David Bowie 10. hluti

The Man Who Sold The World

tmwstwBowie hafði nú fengið til liðs við sig hóp vaskra sveina og héldu þeir í febrúar mánuði 1970 tónleika undir nafninu The Hype. Þessir piltar voru Tony Visconti bassaplokkari, Mick Ronson gítarleikari  og trymbillinn Woody Woddmansey, allt menn sem komu mikið við sögu Bowie upp frá þessu. The Hype gufaði fljótlega upp sem slík en meðlimir sveitarinnar voru Bowie innan handar við gerð næstu plötu, The Man Who Sold The World. Þessi plata þótti stórum betri en Space Oddity. Tónlistin mun frumlegri og rokkaðri og útsetningar Viscontis hrárri en jafnframt árangursríkari. Þar sem áður höfðu verið áhrif frá, meðal annars Bob Dylan og þjóðlagatónlist mátti nú heyra óm frá Jim Hendrix, John Lennon og T-Rex. Það sem gerði þó gæfumuninn var að Bowie var óðum að skapa sér eigin stíl sem gerði allan samanburð léttvægan. Lagið All The Madman tileinkaði Bowie bróður sínum Terry sem var lokaður inn á Cabe Hill geðveikrahælinu um þessar mundir. Bowie bregður þar upp kaldranalegri mynd af þjóðfélagi þar sem skynsemin hefur endanlega lotið í lægra haldi. Boðskapurinn dylst engum, jafnvel þótt Bowie komist að þeirri róttæku niðurstöðu að síðustu mennirnir með viti séu einmitt þeir sem gista geðveikrahælin.

thwstw_2albumThe Man Who Sold The World sem lífdaga leit í nóvember 1970 (í Bandanríkjunum) og apríl 1971 í Bretlandi opinberar sýn Bowie á raunveruleikann sem er mjög dökk og jafnvel vonleysisleg. Sögupersónurnar eru launmorðingjar, vitfirringar, undarlegir dulspekingar og skeytingarlaus ofurmenni. Sögusviðið er til dæmis mannfjandsamleg tölvuveröld eða kuldalegar kringumstæður uppgjafahermanna. Titillagið hefur þótt eitt það besta á plötunni, laglína þess sterk og grípandi og textinn saminn undir áhrifum H.B. Lovecraft, höfundi vísindaskáldsagna er flestar ganga út á að jörðin hafi eitt sinn verið byggð annars konar mannverum sem beittu svartagaldri og voru því flæmdar burt af jörðu, af æðri máttarvöldum. Þessar verur lifa hinsvegar góðu lífi út í geimnum, reiðubúnar að endurheimta jörðina hvenær sem færi gefst.

Fleirri en Bowie hafa gert þessu lagi skil. með fínum árangri. Bowie lánaði vinkonu sinni Lulu lagið á smáskífu árið 1974, og lagði þar hönd á plóg við útsetningu og upptökustjórnun, Lulu kom söngnum í þriðja sæti Breska listans og þá má segja að lagið hafi gengið í endurnýjun lífdaga þegar Neervana gaf það út á Unplugged plötu sinni löngu síðar.

Ekki er hægt annað en skoða umslög þessarar plötu aðeins. Platan sem kom fyrst út í Bandaríkjunum, enda Bowie með samning við þarlent útgáfufyrirtæki, skartaði teikningu og var það vinur Bowie; Michael John Weller, Breskur teiknari sem þá starfaði vestanhafs sem á heiðurinn af umslaginu. Þegar platan var gefin út í Bretlandi nokkru síðar var önnur hönnun á umslaginu og þar vakti fatnaður kappans talsverða athygli og var þar talað um að Bowie væri íklæddur kjól. Aðspurður um þetta sagði Bowie að kona sín hafði gefið sér þetta dress og hún svarað því til að ef menn vildu kalla þetta kjól væri þetta karlmannskjóll, Þessi útgáfa plötunnar hefur síðan verið kallað “man's dress útgáfan” Þessu til viðbótar vildi Angelia, kona Bowie meina að nú væru breyttir tímar og menn ættu ekki að viðhalda þeim kynjamun sem viðgengist hafði áður. Hvort heldur væri í fatnaði eða öðru, Það væri ekkert að því að menn gengju í karlmanns-kjól eða man's dress.

Þann 9. september 1971 undirritaði Bowie útgáfusamning við RCA útgáfuna í New York og samkvæmt því fengi Bowie 37,500 dollara fyrir næstu þrjár plötur. Nokkrum mánuðum síðar keypti RCA svo útgáfurétt platna sem komið höfðu út á merkjum Mercury / Philips útgáfunnar. Það er frá og með plötunni Space Oddity. Snemma árs 1972 var platan The Man Who Sold The World svo endurútgefin og með nýrri og samræmdri umslagahönnun

(Athugaemd: Til gamans má geta að Bowie hitti Mick Ronson fyrst 3. febrúar og fékk hann til að spila með sér í upptökum fyrir BBC nokkrum dögum síðar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband