Rokksveitin mín árið 2013

stones1Bítlarnir, Rolling Stones, Elvis Presley, Bob Dylan;  Þessi nöfn eru gjarnan í hópi þeirra fyrstu sem talin eru upp þegar kemur að því að nefna stærstu nöfn tónlistarsögunnar Aðeins tvö þeirra eru þó nefndir rokkarar. Það er Rolling Stones og Elvis Presley.

Fyrir mér er þó aðeins annað nafnið rokkið holdi klætt. Rolling Stones. Vissulega gat Elvis sungið rokktónlist öllum öðrum betur í þá daga. Fyrir mér var Elvis af einhverjum ástæðum svolítið uppblásið egó hins Bandaríska þjóðfélags, einskonar óskabarn og holdgerfingur hins Ameríska draums þar sem draumur hins unga manns um frægð og frama gekk eftir vegna einhverskonar hjónabands dugnaðar og heppni. Fyrstu lögin sem frá Elvis komu voru engin rokktónlist. Og loks þegar hann fór að syngja rokktónlist var það svolítið dauðhreinsað, en Röddin - Já maður lifandi...


Vegna þessarar einstöku raddar sem Elvis hafði fór hann til sín lög annarra höfunda og gerði að sínum. Hann var borinn á gullstól alla tíð, ef ekki af Ofurstanum þá að ýmist útgefendum eða þeim kvikmyndaverum sem hann starfaði fyrir á hverjum tíma. Andleg eymd hans var svo mikil að hann varð að dæla í sig lyfjum til að meika daginn. Lyfjum sem síðar áttu sinn þátt í að lífi hans lauk allt of snemma í árum talið.
 
Meðlimir Stones lifðu sem rokkarar (alla vega stóru nöfn sveitarinnar. Því þegar talað er um líftíma Rolling Stones er verið að tala um alla þá sem tilheyrt hafa sveitinni.  

Ekki aðeins núverandi meðlimi:
Mick Jagger
Keith Richards
Charlie Watts
Ronnie Wood

Heldur líka fyrrum meðlimi :
Brian Jones
Ian Stewart
Bill Wyman
Mick Taylor
Dick Taylor
Tony Chapman

Sumir þessara meðlima eru ekki lengur meðal okkar, þeir fóru hver á sinn hátt ýmist frá Rolling Stones eða hinu eiginlega lífi. En Rolling Stones er og mun ávalt vera ROKK ´N´ ROLL í mínum huga.

Ég ætla að gera þessa rokksveit að sumarsveitinni minni árið 2013. Og nægi það ekki verður sumarið kryddað með AC/DC af og til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband