David Bowie 14, hluti

Pinups 

PinupscoverEkki voru liðnar nema átta vikur frá því að Aladdine Sane settist á topp breska breiðskífulistans þar til Bowie var mættur í hljóðver á nýjan leik. Tilbúinn með um 15 lög til upptöku. Ekkert þeirra var þó eftir kappann sjálfan, heldur var ætlunin að gefa út skífu með nokkrum af uppáhalds lögum hans frá tímabilinu 1964 til 1967.

Elton John hafði mælt með Chateau d'Herouville hljóðverinu í Frakklandi við Bowie og sagt það hljómgott stúdíó. Þar afréð bowie að taka upp næstu plötu og þó svo The Spiders From Mars væru að nafninu til horfnir af tónleikasviðinu voru þeir kappar með Bowie í för. Reyndar með breytingum þó því trommarinn Mick Woodmansey sat eftir heima en í hans stað var það Aynsley Dunbar sem barði húðirnar.
En platan var sú síðasta sem Bowie hljóðritaði með þessari sveit manna og þá einnig sú síðasta sem  Ken Scott upptökustjóri vann að með Bowie. Þá má og nefna að í einu laga plötunnar Growin' Up má heyra í gítarleikaranum Ron Wood.

pinups33Á plötunni sem út kom í október 1973 og kallaðist Pinups má finna 12 lög. Meðal annars lög eftir Kinks, Who og Pink Floyd auk annarra lítt þekktra flytjanda. Flest eru lögin komin í nýja og ferska búninga á skífunni, sem Bowie útsetur upp á eigin spýtur. Þekktast er vafalaust lagið Sorrow sem hljómsveitin Merseys sendi frá sér á miðjum sjöunda áratugnum við fálátar undirtektir. En í meðförum Bowie fór lagið hinsvegar í 3. sætið á Englandi eftir að það kom út á smáskífu.
Þá má á skífunni heyra óð vinnuþrælsins, Friday On My Mind sem ástralska hljómsveitin Easybeats á heiðurinn af.
Meðal laga sem hljóðrituð voru en fengu ekki inn á plötuna má nefna lag Lou Reed, White Light White Heat. En Mick Ronson gítarleikari átti löngu síðar eftir að fá grunna þessa lags að láni, fullvinna þá fyrir sólóplötu sína Play Don't Worry.

Fyrirframpantanir uppá 150.000 eintökum plötunnar Pinups runnu vel út og var pöltunni vel tekið af áhangendum Bowie sem lengi á eftir ræddu sín á milli um að út kæmi önnur plata byggð á sömu forskrift. Vissulega var slík hugmynd einnig uppi á borðum hjá Bowie sjálfum sem síðar viðurkenndi að í augnablikinu hefði hann hreinlega ekki nægilegt efni úr að moða til að fylla upp aðra plötu og af þeim orsökum yrðu aðdáendur að bíða Pinups 2. um langan tíma og varir sú bið enn.

solobowie1Umslag plötunnar verður að telja nokkuð sögulegt. En myndina á umslaginu prýða súpermótelið Twiggy og Bowie. Upphaf þess að þau voru mynduð saman kemur frá Bea Miller ritstjóra Vogue í London, sem hafði fengið þá hugmynd að forsíðuna prýddi karlmaður og kona saman en slíkt hafði ekki gerst áður í sögu tímaritsins. Bea Miller fól ljósmyndaranum Juston De Villeneure, sem reyndar hét réttu nafni Nigel Davies, að annast myndatökurnar.  Hann  var kærasti Twiggy á þessum tíma og hennar helsti ljósmyndari. De Villeneure stakk upp á að hafa þau Twiggy og Bowie saman á myndinni. Hann hélt ásamt Twiggy til Parísar þar sem myndatökur fóru fram. Hefði allt gengið eftir hefði með þeim gjörningi David Bowie orðið fyrsti karlmaðurinn með konu sér við hlið til að prýða forsíðu  þessa sögufræga tískurits. Er Bowie sá afrakstur myndatökunnar fór hann þess á leit að fá að nota eina myndina framan á umslag plötunnar og var það að sjálfsögðu auðsótt mál. Voge notaði hinsvegar aldrei þessar myndir framan á blaðið en nokkru síðar byrtist mynd af þeim Ryan O’Neal og Marisa Berenson á forsíðu tímaritsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband