Þingheimur og blaðamenn Hvar eruð þið?

Miðvikudagur 9. Nóvember. Um klukkan níu í morgun settist ég við tölvuna og renndi yfir netmiðlana þrjá Moggann, Vísir og DV.Það vakti athygli mína að nánast engar pólitískar fréttur voru á forsíðum þessara miðla.
Engin sem sagði staf um störf stjórnvalda eða þingmanna eða hvað væri að gerast. Hvað t.d. hafði farið fram á alþingi síðasta dag eða daga. Enginn fjallaði um þau frumvörp sem væru í umræðunni þar eða biðu samþykktar þingsins

Fyrst skaut niður í huga mér hvort þeir blaða-, eða fréttamenn sem skrifa um störf þings og stjórnar væru bara ekki komnir í vinnuna svona snemma. en eftir smá íhugun fannst mér ólíklegt að blaðamenn allra þessara miðla væri enn sofandi, kom upp önnur hugsun í þessu sambandi. Það væri kannski ekkert að gerast.

Kannski væri það ríkisstjórnin og þingheimur sem væri sofandi heima. Nei líklega ekki. En hvað er í gangi? Eða réttara sagt, hvað er ekki í gangi?Auðvitað hefur ríkisstjórnin litinn tíma til að spá í skuldavanda heimilanna. Þar á bænum er verið að sameina ráðuneyti, færa og flytja menn úr einni stöðunni í aðra, ráða þar hina margvíslegu stjóra og fulltrúa og endurskipuleggja allt innra starfið. Það hlýtur að þurfa, þegar verið er að sameina ráðuneyti, það gefur augaleið. Þetta er ekkert ósvipað því þegar tveir einstaklingar ákveða að fara að búa saman. Hverju á að halda og hverju á að henda, hvar á að búa og hvernig á að skipta verkum? 

Þingmenn eru áræðalega líka nokkuð uppteknir. Þeir verða að fá næga hvíld, því framundan er lotuvinna því það verða örugglega afgreidd nokkrir tugir mála frá þinginu fyrir jólaleyfi í einni striklotu í ár líkt og undanfarin ár. Kannski þingmennirnir séu komnir með þá stundaskrá og stjórnarandstaðan situr þá heima og býr til mótbárur og andsvör, meðan stjórnarliðar smíða meðsvör og andsvör við andsvörum stjórnarandstöðunnar. Stafið gengur jú að stórum hluta út á að vera ósammála hinu liðinu, sýnist manni. 

Þeim liggur ekkert á að ræða skuldavanda heimila og fyrirtækja. Sú staðreynd að 10 manns yfirgefi landið á degi hverjum hefur efalaust róað taugar þingheims. Vandi þessara heimila er að hverfa. Þegar annað hvor menn verða farnir af landi brott eða gerðir gjaldþrota af íbúðarlánasjóði og eða skattinum, það þarf ekkert að hjálpa þeim neitt. Þannig leysist þessi skuldavandi líklega bara af sjálfum sér, Við getum kallað þetta sjálfbærar lausnir. Þetta hentar þingheimi örugglega bara vel. 

Hvað fyrirtækin varðar, Þau verða gjaldþrota, hætta starfsemi og þá opnast möguleiki fyrir næsta ,,Asna“ að stofna fyrirtæki. Það verða alltaf einhverjir sem þrá að græða.  Þetta er því allt í bara nokkuð góðum farvegi og alger óþarfi fyrir fjölmiðla að vera að hrella okkur almenning með skrifum af þeim miklu störfum þingmanna og ríkisstjórnar sem unnin eru, eða ekki þessa dagana. Þeir geta því haldið áfram að segja okkur frá því hvað París Hilton, Jessica Alba og allar hinar stjörnurnar í hinum stóra heimi eru að gera við hárið á sér eða í hvaða fötum þær sáust síðast á almannafæri. Það er þjóðfélaginu algerlega bráðnauðsynlegt og gerir lífið svo mikið skemmtilegra meðan sýsli stendur inn í stofu og bíður upp. 

Já það er sama hver ég lít í dag. Blaðamenn og þingheimur, ráðamenn og ríkisstjórn. Þögnin er ykkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband