Metsöluplata - Hvað er það?

19780623Við könnumst vel við þetta orð Metsöluplata. En hvað þýðir það? Í mínum huga er það plata sem selst hefur betur en aðrar plötur yfir eitthvað fyrirfram ákveðið tímabil. Bandaríkjamenn hófu að birta topp lista yfir best seldu plöturnar þar í landi um mitt ár 1940. Hér heima á Fróni fórum við svolítið seinna af stað. Í dag sjáum við vikulega slíka lista sem til langs tíma voru birtir í Morgunblaðinu en eru nú komnir yfir á Fréttablaðið. Þessi listun á best seldu plötum landsins er ekki ný af nálinni hér á landi því hún á sögu að rekja allt aftur til ársins 1978.

Það var Vísir sem þá hóf að taka saman tölur yfir best seldu plötur landsins og birti niðurstöður vikulega ásamt listum frá bæði Bretlandi og Bandríkjunum. Upplýsingar um plötusölu sem mynduðu Íslenska listann voru fengnar frá plötubúðum í Reykjavík og á Akureyri.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að gera meira við þessa lista en aðeins birta þá einu sinni í viku og svo ekki söguna meir. Því þær plötur sem ná toppi listans hversu skamma stund sem það er geta talist metsöluplötur.

Nú hef égð ráðist í það verkefni að skrásetja í tölvutækt form þessa metsölulista allt frá árinu 1978 til dagsins í dag. Til að verkið verði manni ekki ofvaxið skipti ég því niður í ákveðna áfanga það er frá 1978 til 1989 eða 80's síðan 1990-1999 eða 90's og svo loks 2000 til þess dags sem vinnu við verkið líkur.

Nú er verið að leggja lokahönd á fyrsta áfangann og þegar því er lokið eru listandir keyrðir saman og þá er hægt að fá ýmsar skemmtilegar niðurstöður eins og hver á flestar plötur á topp 10. Hvaða plata hefur setið þar lengst. Hvaða plata hefur setið í 1. sætinu lengst. Hvert er hlutfall íslenskra platna gagnvart erlendum útgáfum og svo framvegis. Ekki er ólíklegt að ég eigi eftir að skjóta fram ýmsum skemmtilegum niðurstöðum hér inn á bloggið. En til gamans ætla ég að segja frá því sem hægt er að túlka sem fyrst á listanum.

Fyrsta Íslenska metsöluplatan það er til að sitja í 1. sæti listans var Brunaliðið - Úr öskunni í eldinn sem sat á toppnum þegar fyrsti listinn var birtur 23. júní 1978.

Duran Duran var fyrst til að eiga tvær plötur á topp 10 á sama tíma en það voru plöturnar Arena og Rio sem báðar sátu á topp tíu 22. febrúar 1985.

Á þessu tímabili fóru 997 plötur inn á topp 10 listann

 - 704 plötur voru erlendar útgáfur

 - 293 plötur voru íslensk útgáfa.

 

Frekari niðurstöður verða svo birtar von bráðar eins og Hver átti flestar plötur á topp 10? Hvaða plata sat flestar vikur á topp 10? Hvaða plata sat lengst í 1. sæti listans? og margar fleiri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband