David Bowie 3. hluti

THE KING BEES 

KingBeesÁrið 1964 bættust þeim David og Underwood liðsauki er þeir gengu til samstarfs við þrjá pilta, þá Roger Bluck gítarleikara, Dave Howard er lék á bassa og trommarann Bob Allan. Saman nefndu þeir sig The King Bees.
En nafngiftin var fengin frá lagi Slim Harpo, blússöngvara frá Louisiana, I´m A King Bee. Fáum sögum fer af sveitinni The King Bees utan spilamennsku og æfinga fram til apríl 1964 en þá taldi hún sig þurfa ný og betri hljóðfæri.
Til að fjármagna slík kaup notað David sömu aðferðina og við ameríska sendiráðið og forðum, hann skrifaði bréf.
Í þetta sinn til John nokkurs Blom, kaupsýslumanns sem þekktur varð af því að hafa byrjað með tvær hendur tómar en náð nokkuð langt í viðskiptalífi Lundúnaborgar með dirfsku sinni og hugviti við verslun á þvottavélum.
Í bréfi Davids var að því látið liggja að John Blom gæti orðið næsti Brian Epstein með The King Bees sem sína Bítla. John Blom, sem líkaði dirfska bréfsins, taldi sig hinsvegar ekkert vit hafa á popptónlistarbransanum að því einu undanskyldu að þekkja lítillega Leslie Conn sem verið hafði um tíma framkvæmdar stjóri Doris Day umboðsskrifstofunnar og sendi hann bréfið áfram til hans.
Eftir að Les Conn, eins og hann var alla jafnan nefndur, hafði heyrt sveitina spila í Marqee klúbbnum, ákvað að hann taka The King Bees upp á sína arma.

lesconnFyrsta verkefnið sem Conn útvegaði sveitinni var að leika í brúðkaupsafmæli John Blom. Vægt til orða tekið hefur þetta ekki verið hans besta hugmynd, því sveitin náði ekki að flytja nema tvö lög áður en gestgjafinn stöðvaði leik hennar og réttast væri að segja að hann hafi ekki þolað hráa útfærslu á þeim frægu standurtum Got My Mojo Working og Hoochin Coochin Man.
Les Conn reyndi að gera gott úr uppákomunni og sagði að John Blom líkaði aldrei það sem unga fólkið væri að fást við. Hann sjálfur væri hinsvegar umboðsmaður sveitarinnar og fyrir sinn tilstuðlan yrði David stjarna í heimi popptónlistarinnar.

Fyrir hans tilstilli og slembilukku komst sveitin á samning hjá litlu dótturfyrirtæki Decca útgáfunnar, Vocalion Label þar sem sveitin hljóðritaði tvö lög og þann 5. júní 1964 komu út 3.500 eintök af smáskífu sem skráð var á Davie Jones with the King Bees og innihélt lögin Liza Jane og Loui Loui Go Home.
Fyrrnefnda lagið sem skráð er á umboðsmann sveitarinnar er í raun gamall negrasálmur. En ritstíll lagsins þykir minna mjög á það sem Rolling Stones var að gera á þessum tíma, flutt undir áhrifum Yardbyrds með kraftmiklum blásturshljóðfæra og gítarleik.
Síðara lagið á þessari skífu, Louie Louie Go Home, hafði náð talsverðum vinsældum ári áður í Bandaríkjunum, þá í flutningi Paul Revere And The Raiders.
Conn átti útgáfurétt þess í Bretlandi eftir að hafa keypt hann fyrir smápeninga. Lagið er ekki ýkja árangursríkt en engu að síður áhugavert þó ekki sé nema fyrir þær sakir einar að þar reynir David, með litlum árangri þó, að líkja eftir rödd John Lennon.

Frami sveitarinnar varð hálf endaslepptur því þrátt fyrir nokkra kynningu vakti áðurnefnd smáskífa litla athygli og örvæntingin sem greip meðlimi vegna þess reið sveitinni að fullu. Líftími hljómsveitarinnar er skráður frá nóvember 1963 fram til ágúst 1964.

FRAMHALD SÍÐAR ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband