Samvinnufélagið mitt

Við sem eldri erum munum flest eftir kaupfélögunum allt í kringum landið, Samvinnufélögum eins og Sambandinu eða SÍS eins og það var kallað. Nú segja flesti; Já þetta form gekk ekki upp. Jú það gerði það og gerir enn. Meira að segja þeir sem segja að einstaklingsframtakið sé það form sem skipti mestu og eigi að hampa hvað mest eiga nú samt sinn hlut í stærsta samvinnufélagi landsins og eru jafnvel á launaskrá hjá þessu samvinnufélagi.  Já ég er auðvitað að tala um RÍKIÐ, Samvinnufélagið Ísland.

 

Já þetta er samvinnufélag sem við eigum öll jafnan hlut í. Stóra spurningin þín er hvort þú villt taka þátt í starfi þess, efla það og þannig stuðla að betri afkomu félagsins sem um leið hefur áhrif á alla hluthafana eða standa og tala niður hlutabréfið þitt í félaginu og reyna að skemma það með þeim afleiðingum að allir líði fyrir.

 

Mér finnst kominn tími á að við förum að sinna þessu félagi að heilindum sem heild En ekki eingöngu að efla þá deild sem við eru stödd í hverju sinni á kostnað annarra deila samvinnufélagsins. Við hættum að stela og ræna fjármunum úr sameiginlegum sjóðum félagsmanna og teljum það bara í lagi. 

Hættum að horfa á samvinnufélagið sem einhvern ímyndaðann óvin sem hrauna má yfir í tíma og ótíma og stöðugt tala niður, hvort heldur er á samfélagsmiðlum eða annars staðar.

Hugsum þetta út frá hvað sé best fyrir heildina og fjöldann. Þannig mun líka einstaklingurinn þrífast hvað best, þannig skapast betri skilyrði fyrir bættri afkomu allra hluthafanna. Við veljum okkur nýja stjórn þessa félags á fjögurra ára fresti. Henni er ætlað að stuðla að aukinni hagsæld félagsins alls en ekki eingöngu einstökum deildum eða hluthöfum.

 

Áfram ÍSLAND


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kaupfélögin voru iðulega misnotuð af starfsmönnum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.6.2015 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband