Óttaleysið

Ég hálfkveið deginum, Útborgunnar dagur, Andskoti skyldi .það nægja fyrir því sem ég yrði að greiða í dag... Déskolli... Ég reyndi að íta þessum fyrsttu hugsunum dagsins frá mér án árangurs. Ég gekk inn í eldhúsið.

Hún sat við eldhúsborðið og skóf síðustu skeiðarnar af Súrmjólkinni og Cerios af disknum upp í sig. Leit á mig með brosi og sagði - Sjáðu Pabbi ég er að verða búinn með matinn minn.
 - Já, flott hjá þér svaraði ég annars hugar, settist og rendi augunum yfir dagblaðið. - Ég er líka viss um að þú átt eftir að njóta þess í dag að hafa klárað morgunmatinn þinn hélt ég áfram til að segja nú eitthvað.  Bætti svo við - En farðu svo beint að klæða þig í útifötin við erum að verða of sein í skólann , það er ef þú ætlar að mæta á réttum tíma.
 - Já, en ég fer svo beint til ömmu eftir skóla, ég þarf að ná í dúkkuna mína, ég gleymdi hinni hjá ömmu í gær.
 - Nú, alltaf eitthvað! OK þá gerir þú það.

Stuttu síðar gengum við feðginin í átt að skólanum. Það var hrollkalt úti og ennþá myrkur. Hún læddi hendinni í mína og ég leit niður til hennar.
- Þú varst óheppin að gleyma dúkkunni hjá ömmu, varstu þá bara að sofa ein í rúminu þínu í nótt? 
- Já, svaraði hún og setti hettuna á úlpunni betur upp.
- Ertu viss um að dúkkan sé hjá ömmu, ertu ekkert hrædd um hana svona aleina í sófanum hjá ömmu? Spurði ég og glotti inra með mér. Ætlaði að stríða henni svolítið. En svarið eyddi stríðnishugmyndinni hinsvegar algerlega
 - Hún er hjá ömmu ég er alveg viss um það, og ég er ekkert hrædd um dúkkuna pabbi. Ég bað nefnilega Guð að passa hana í gærkvöldi þegar ég fór með bænirnar mínar. Og þegar maður er búinn að biðja Guð fallega að passa eitthvað þá gerir hann það. Þannig að ég veit að það er ekkert að dúkkunni minni. Alveg eins og Guð passar þig og mig á nóttinni af því ég bið hann fallega um það.

Ég þagði en hugsaði með mér já - Lærðu nú eitthvað maður - Hér er 8. ára barn búið að segja þér hver lausnin er við ótta daglegra hluta er eins og þegar maður gleymir dúkkunni sinni hjá ömmu. Eða hvort maður fái nóg útborgað.

Ungur nemur - Gamall temur,  hafði hér verið snúið við og gefið mér kost á að læra, læra eitthvað sem ég ætti að kunna en fyrir löngu gleymt að tileinka mér í hrokanum. Þessum hroka að ég væri maðurinn og maðurinn væri öllum æðri. Ég gerði mér líka grein fyrir að gönguferðir með dætrunum í skólann væri innihaldsríkari en maður ætlar. Það er ef maður hefur aðeins vit á að hlusta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband