David Bowie 33. hluti

1. Outside

OutsidebowieÍ mörg ár virðist það hafa verið tónlistarlegt gæfuspor að þeir David Bowie og Brian Eno höfðu ekki unnið saman frá því Berlínarþríleiknum lauk á áttunda áratugnum. Í ársbyrjun 1994 voru um það bil 15 ár síðan þeir skildu að skiptum. Eno hafði fundið sig vel í sínum verefnum t.d. sem upptökustjóri rokksveitarinnar U2 ásamt því að vera titlaður einskonar guðfaðir Abiant tónlistarinnar þar sem hann gat nostrað við hlutina fram og aftur meðan Bowie hafði daðrað við diskóið og rokkið þar sem upptökur voru keyrðar áfram til að þær væri sem líkastar því að vera lifandi og hráar. Eitthvað sem ekki átti heima í hugarheimum Brian Eno. Þessir fyrrum samverkamenn virtust því tónlistarlegaBrian Enohafa fjarlægst hvorn annar svo ljósárum skipti. Þó hafði Bowie opnað ákveðnar dyr í átt að Eno með plötunni Buddha Of Suburbia, þá ekki hvað síst í insturmental lögum plötunnar.

Fundum þeirra félaga bara óvænt saman og eftir stutt samtal komust þeir að því að báðir höfðu svipaða afstöðu til tilraunakenndrar tónlistar og ákváðu að ráðast í verkefni saman. Það átti svo eftir að geta af sér næstu sólóplötu –1.  Outside.  Í janúar 1994 komu þeir þeir Bowie og Eno sér fyrir í Montreux í Sviss ásamt þeim Reeves Gabriel úr Tin Machine og píanósnillingnum Mike Garson.

mikegarsonMike Garson:Ég hljóðritaði í að minnstakosti 35 klukkutíma af tónlist með David. ásamt þeim Reeves og Eno í Montreux,  Þarna var hellingur af stöffi sem aldrei var klárað fyllilega svo líklega hafa þeir efni á einar tíu plötur þarna ef þeir vildu. Mín skoðun er sú að margt af þessu var mikið betra en það efni sem síðar lenti á plötunni Outside. Allt var þetta líka myndað það var myndavél beint að hverjum og einum allan tímann í hljóðverinu. Þetta var einskonar listræn áskorun fyrir Bowie, og metnaðurinn því allsráðandi hjá hverjum og einum. Þetta er einhver mesta sköpunarstund sem ég hef gegnið í gegn um á mínum ferli. Við vorum bara að spila, það var enginn lykill gefinn, engin fyrirfram tónn til að vinna útfrá, ekkert ákveðið form, ekkert, bara frjáls sköpun og leikið af fingrum fram (kölluðum það Inside). Allt var þetta hljóðritað en aldrei bútað niður í útgáfulengd lög.

Eftir að þessari tilraunastarfsemi lauk var hóað í gítarleikarann Carlos Alomar, Erdal Kizilkay á bassa og synthesizers og loks trommarann Sterling Campbell og grunnar plötunnar 1. Outside síðan teknir upp á aðeins 10 dögum. Eftirvinnsla laganna tók um 18 mánuði. Sú vinna var að stórum hluta í höndum Eno sem líkt og fyrr dundaði sér við lögin með sín töfratæki og tól.

outside_LPMeðan föndrið fór fram brá Bowie sér m.a. í hljóðver til að syngja inn á plötuna Heaven And Hull sem skráð er sem þriðja sólóplata gítarsnillingsins Mick Ronson þó hún hafi ekki verið fullunnin fyrr en eftir andlát hans.
Platan 1. Outside sem komst á markað 25. september 1995. fékk fína dóma gagnrýnenda sem flestir gáfu henni þrjár stjörnur af fimm. Líkt og stórstjörnu siður var á þessum tíma kom gripurinn einnig út sem LP plata en þar voru sum verkanna stytt vegna tímalengdar og af þeim sökum var gripnum fundið annað heiti; Excerpts From Outside

1.Outside er þemaplata, Tónlistarlega er hún líklega einhver svartasta plata sem úr smiðju Bowie hefur komið. Dauðinn á sínar göngur hér, enda kemur hann við sögu í nokkrum laga plötunnar sem er undarleg blanda teknó tónlistar og rokks. Þó menn heyri þar jassskotin áhrif sem höfðu þó verið meira áberandi í Black Tie White Noies og til voru þeir sem fundu samsvörun við Plastic Soulplötuna Young Americans. Í frumútgáfu umslags 1. Outside mátti finna einskonar örsögu sem átti sinn þátt í að magna hughrif gagnrýenda og plötukaupenda. Sagan sem er í dagbókarformi heitir "Diaries of Nathan Adler". Hún  gengur í stuttu máli út á rannsókn á morði á 14 ára stúlku sem myrt hefur verið myrt á furðulegan hátt. Þessari sögu er ætlað að skýra að hluta tónlistarlega nálgun verksins.

BasquiatBowie náði enn á ný til yngri hlustenda og gamlir Bowie aðdáendur gátu nú enn einu sinni risið úr sætum sínum, stoltari en nokkru sinni fyrr og bent á fortíð hans. Milli þess sem Bowie vann að plötunni 1. Outside opnaði hann sýningu á myndlist sinni í Cork Street listasafninu í apríl undir yfirskriftinni New Afro/Pagan And Work 1975-1995.

Tveim mánuðum síðar hóf hann störf fyrir framan myndavélarnar í hlutverki Andy Warhols í myndinni Basquiat. Myndin hlaut nokkra athygli og þótti Bowie komast vel frá sínu hlutverki og var lof á hann borið fyrir sinn þátt myndarinnar.

GailÍ kringum útgáfu plötunnar 1. Outside var haldið í hljómleikaferð um víða veröld Ferðin hófst í Bandaríkjunum og Kanada, og þaðan var haldið til Evrópu. Með í för mátti sjá, auk gamalkunnra félaga eins og Mike Garson en heil 22 ár voru síðan þeir höfðu farið í slíkt ferðalag saman, Reeve Gabrels mátti líka sjá á sviðinu og nýjan bassaplokkara, þeldökka glæsidömu með frábæra bakrödd að nafni Gail Ann Dorsey, en hún átti eftir að vinna talsvert með Bowie næstu árin. Með í för var einnig hljómborðsleikarinn Peter Schwartz sem reyndar féll úr hópnum þegar að Asíuhluta ferðarinnar kom. Það gerðu líka þeir Carlos Alomar og George Simms. Það þótti tíðindum sæta að á fyrsta hluta Bandaríkjaferðarinnar sté á svið með Bowie hljómsveitin Nine Inch Nales og á lokahljómleikum ferðarinnar um Ameríku var mættur á sviðið ekki minni jöfur en sjálfur Morrissey. Það að slík stórnöfn skuli vera fáanleg með Bowie og það sem einskonar upphitunarnúmer sýnir enn og sannar hvað nafn hans er hátt skrifað í tónlistinni.
Eins og lög gera ráð fyrir voru nokkur laga plötunnar mixuð fram og aftur og gefin út á smáskífum. M.a. lögin Hallo Spaceboy, Strangers When We Meet og The Hearts Filthy Lesson. Ýmis önnur lög og eldri í nýjum hljóðritunum mátti heyra á þessum smáskífum t.d. tónleikaupptökur laga eins og Under Pressure og Moonage Daydream.

Haustið 1997 var Bowie staddur með allt sitt lið í New York borg og tilbúinn með efni á næstu plötu, það var því fátt annað að gera en bregða sér í hljóðver enn og aftur og taka þar upp efni sem þegar hafði verið prufukeyrt á hljómleikaferðalaginu. Þessi vinnuaðferð, það er að semja efni næstu skífu á tónleikaferð síðustu plötu minni óneitanlega á þau vinnubrögð sem Bowie hafði viðhaft á þeim árum sem Ziggy réði ríkjum. En svo virðist að á slíkum ferðum sé Bowie listagyðjunni tryggur og trúr. Almennt voru menn á einu máli að með plötunni 1. Outside væri Bowie kominn aftur heim, aftur í heim þeirrar veraldar sem hann hafði á áttunda áratugnum skrá tónlistarlegt lögheimili sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband