Á ekki að banna trúboð í skólum?

Hér sit ég í angist minni sem harður KR-ingur og stari á miða sem ein dætra minna kom með heim úr skólanum þar sem ÍR er að bjóða upp á fótboltaiðkun. Dóttir mín horfir á mig vonarfull á svip. Pabbi gerðu það má ég fara á námskeið hjá ÍR með hinum stelpunum. NEI - Þú ert hreinlega of ung til að taka ákvörðun um hvaða íþróttarfélag þú átt að halda með. Þegar þú verður stærri geturðu svo sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort þú heldur með KR eða engu íþróttarfélagi.

Ég veit nú að ég verð að gerast baráttumaður fyrir bönnun slíkra trúboða íþróttafélaganna í anda trú-leysis-félaganna.

Að því loknu ætla ég að fá kennara dóttur minnar frá skólanum sem neitar að kenna henni að nota setuna það er bókstafinn Z sem ég aðhyllist að sé enn hluti íslenska stafrófsins hvað sem 63 kallar segja þarna niður á þingi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband