkar hér af þessu meistaraverki Bowie með örfáum orðum um umslag plötunnar sem enn í dag er með á listum fyrir bestheppnuðu rokkalbúm sögunnar. Og þess má geta að frumprentun umslagsins var gerð í fáum eintökum og eru meðal þeirra dýrustu sem slík. Höfundur þess verks er Belgíski myndlistamaðurinn Guy Peellaert (f. 6 4.1934 - d. 17.11.2008). En hann gerði talsvert af myndum þar sem þekktir popp og rokktónlistarmenn koma við sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband