Hugleiðing Ertu viss um hvað þér finnst

Tölvur eru merkileg fyrirbæri. Líklega hafa engin tæki nútímans jafnmikil áhrif á daglegt líf fólks og tölvan. Samskipti manna fer orðið fram gegnum tölvur, samskiptaforrit eins og Facebook eiga sína drauma daga. Fólk sækir afþreyingu sína án endurgjald í tölvuna. Hvort sem það er tónlist, kvikmyndir eða önnur list. Allt á þetta að hljóma vel og vera frítt líka. Listamenn geta bara reynt að græða á tónleikahaldi. Það fara örugglega einhverjir á slíka viðburði sé það ekki upptekið í tölvunni við hala niður síðustu plötu listamannsins. Fólk verslar orðið í gegnum tölvuna. Hvort sem það eru föt eða aðrar nauðsynjar og krefst þess að það sé ódýrara en í verslunum þar sem ekki þurfi verslunarrými með afgreiðslufólki. Fólk sækir kynlífið sitt í tölvuna, finnur þar maka sem og martaruppskriftir. Leitar þar ráða hvað eigi að vera í matinn þann daginn.

 

Allt er þetta gott og blessað fyrir sumum og það sem verra er að nú er svo komið að fólk sækir hugmyndir sínar og skoðanir líka í  tölvuna. Það svona kíkir á hvaða skoðun er nú vinsælust núna. Já Free nipple,  - Já ég ætla að vera með þá skoðun. Nú Vá eru allir byrjaðir að vera á móti rasisma - Já best að vera á móti því líka, Nú eru allir að pönkast í þessum pólitíkus - Já best að vera á móti honum líka. OK nú er í tísku að vera trúlaus og á móti kirkjunni. Já best að taka þá afstöðu. Þetta virðast vera svo margir sem garga. Maður getur nú ekki verið í þögla hópnum. Þá er bara hraunað yfir mann.

 

Þetta er magnað hvernig hún verður til þessi gengdarlausa hjarðhegðun. Fólk tekur afstöðu án þess að skoða málin eða velta þeim fyrir sér á nokkurn hátt. Skoðanir fengnar að láni. Jafnvel lesa nokkur rök fyrir málinu og gera þau að sínum.

Veltir því aldrei fyrir sér hver mataði það á upplýsingunum og í hvers þágu þessi skoðun eða hin er.

 

Ég velti því fyrir mér hvort tölvur muni á endanum drepa gagnrýna hugsun. Ég veit það ekki það væri kannski ráð að gúggla líkurnar á því.


Túngumál

18892942_689451414575853_1181544833649486190_nÉg held að þeir sem mig þekkja viti vel að ég hef verið einlægur aðdáandi Bubba svo lengi sem ég man. Ekki ætla ég að rekja þá sögu hér heldur aðeins minnast á nýjustu plötu hans, Já svona renna aðeins yfir hana eins og sagt er og stinga inn nokkrum staðreyndum til fróðleiks.

Byrjum á því sem við getum talið. Tungumál er 30 hljóðversplata Bubba sem sólista í fullri lengd með nýju efni. Ef við númerum lögin á ferlinum og teljum aðeins lögin á upprunalegu útgáfunum, sleppum öllu aukaefni hvort sem það er á CD útgáfum eða endurútgáfum þá er upphafslag plötunnar Tungumál númer 335 á ferlinum. Hana nú.

Að sjálfsögðu eru plötunnar og lögin mikið, mikið fleiri. Því hér erum við aðeins að ræða hljóðversbreiðskífur með nýju efni, sem dæmi í þessari talningu er Tungumál ellefu laga plata. CD útgáfan skartar tveim aukalögum sem ekki eru á vínylútgáfunni. Vona ég að allir séu nú farnir að fatta hvernig þetta er talið.

Þegar maður rennir yfir feril Bubba minnir hann mann óneytanlega á stjörnuljós. Við vitum hvernig ljósagnirnar spýtast í allar áttir þegar maður kveikir á stjörnuljósi. Bubbi er búinn að vera út um allt, textalega, tónlistarlega. Hann hefur verið óhræddur við að stíga inn á nýjar slóðir, kanna akrana en um leið náð að gera tónlistina að sinni.

Síðasta plata var samnefnarinn Konur. Nú er það Suður Ameríka. Þó má finna skemmtilega tenginguna á þessari plötu við 18 konur. í laginu Konur.

Það að Bubbi færi til Suður Ameríku í leit að kryddinu á plötu var eiginlega meira spurning hvenær en ekki hvort. Hann hefur daðrað við þessa tónlist allan sinn feril. Til er hljóðritun af Stál og hníf frá upphafsárum ferilsins með suðuramerískum blæ. Spánskur dúett í Breiðholti og svo mætti áfram telja. Bóleró takturinn t.d. liggur gegnum ferilinn eins og fínt ofin strengur. Það sést kannski ekki alltaf í þennan streng en hann er þarna undirliggjandi og stundum glittir í hann. Svo verður hann alsráðandi eins og með Kúbuplötunni, og aftur nú er er þó allt öðruvísi, allt aðrir litir.

Tónlistarlega er Tungumál þýð og mjúk plata en um leið hörð og markviss án málamiðlana. Formið er neglt og síðan er leikið sér innan þess. Þessi aðferð Bubba heppnast vel og rúmlega það. Bubbi syngur þessa plötu líka fantavel. Það er létt yfir honum. Engin áreynsla, engin vonska eða reiði, Þó glittir í sársaukann, sem eykur manneskjuna á plötunni. Heilt á litið eru þetta nettar ástarjátningar og sumarsveifla af bestu gerð. Það er engin æsifréttamennska í gangi. Þetta er mikið frekar plata gleði og birtu.

Textalega heldur hann áfram frá síðustu plötu. Þar sem aftur voru komnir textar sem leystu af langa ljóðbálka sem misprýddu plötur áranna á undan.

Þegar hlustað er á plötuna endurtekið síast inn hjá mér hve sjálfmiðaðir textarnir eru. Bubbi er í raun að fjalla um sjálfan sig í flestum textanna. Minna um almenna þjóðfélagsrýni þó auðvitað liggi leiðir saman á köflum . Hann syngur svo til alla plötuna í 1. persónu. Sem bíður uppá að hver maður getur gert textann að sínum og sungið hann sem sinn, finni hann sig í textanum. Svo geta menn ákveðið svona hver fyrir sig hvort það er plús eða mínus. Þetta er spurningin um „er ég að segja frá mér“ eða „tala um einhvern“. Líklega ein fyrsta ákvörðun hvers rithöfundar sem ætlar að skrifa bók. Það er ekki fyrr en í fjórða lagi plötunnar Skilaðu skömminni sem þó er líklega persónulegasta yfirlýsingin á plötunni að hann stígur út og syngur í annarri persónu.

Í raun er fátt á þessari plötu sem minni á Bubba á upphafsárunum þó glittir í þann gamla góða skömbung í laginu Bak við járnaðan himinn. Hér er ég að tala um stíl og söng. Lagið er fyrir mér eitt af betri lögum plötunnar. Og talandi um það þá er eiginlega varla hægt að taka einstök lög út og segja þau betri en önnum. Þetta myndar saman eina sterka heild og það gerir þessa plötu eina af hans betri hin síðar ár. Þetta þema gengur fyllilega upp og ég óska Bubba og okkur öllum til hamingju með þessa fallegu sumargjöf.
Svona í lokin kaupið tvær síðustu plötur Bubba og berið þær saman. Báðar með þeim betri í langan tíma jafn ólíkar og þær eru. Ég lofa þær bara auðga líf ykkar.

Ég ætla svo að gerast sjálfmiðaður í lokin og segja Mikið er ég glaður að Bubbi skyldi senda þessa plötu frá sér og það á vínyl líka.

PS. Textar og frágangur á upplýsingum á umslagi er eini stóri mínus plötunnar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband