16.1.2013 | 10:00
2 vika árs - Plötu og lagalistinn
Ásgeir Trausti er nýstirnið í íslenskri tónlistarflóru og menn mæra hann upp í rjáfur. Þetta skilar sér líka í plötusölu því hann er nú aftur kominn í efsta sæti listans eftir að hafa hleypt Retro Stefson að 1. sætinu í tvær vikur. Þetta þýðir að platan Dýrð í Dauðaþögn situr í fjórða sæti yfir þær plötur sem gert hafa það hvað lengst í 1. sæti listans allt frá því mælingar hófust 1978
Topp 5 með flestar vikur í 1. sæti
18. vikur Of Monsters And Men - My Head Is An Animal
17. vikur Helgi Björns og Reiðmenn vindanna - Heim í heiðardalinn *
17. vikur Mugison - Haglél
16. vikur Ásgeir Trausti - Dýrð í dauðaþögn
14. vikur Bubbi - Frelsi til sölu
* samfeld seta í 1. sæti.
En reyndar er Tónlistinn orðin svo íslenskur að hægt er að tala um íslenska listann í orðsins fyllstu merkingu og spurning hvort hann verði hreinlega ekki kærður fyrir mismunun og rasistaháttsemi því útlendar plötur virðast ekki eiga möguleika nema ein og ein fyrir algera náð og miskunn.
En þetta er alger viðsnúningur frá því sem var hér á árum áður þegar um 50% listans var erlendar plötur og einstakir erlendir listamenn áttu hvert bein í íslenskum popp og rokkaðdáendum. Menn eins og Meat Loaf, Kenny Rogers, Pink Floyd, David Bowie og ótal fleiri sem náðu toppsæti listans. á sínum tíma. En meira um það síðar.
Aðeins um lagalistann
Lagalistinn er sem betur fer ekki jafn rasískur og einsleitur og plötulistinn. Það er meira að gerast og hröðunin mun meiri. Enda t.d. 16 lög frá erlendum útgefendum þessa aðra viku ársins á topp 30. og Þar er Valdimar kominn á toppinn með lagið Yfir borgina en Retro Stefson sat þar yfir áramótin með Julíu. Við komum einnig til með að fjalla meira um laglistann síðar og vonandi í næstu viku. Því líklega verða þetta vikulegir pistlar um listann.
KV Bárður
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2013 | 21:02
Plötur ársins 2012
Þá er komið að lokum þess að fara yfir stigahæstu plötunnar frá ári til árs. Við erum komin að nýliðnu ári, það er 2012. Platan í efsta sætinu kom út í árslok 2011. En setur fleiri en eitt met á árinu. Auk þess að sitja sína 18. vikur í 1. sæti lista yfir söluhæstu plöturnar og slá þar með aðra út hvað það varðar þá hefur engin plata setið svo legni samfellt á topp 10 og My Head Is An Animal Því platan sat samfellt í 51 viku á topp 10. Það er aðeins þessi 52. vika árs sem ávalt ruglar öllum listum sem slítur keðjuna.
Hún gerir meira því hún setur sig í 1. sæti yfir plöturnar í sögunni og Haglél Mugison nær einnig í annað sætið Tvær plötur sem báðar komu út á árinu 2011 setja nú í árslok 2012 mark sitt á heildarlista sögunnar. Það má því reikna með að þegar fram líða stundir verði báðar þessar plötur meðal þeirra platna sem sett hafa mark sitt á söguna..
Vinsælustu plöturnar á árinu 2012 (Vika 1 52)
1. My Head Is An Animal Of Monsters And Men (51. vika, 431. stig)
2. Haglél Mugison (32. vikur, 208 stig)
3. Dýrð í dauðaþögn Ásgeir Trausti (16. vikur 157. stig)
4. Valtari Sigur Rós (21. vika, 152. stig)
5. 21 Adele (23. vikur, 148. stig)
6. Retro Stefson Retro Stefson (14. vikur, 108. stig)
7. Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 Ýmsir (12. vikur, 90. stig)
8. Þorpið Bubbi (12. vikur, 85. stig)
9. Heim í heiðardalinn Helgi Björns & reiðmenn vindanna (12. vikur, 83. stig)
10. Önnur Mósebók Moses Hightower (12. vikur, 74. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52. viku 2012
1. My Head Is An Animal Of Monsters And Men (66. vika, 547. stig)
2. Haglél Mugison (45. vikur, 336. stig)
3. Ágætis byrjun Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
4. Get It Together Dikta (47. vikur, 319. stig)
5. Fisherman´s Woman Emilíana Torrini (48. vikur, 309. stig)
6. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
7. Myndin af þér Vilhjálmur Vilhjálmsson (37. vikur, 244. stig)
8. Me and Armini - Emilíana Torrini (39. vikur, 241. stig)
9. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
10. IV Hjálmar (31. vika, 235. stig)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2013 | 18:58
Flestar vikur númer 1
Að ná í 1. sæti yfir mest seldu plötur landsins er ákveðin árangur En það þarf meira til ef plata situr þar svo vikum skiptir. Hér eru þær plötur sem setið hafa flestar vikur í 1. sæti listans yfir vinsælustu plötur landsins frá því byrjað var að birta slíkan lista 1978, Hér er þær plötur sem setið hafa lengur en 10 vikur.
Sumar plötur hafa náð því að sitja samfellt á listanum þennan tíma meðan aðrar hafa orðið að ná þessu í áföngum, orðið að víkja í viku eða tvær og komið svo aftur í 1. sætið.
Þannig á t.d. Helgi Björns og félagar í Reiðmönnum vindanna lengstu samfelldu setuna í 1. sætinu. En þær plötur sem setið sinn tíma samfellt er merktar með stjörnu *
Vikur | Plötuheiti | Flytjandi | Útgár |
18 | My Head Is An Animal | Of Monsters And Men | 2011 |
17 | Þú komst í hlaðið * | Helgi Björns & reiðmenn.. | 2010 |
17 | Haglél | Mugison | 2011 |
14 | Frelsi til sölu | Bubbi | 1986 |
14 | Dýrð í dauðaþögn * | Ásgeir Trausti | 2012 |
13 | Nevermind | Nirvana | 1991 |
13 | Þjóðsaga | Papar | 2003 |
12 | Garg | Sálin hans Jóns míns | 1992 |
12 | Allt sem ég sé | Írafár | 2002 |
11 | Bandalög * | Ýmsir | 1989 |
11 | Fisherman´s Woman * | Emilíana Torrini | 2005 |
10 | Glass House * | Billy Joel | 1980 |
10 | Sögur af landi * | Bubbi | 1990 |
10 | XXX Rottweiler hundar * | XXX Rottweiler hundar | 2001 |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2012 | 20:30
Plötur ársins 2011
Við nálgumst endalokin á yfirferð okkar um stigahæstu plöturnar á Tónlistanum. Sem áður fær plata í 1. sæti 10 sig, plata í 2. sæti 9. stig og svo koll af kolli.
Árið 2011 komu út margar fínar plötur hér heima. Mugison stal svolítið senunni en Of Monsters and Men var að springa út og á eftir að stimpla sig inn svo um munar. Helgi hélt áfram að gera það gott í sölu platna með Reiðmönnum vindanna. Og ekki má gleyma að Bubbi komst inn á árslista en nokkuð var þá liðið frá því hann hafði náð því afreki.
Heildarlistinn er svo til óbreyttur aðeins Dikta bætir örlítið við sig stigum. Óhætt er að segja að hann sé í logninu áður en stormurinn skellur á honum og plötur fjúka inn og út af honum. Árið 2012 er stóra árið í sögu listans, árið sem sviptingarnar urðu og toppsæti fuku og ný litu dagsljósið.
Vinsælustu plöturnar á árinu 2011 (Vika 1 53)
1. Arabian Horse Gus Gus (24. vikur, 165. stig)
2. Ég vil fara uppí sveit Helgi Björns & reiðmenn vindanna (19. vikur, 153. stig)
3. Undraland Valdimar (28. vikur, 132. stig)
4. Haglél Mugison (13. vikur, 128. stig)
5. My Head Is An Animal Of Monsters And Men (15. vikur, 116. stig)
6. Ég trúi á þig Bubbi (16. vikur, 112. stig)
7. Wait For Fate Jón Jónsson (18. vikur, 100. stig)
8. Heyr mína bæn Elly Vilhjálms (14. vikur, 98. stig)
9. Baldur Skálmöld (13. vikur, 83. stig)
10. My Worlds Justin Bieber (14. vikur, 79. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 53 viku 2011
1. Ágætis byrjun Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
2. Get It Together Dikta (47. vikur, 319. stig)
3. Fisherman´s Woman Emilíana Torrini (48. vikur, 309. stig)
4. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
5. Myndin af þér Vilhjálmur Vilhjálmsson (37. vikur, 244. stig)
6. Me and Armini - Emilíana Torrini (39. vikur, 241. stig)
7. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
8. IV Hjálmar (31. vika, 235. stig)
9. Allt sem ég sé Írafár (28. vikur, 233. stig)
10. Spice Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2012 | 22:50
Plötur ársins 2010
2010. Nýr áratugur í okkar bókum og áfram með lista yfir stigahæstu plöturnar samkvæmt tónlistanum. Líkt og áður fær plata í 1. sætinu 10 stig, plata í 2. sæti 9. stig og svo koll af kolli, allar 52 vikur ársins. Heildin er svo talin saman En sambærilegur listi hefur verið birtur allar götur frá því 1978 og höfum við nú farið í gegnum frá ári til árs.
Og árið er 2010 frá 1-52 vikur ársins er Dikta með stigahæstu plötuna. Segja má að listinn sé einskona blanda nýjum nöfnum og gömlum. Helgi Björns og Reiðmenn vindanna settu með á árinu 2010 þegar plata þeirra Þú komst í hlaðið sat samtals 17 vikur samfellt í 1. sæti Tónlistans. Og að hluta stendur það met enn.
Breytingar verða á heildarlistanum. Af honum hverfa Þjóðsaga með Pöpunum og REM platan Automatic For The People og í stað þeirra kom nýjar inn Dikta og Hjálmar. Já nýjar og ungar íslenskar sveitir, en enn og aftur sanna og sýna að popp og rokk gengur í endurnýjun lífdaga. Báðar plötur Emilíönu bæta við sig vikum og stigum frá fyrra ári og styrja stöðu sína. Það er allt að gerast og nýir tímar að ganga í garð.
Vinsælustu plöturnar á árinu 2010 (Vika 1 52)
1. Get It Together Dikta (39. vikur, 285. stig)
2. Þú komst í hlaðið Helgi Björns & reiðmenn vindanna (21. vika, 194. stig)
3. Terminal Hjaltalín (22. vikur, 140. stig)
4. Go Jónsi (22. vikur, 106. stig)
5. IV Hjálmar (16. vikur, 106. stig)
6. Gamli góði vinur: vinsælustu lögin Mannakorn (15. vikur, 97. stig)
7. Næstu jól Baggalútur (9. vikur, 87. stig)
8. Thorbjörn Egner: Gömlu góðu leikritin Úr leikritum (10. vikur, 72. stig)
9. Pottþétt 53 Ýmsir (10. vikur, 68. stig)
10. 100 íslensk lög í fríið Ýmsir (9. vikur, 67. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 2010
1. Ágætis byrjun Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
2. Get It Together Dikta (46. vikur, 311. stig)
3. Fisherman´s Woman Emilíana Torrini (48. vikur, 309. stig)
4. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
5. Myndin af þér Vilhjálmur Vilhjálmsson (37. vikur, 244. stig)
6. Me and Armini - Emilíana Torrini (39. vikur, 241. stig)
7. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
8. IV Hjálmar (31. vika, 235. stig)
9. Allt sem ég sé Írafár (28. vikur, 233. stig)
10. Spice Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2012 | 21:10
Plötur ársins 2009
Árið er 2009 og í okkar uppsetningu er þetta síðasta ár þessa áratugs og breytinga að vænta Frá því byrjað var að birta listann árið 1978 hafa um 2.600 plötutitlar náð inn á topp 10 listann. sem verður að teljast gott. Listinn hefur aftur á móti tekið talsveðum breytingum því íslenskum plötu fjölgar á topp 30 og þá einnig á topp 10 og allt á kostnað erlendra platna.
Það óvenjulega er að gerast hér því tvær plötur sitja á listanum í ár sem einnig voru þar á síðasta ári. þetta eru þau Emilíana Torrini og Sigur Rós. Og Emilíana gerir gott betur því hún nær annarri plötu inn á topp 10 listann í sögunni. Þetta verður að teljast einstakur árangur. Og eitt get ég sagt ykkur að þessi listi á enn eftir að breytast áður en við ljúkum þessari yfirferð okkar nú í árslok 2012.
Vinsælustu plöturnar á árinu 2009 (Vika 1 52)
1. IV Hjálmar (15. vikur, 129. stig)
2. Me and Armini Emilíana Torrini (22. vikur, 123. stig)
3. Von Mannakorn (21. vika, 112. stig)
4. Góðar stundir Ingó og Veðurguðirnir (18. sikur, 105. stig)
5. 100 íslenskar ballöður Ýmsir (14. vikur, 98. stig)
6. Vinalög Friðrik Ómar og Jógvan Hansen (11. vikur, 92. stig)
7. Sígrænir söngvar Björgvin og Hjartagosarnir /13. vikur, 88. stig)
8. Ég verð að dansa Papar (13. vikur, 86. stig)
9. Kardemommubærinn Úr leikriti (12. vikur, 80. stig)
10. Með suð í eyrum við spilum endalaust Sigur Rós (21. vika, 77 stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 53 viku 2009
1. Ágætis byrjun Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
2. Fisherman´s Woman Emilíana Torrini (47. vikur, 304. stig)
3. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
4. Myndin af þér Vilhjálmur Vilhjálmsson (37. vikur, 244. stig)
5. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
6. Allt sem ég sé Írafár (28. vikur, 233. stig)
7. Me and Armini - Emilíana Torrini (37. vikur, 231. stig)
8. Spice Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
9. Þjóðsaga Papar (36. vikur, 228. stig)
10. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
Tónlist | Breytt 29.11.2012 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2012 | 13:49
Plötur ársins 2008
Við erum komin í árið 2008 á yfirferð okkar um stigahæstu plötur Tónlistans. Hvað sem mönnum kann að þykja um slíka lista þá endurspegla þeir vilja þjóðarinnar á hverjum tíma fyrir sig og gefa okkur glögga mynd af því sem hæst ber hverju sinni. Sem fyrr er notast við upplýsingar frá Tónlistanum.
Eigi einhver burt horfinn listamaður erindi á topp 10 er það Vilhjálmur Vilhjálmsson, hér er hann með safnplötu sem reyndar kom út fyrir jólin árinu áður en blómstrar allan fyrrihluta ársins og vel það. Og hann gerir gott betur því hann situr á toppnum þetta árið, enda velheppnuð safnplata í alla staði. Páll Óskar er farinn að uppskera erfiði sitt og vinsældirnar blómstra rétt eins og ástin.
Heildarlistinn er einnig að taka breytingum. En eðlilega gerast þær hægt enda ekki hlaupið að því að fara inn á topp 10 í sögunni. Safnplötu Vilhjálms tekst það og nær í 4. sætið sem er magnað afrek í raun og veru. Þetta segir okkur að sumar safnplötur eru bara einfaldlega betri en aðrar og sumir söngvarar eiga sér stærri stað í hjörtum almennings. Villi er ekki að vinna þetta á því að hafa lent í jólapökkum fólksins því fyrri hluta ársins situr hann í efstu sætum listans.
Vinsælustu plöturnar á árinu 2008 (Vika 1 52)
1. Myndin af þér Vilhjálmur Vilhjálmsson (32. vikur, 206. stig)
2. Allt fyrir ástina Páll Óskar (23. vikur, 147. stig)
3. Mamma Mia! Úr kvikmynd (17. vikur, 146. stig)
4. Me and Armini Emilíana Torrini (14. vikur, 108. stig)
5. Laugardagslögin 2008 Ýmsir (12. vikur, 98. stig)
6. Ríðum sem fjandinn Helgi Björns & reiðmenn vindanna (15. vikur, 96. stig)
7. Oft spurði ég mömmu Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (18. vikur, 86 stig)
8. Femin 2008 Ýmsir (12. vikur, 83. stig)
9. 100 bestu lög lýðveldisins Ýmsir (15. vikur, 82. stig)
10. Með suð í eyrum við spilum endalaust Sigur Rós (12. vikur, 80 . stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 2008
1. Ágætis byrjun Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
2. Fisherman´s Woman Emilíana Torrini (47. vikur, 304. stig)
3. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
4. Myndin af þér Vilhjálmur Vilhjálmsson (36. vikur, 243. stig)
5. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
6. Allt sem ég sé Írafár (28. vikur, 233. stig)
7. Spice Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
8. Þjóðsaga Papar (36. vikur, 228. stig)
9. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
10. Frelsi til sölu Bubbi (29. vikur, 226. stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2012 | 00:21
Plötur ársins 2007
Þá erum við komin í árið 2007 á yfirferð okkar um stigahæstu plötur hvers árs allt frá árinu 1978 til vorra daga. Eins og áður er stuðst við Tónlistann og plötu í 1 sæti gefin 10 stig, platan í 2. sætinu fær 9 stig og svo koll af kolli. Vikufjöldinn er aðeins þær vikur sem platan sat á topp 10 það ár sem fjallað er um Hafi platan komið út ári áður eru hvorki stigin né vikurnar taldar, heldur aðeins líðandi ár.
Í heildarlistanum eru svo þær plötur sem samanlagt hafa náð bestu skori og er þá allt talið það er vikur og ár. Sá listi tekur engum breytingum þetta árið frá fyrra ári.
2007 á Laddi mjög óvænt plötu ársins hvað stig varðar enda að fagna tímamótum og með vinsæla sýningu á Sögu þar sem farið var yfir ferilinn. Önnur plata eða öllu heldur safn vekur óneitanlega athygli og það eru Íslandslögin. Já hver trúir því að óreyndu að slíkur safnpakki eldri platna nái slíku skori. Af einhverjum ástæðum efast maður um hve réttir svona listar eru stundum. En þetta sér maður einnig á erlendum listum við og við og já kannski er þetta bara svona. Það er eitt alveg víst að við erum ekki öll að hlusta á sömu tónlistina.
Vinsælustu plöturnar á árinu 2007 (Vika 1 52)
1. Hver er sinnar kæfu smiður Laddi (23. vikur, 163. stig)
2. Life in cartoon motion Mika (24. vikur, 147. stig)
3. Cortes Garðar Thor Cortes (21. vika, 108. stig)
4. Íslandslög 1-6 Ýmsir (14. vikur, 100. stig)
5. Human child/Mannabarn Eivör Pálsdóttir (13. vikur, 92. stig)
6. Íslandslög 7 Ýmsir (12. vikur, 88. stig)
7. Söngvakeppni sjónvarpsins 2007 Ýmsir (12. vikur, 85. stig)
8. Magni Magni (13. vikur, 77. stig)
9. Allt fyrir ástina Páll Óskar (8. vikur, 74. stig)
10. 100 íslensk 80's lög Ýmsir (9. vikur, 72. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 2007
1. Ágætis byrjun Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
2. Fisherman´s Woman Emilíana Torrini (47. vikur, 304. stig)
3. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
4. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
5. Allt sem ég sé Írafár (28. vikur, 233. stig)
6. Spice Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
7. Þjóðsaga Papar (36. vikur, 228. stig)
8. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
9. Frelsi til sölu Bubbi (29. vikur, 226. stig)
10. Jagged Little Pill Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2012 | 02:15
Plötur ársins 2006
Við erum komin í árið 2006 á yfirferð okkar yfir vinsælustu plötur hvers árs. En við höfum nú farið yfir þetta allt frá árinu 1978. Þegar hér er komið sögu er unnið úr gögnum Tónlistans eins og við þekkjum hann í dag. Það er aftur komið að almennri safnplötu að sitja í efsta sæti stigalistans yfir árið. Það er engum ofsögum sagt að 100 serían hafi slegið í gegn enda óneitanlega hagstæð kaup fyrir hin almenna launamann, Þó við nördarnir eigum kannski flest lögin þegar þau loks koma út í svona boxum þá er allt í lagi að fá þetta líka svona í safnið. Reyndar er ég á því að hin almenna safnplata eigi minna erindi í dag því með tilkomu tölvunnar er svo auðvelt að setja saman eigin safnplötu.
Við höfum margoft farið yfir hvernig stigin eru gefin óþarfi að vaða í það enn og aftur. Annars er fátt sem kemur verulega á óvart á þessum lista nema þá kannski að sjá plötu Guðrúnu Gunnars og Friðriks Ómars þarna. Því þó hún hafi fengið ágætis spilun og fína dóma þá bar einhvern vegin ekki mikið á henni. En góðir hlutir þurfa ekki alltaf að hafa hátt.
Á heildarlistanum verða sáralitlar breytingar nema að Emilíanna Torrini hækkar sig um eitt sæti og fer í 2. sætið yfir stigahæstu plötur listans.
Vinsælustu plöturnar á árinu 2006 (Vika 1 52)
1. 100 íslenskir sumarsmellir Ýmsir (16. vikur, 126. stig)
2. Aparnir í Eden Baggalútur (14. vikur, 120. stig)
3. Piece by piece Katie Melua (19. vikur, 105. stig)
4. Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006 Ýmsir (11. vikur, 95. stig)
5. Íslensk ástarlög Ýmsir (16. vikur, 94. stig)
6. Papar á balli Papar (16. vikur, 94. stig)
7. My Delusions Ampop (15. vikur, 90. stig)
8. Ég skemmti mér í sumar Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar (8. vikur, 79. stig)
9. Ring of Fire: Legend Of Johnny Cash Johnny Cash (12. vikur, 78. stig)
10. Pottþétt 41 Ýmsir
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 2006
1. Ágætis byrjun Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
2. Fisherman´s Woman Emilíana Torrini (47. vikur, 304. stig)
3. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
4. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
5. Allt sem ég sé Írafár (28. vikur, 233. stig)
6. Spice Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
7. Þjóðsaga Papar (36. vikur, 228. stig)
8. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
9. Frelsi til sölu Bubbi (29. vikur, 226. stig)
10. Jagged Little Pill Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2012 | 05:54
Pötur ársins 2005
Þá er komið að árinu 2005. Þegar topp 10 er skoðaður er Coldplay eins og krækiber í helvíti. Einn meðal íslensku platnanna og maður spyr sig hvort hætt sé að gefa út frambærilegar plötur erlendis.
Svarið við þeirri spurningu er NEI. En hvar eru þær? Ég meina Mariah Carey seldi komback albúmið sitt The Emancipation of Mimi í nærri fimm milljónum eintaka í Bandaríkjunum og varð þar fyrst kvenna til að ná topp sæti yfir mest seldu plötuna þar í landi í árslok, síðan Alanis Morissette skartaði því afreki 1996 með plötu sinni Jagged Little Pill.
Í Bretlandi náði James Blunt 10 faldri platínusölu með plötu sinni Back to Bedlam. Báðar þessar plötur voru bara viðvæningar á listum hér á landi og náðu ekki inn á þennan lista hér yfir plötur ársins. Óneitanlega spyr maður sig hvað sé í gangi?
En nóg af tuði, Emilíana Torrini er með stórgóða plötu og ekki aðeins að hún taki árslistann heldur nær í ársloka að skjóta sér í þriðja sæti heildarlistans yfir stigahæstu plötur frá upphafi. Það er náttúrlega bara flott að Raggi Bjarna skuli sitja í 2. sætinu.
Vinsælustu plöturnar á árinu 2005 (Vika 1 52)
1. Fisherman´s Woman Emilíana Torrini (35. vikur, 265. stig)
2. Með hangandi hendi Ragnar Bjarnason (13. vikur, 97. stig)
3. Hildur Vala Hildur Vala (15. vikur, 89. stig)
4. Mugimama Is this Monkey Music Mugison (17. vikur, 84. stig)
5. Pottþétt 38 Ýmsir (11. vikur, 82. stig)
6. X&Y Coldplay (14. vikur, 76. stig)
7. Hljóðlega af stað Hjálmar (20. vikur, 72 stig)
8. Sálmar Ellen Kristjánsdóttir (13. vikur, 64. stig)
9. Hin 12 topplögin Á móti sól (12. vikur, 68 stig)
10. Fleiri ferðalög KK og Maggi Eiríks (10. vikur, 61. stig)
11. Ár og öld Björgvin Halldórsson (7. vikur, 61. stig)
Frá upphafi listans 12.06.1978 52 viku 2005
1. Ágætis byrjun Sigur Rós (61. vikur, 321. stig)
2. Brothers In Arms Dire Straits (39 vikur, 282. stig)
3. Fisherman´s Woman Emilíana Torrini (35. vikur, 265. stig)
4. Greatest Hits Queen (39. vikur, 237, stig)
5. Allt sem ég sé Írafár (28. vikur, 233. stig)
6. Spice Spice Girls (32. vikur, 231. stig)
7. Þjóðsaga Papar (36. vikur, 228. stig)
8. Automatic For The People R.E.M. (30. Vikur, 228. stig)
9. Frelsi til sölu Bubbi (29. vikur, 226. stig)
10. Jagged Little Pill Alanis Morrisette (37. vikur, 221 stig)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)