Færsluflokkur: Trúmál

Til umhugsunar

2008 ritaði 94 ára gamall maður sonasyni sínum þetta bréf:

Þegar þú fæddist þá var spítalinn sem þú fæddist á niðurgreiddur af mér

Þegar nú fórst í leikskóla var hann niðurgreiddur af mér

þegar þú fórst í barnaskóla var hann niðurgreiddur af mér

þegar þú fórst í framhaldsskóla þá var hann niðurgreiddur af mér

Þegar þú veikist og fórst á spítalann þá er hann niðurgreiddur af mér

þegar þú stundaðir íþróttir eða aðrar tómstundir sem ungur drengur var það niðurgreitt af mér

Þegar þú fórst á bókasafnið þá var það niðurgreitt af mér

Þegar þú fórst í leikhúsið með foreldrum þínum og sást Dýrin í Hálsaskógi var það niðurgreitt af mér.

Aldrei hef ég á fæðingardeild komið, fæddist heima í Smákoti á Ströndum

Aldrei fór ég í leikskóla, egnir slíkir til í þá tíð

Aldrei gekk ég í skóla nema eina önn í sveitinni sem taldi 15 stundir og þreytti þar próf til stafs

Aldrei fékk ég að æfa með neinu íþróttafélagi því í sveitinni var ærin vinna alla daga

Aðeins einu sinni hef ég farið á spítala og það var til að sitja dánarstund ömmu þinnar.

Í leikhús eða kvikmyndsal hef ég aldrei komið, Fátt um slíka staði á Ströndum.

Nú hefur þú ákveðið að Guð sé ekki til og því myndað þér skoðun á því hvernig mín veröld á að vera. og ég spyr:

Því villtu þú nú taka af mér kirkjuna mína þar sem ég fer í hverri viku og vona og bið þess að þér gangi vel og þú dafnir þar sem ég hef fjárfest í þér. Hvað hef ég gert svo illt að þú viljir taka af mér kirkjuna mín og gera prestinn minn atvinnulausan. Taka burt gleði kórsins að fá að syngja við messuhaldið

Taka af börnunum í sveitinni minni sunnudagaskólann. Taka af okkur þá sáluhjálp sem presturinn okkar veitir.

Með von um að þú eftirlátir mér síðustu ár mín að ég fái að eiga trú og stund í kirkjunni minni

AFI


Flestar vikur númer 1

mhiaaAð ná í 1. sæti yfir mest seldu plötur landsins er ákveðin árangur  En það þarf meira til ef plata situr þar svo vikum skiptir. Hér eru þær plötur sem setið hafa flestar vikur í 1. sæti listans yfir vinsælustu plötur landsins frá því byrjað var að birta slíkan lista 1978, Hér er þær plötur sem setið hafa lengur en 10 vikur.

Sumar plötur hafa náð því að sitja samfellt á listanum þennan tíma meðan aðrar hafa orðið að ná þessu í áföngum, orðið að víkja í viku eða tvær og komið svo aftur í 1. sætið.

Þannig á t.d. Helgi Björns og félagar í Reiðmönnum vindanna lengstu samfelldu setuna í 1. sætinu. En þær plötur sem setið sinn tíma samfellt er merktar með stjörnu *

VikurPlötuheitiFlytjandiÚtgár
18My Head Is An AnimalOf Monsters And Men2011
17Þú komst í hlaðið *Helgi Björns & reiðmenn..2010
17HaglélMugison2011
14Frelsi til söluBubbi1986
14Dýrð í dauðaþögn *Ásgeir Trausti2012
13NevermindNirvana1991
13ÞjóðsagaPapar2003
12GargSálin hans Jóns míns1992
12Allt sem ég séÍrafár2002
11Bandalög *Ýmsir1989
11Fisherman´s Woman *Emilíana Torrini2005
10Glass House *Billy Joel1980
10Sögur af landi *Bubbi1990
10XXX Rottweiler hundar *XXX Rottweiler hundar2001


Á ekki að banna trúboð í skólum?

Hér sit ég í angist minni sem harður KR-ingur og stari á miða sem ein dætra minna kom með heim úr skólanum þar sem ÍR er að bjóða upp á fótboltaiðkun. Dóttir mín horfir á mig vonarfull á svip. Pabbi gerðu það má ég fara á námskeið hjá ÍR með hinum stelpunum. NEI - Þú ert hreinlega of ung til að taka ákvörðun um hvaða íþróttarfélag þú átt að halda með. Þegar þú verður stærri geturðu svo sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort þú heldur með KR eða engu íþróttarfélagi.

Ég veit nú að ég verð að gerast baráttumaður fyrir bönnun slíkra trúboða íþróttafélaganna í anda trú-leysis-félaganna.

Að því loknu ætla ég að fá kennara dóttur minnar frá skólanum sem neitar að kenna henni að nota setuna það er bókstafinn Z sem ég aðhyllist að sé enn hluti íslenska stafrófsins hvað sem 63 kallar segja þarna niður á þingi.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband