Færsluflokkur: Menning og listir
Fimmtudagur, 4. október 2012
Uppgjör - Til Stínu
Það kemur sú stund í lífinu að maður þarf að gera sér grein fyrir hlutunum og viðurkenna stöðuna fyrir sjálfum sér, þó sár sé.
Fyrir mörgum árum hellaðist ég af stúlku en við áttum enga samleið. Þetta er samið til Stínu. (og þær eru tvær). Svona var þetta bara.
Við fundum svo vel að það væri eitthvað að
Saman við lögðum þó bæði af stað
Í átt (ina) til sólar sem þó aldrei skein
uns skyndilega heyrðum skerandi vein
Skildum um síður það vorum við sjálf
sem aldrei fórum heil, aðeins rúmlega hálf
Það lá alltaf fyrir; sitthvor átt
Aðeins þannig heil og í fullri sátt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Óttaleysið
Ég hálfkveið deginum, Útborgunnar dagur, Andskoti skyldi .það nægja fyrir því sem ég yrði að greiða í dag... Déskolli... Ég reyndi að íta þessum fyrsttu hugsunum dagsins frá mér án árangurs. Ég gekk inn í eldhúsið.
Hún sat við eldhúsborðið og skóf síðustu skeiðarnar af Súrmjólkinni og Cerios af disknum upp í sig. Leit á mig með brosi og sagði - Sjáðu Pabbi ég er að verða búinn með matinn minn.
- Já, flott hjá þér svaraði ég annars hugar, settist og rendi augunum yfir dagblaðið. - Ég er líka viss um að þú átt eftir að njóta þess í dag að hafa klárað morgunmatinn þinn hélt ég áfram til að segja nú eitthvað. Bætti svo við - En farðu svo beint að klæða þig í útifötin við erum að verða of sein í skólann , það er ef þú ætlar að mæta á réttum tíma.
- Já, en ég fer svo beint til ömmu eftir skóla, ég þarf að ná í dúkkuna mína, ég gleymdi hinni hjá ömmu í gær.
- Nú, alltaf eitthvað! OK þá gerir þú það.
Stuttu síðar gengum við feðginin í átt að skólanum. Það var hrollkalt úti og ennþá myrkur. Hún læddi hendinni í mína og ég leit niður til hennar.
- Þú varst óheppin að gleyma dúkkunni hjá ömmu, varstu þá bara að sofa ein í rúminu þínu í nótt?
- Já, svaraði hún og setti hettuna á úlpunni betur upp.
- Ertu viss um að dúkkan sé hjá ömmu, ertu ekkert hrædd um hana svona aleina í sófanum hjá ömmu? Spurði ég og glotti inra með mér. Ætlaði að stríða henni svolítið. En svarið eyddi stríðnishugmyndinni hinsvegar algerlega
- Hún er hjá ömmu ég er alveg viss um það, og ég er ekkert hrædd um dúkkuna pabbi. Ég bað nefnilega Guð að passa hana í gærkvöldi þegar ég fór með bænirnar mínar. Og þegar maður er búinn að biðja Guð fallega að passa eitthvað þá gerir hann það. Þannig að ég veit að það er ekkert að dúkkunni minni. Alveg eins og Guð passar þig og mig á nóttinni af því ég bið hann fallega um það.
Ég þagði en hugsaði með mér já - Lærðu nú eitthvað maður - Hér er 8. ára barn búið að segja þér hver lausnin er við ótta daglegra hluta er eins og þegar maður gleymir dúkkunni sinni hjá ömmu. Eða hvort maður fái nóg útborgað.
Ungur nemur - Gamall temur, hafði hér verið snúið við og gefið mér kost á að læra, læra eitthvað sem ég ætti að kunna en fyrir löngu gleymt að tileinka mér í hrokanum. Þessum hroka að ég væri maðurinn og maðurinn væri öllum æðri. Ég gerði mér líka grein fyrir að gönguferðir með dætrunum í skólann væri innihaldsríkari en maður ætlar. Það er ef maður hefur aðeins vit á að hlusta.
Mánudagur, 21. apríl 2008
Guð í textum Bubba - Saga 1
Guð í textum Bubba
Fjórir naglar. Bubbi er nú ekki beinlínis neinn nagli á þessari plötu. Það verð ég að segja. Getur það verið að ádeilusöngvarinn Bubbi Morthens sé bara dáinn. Maðurinn sem spyr situr við hlið mér í leigubíl á leiðinni frá Lækjargötu suður í Hafnarfjörð. Umræðuefnið er nýjasta plata Bubba Morthens, Fjórir Naglar.
- Nei, langt í frá svara ég, menn eru bara svo helvíti frosnir í hugsun að þeir skilja ekki að ádeilan getur verið innhverf.
- Ha? svara maðurinn við hlið mér, Innhverf? endurtekur hann.
- Já, svara ég, ég sagði það. Það er að ádeilan snýst ekki alltaf um að deila á ríkisstjórnina, forsetan, páfann eða auðvaldið eða aðra veraldlega hluti, menn eða málefni, heldur á sjálfan sig, hugsun sína og eigin tilfinningar. Mér er að hitna í hamsi og held áfram:
- Mikið djöfull geta menn verið greindarskertir, af hverju geta menn ekki gert sér grein fyrir því að þó tónlistarmaðurinn, söngvarinn Bubbi eigi gargandi velgengni að fagna getur persónan Bubbi Morthens, maðurinn sjálfur verið á leið í gegnum helvíti efasemda og sorglegra tilfinninga. Þó Bubbi Morthens sitji á sviðinu með gítarinn og spili brosandi um Stúlkuna sem starir á hafið getur allt eins verið að honum líði eins og sjóreknu líki innra með sér. Ekki það að það þurfi svo að vera en kommon, Bubbi Morthens hefur alla tíð samið um sig, hugsun, langanir og þrár. dæmi; Stál og hnífur: Um hvern fjandann er þessi texti Mig dreymdi að dauðinn sagði komdu fljótt. Hvern dreymdi þetta; Bubba Morthens. Ekki dreymdi þig það. Og ég held áfram: Ísbjarnarblúsinn? Ég ætla aldrei, aldrei , aldrei að vinna í Ísbirninum Það var Bubbi Morthens sem var að lofa þessu, ekki þú. Ég er allur að hitna í þessari skemmtilegu umræðu við ónefndan vin minn í leigubíl á leið í Hafnarfjörð.
- Já, hver djöfullinn svarar vinur minn sem að upplagi er góð sál sem má ekkert aumt sjá. OK já, já ég er strax farinn að vorkenna Bubba Morthens, Það þyrfti einhver að taka utanum hann og hugga hann. Heldur félagi minn áfram og verður hálf dapur á svip þó hann reyni að glotta. En ég fer þó ekki ofan af því að það vantar ádeilutextana á þessa plötu. Bubbi er ekki að boxa neinn á þessar plötu.
- Nú, jæja þú ert furðulegur, það þarf semsagt alltaf einhver að liggja eftir í blóði sínu til að þér líki við plötur með Bubba? spyr ég. Og man svo skyndilega eftir sameiginlegri aðdáun okkar á Ragnheiði Gröndal og snara því óðar fram Ekki hjó nú Ragnheiður Gröndal neinn í herðar niður með ástarlögunum sem þú ert svo hrifin af og vísaði þar í aðdáun hans og reyndar okkar beggja á lögunum Ást og Með þér.
- Hey kommon svarar félagi minn Hún er bara svo flott og stórkostleg söngkona. Ekki fara að líkja henni saman við Bubba Morthens, HALLÓ
- Ég er svo sem alveg sammála því svara ég, og ég er ekkert að líkja þeim saman en af hverju þarf Bubbi að höggva mann og annan?
- Af því Bubbi er Bubbi grípur vinur minn fram í. Bubbi á að rífa kjaft, hann á að boxa menn og bíta frá sér. Það er sá Bubbi sem þjóðin tók ástfóstri við 1980.
- Rangt og ég er ósammála, svara ég Bubbi var rokkstjarna alveg til 1985. Þjóðin tók engu ástfóstri við hann á þeim tíma. Umdeildur og kjaftfor rokkari. sem stór hluti unglinganna fílað. Það var ekki fyrr en 1985 þegar Kona kom út að þjóðin, fólk á miðjum aldri fór að leggja við hlustir. Það var konuplatan sem breytti myndinni og stækkaði aðdáendahópinn.
- OK , hvern fjandann er ég að rífast við þig um Bubba Morthens. Það er eins og að fara að þrasa um Guð við Jesú Krist. svarar vinur minn og hristir höfuðið í uppgjöf.
Í andartaks þögn okkar gellur í leigubílstjóranum Hey þetta eru 3800 krónur. Við lítum upp og horfum á manninn eins og hann væri geimvera Ha 3.800 svara ég, Já ég er búinn að vera hérna fyrir framan húsið í nærri fimm mínútur meðan þið eruð að þrasa um Bubba Morthens svarar bílstjórinn og glottir. Já, einmitt svara ég,
- Borgaðu manninum segi ég við félaga minn og um leið og ég opna hurðina og stíg út. Ég sé að hann hendir 5000 kalli í bílstjórann Eigðu afganginn þú ert fínn og svo snarast félagi minn út úr bílnum.
- Hætti Bubbi þá að rokka og rífa kjaft 1985? spyr félagi minn nú kominn suður í Hafnarfjörð og sigurglottið fæðist á andliti hans. Ég vissi að hann taldi sig nú hafa mig í hendi sér að ég skyldi enn vera að hlusta á söngvara sem hafði ekki rifið kjaft frá því 1985.
- Nei, hann bara stækkaði aðdáendahópinn 1985 svo kom MX-21 Frelsi til sölu, pólitískasta plata íslenskrar rokksögu fíflið þitt, og svo Dögun í kjölfarið sem er enn meðal best seldu platna sögunnar. Ég sá að glottið hafði vikið fyrir íhugun orða minna. - Og eftir það tóku allar ástarplöturnar við. Skítur vinur minn inn í um leið og hann dregur upp húslyklana og opnar útidyrnar á húsinu sínu í Hafnarfirði
- Já ef þú vilt stimpla plötur eins og Sögur af landi og Kúbuplötuna sem ástartexta eða GCD með Rúnar svara ég og byrja að hlæja að fáfræði félagans. vitandi að hann vissi betur.
OK áratugurinn kominn og þá kom Brynja.
- Já. Svara ég um leið og við löbbum inn. Hún kom um líkt leiti og þú kynntist Kötlu, minnugur þess að Lífið er ljúft hafi hljómað í húsi vinar míns í Hafnarfirði árið sem hún kom út og hann yfir sig ástfangin af Kötlu, nýju konunni í lífi sínu. Skoðaðu nú bara þessar ástar plötur Bubba og vittu hvort þú finnur ekki ádeiluna þar líka. Svara ég um leið og ég gríp umrædda plötu um hið ljúfa líf og byrja að lesa textann um flokkinn sem vantaði trúbadorinn eftir minni og skellti mér svo í Sum börn þegar ég hafði fundið hann í textabókinni.
Eigum við að taka næstu plötu segi ég og gríp 3 heimar úr hillunni hjá honum
- OK, OK. Got the point. En er Fjórir Naglar sambærileg við þessar plötur? spyr hann
- Af hverju fara menn alltaf að bera saman appelsínur og epli. Þarf alltaf að bera plötur saman við aðra plötu. Bók saman við síðustu bók? Berum við menn saman við aðra menn? Ekki ber ég þig saman við litla bróðir þinn. svara ég hlæjandi, enda hefði mamma þín örugglega hent þér hefði hún gert það. Ég brosi stríðnislega við vini mínum.
- Nú við berum konur saman við aðrar konur mótmælir félagi minn
- Erum við núna hættir að tala um Bubba Morthens og farnir að ræða konur spyr ég, og verð hálf svekktur yfir þessum umsnúningi samtalsins.
- Já af hverju ekki þær eru mikið fallegri en Bubbi svarar vinur minn
Aha og Katla heima minni ég hann á
- Já OK Orsök og afleiðing muldrar hann í lægri tóntegund.
- Nei þetta er bara afleiðing þú ert að afleiða samræðurnar svara ég
- Og þú ert kominn í orðaleiki svarar hann
- Já þeir eru skemmtilegir. svara ég strax, alveg helvíti skemmtilegir endurtek ég um leið og ég set fyrri söguplötuna í spilarann og Stál og hnífur fer að óma lágt úr hátölurunum.
- OK aftur að Bubba hvar seturðu Fjóra Nagla í kataloginn hvað gæði varðar spyr félagi minn um leið og hann sest niður í ljósan þriggja sæta sófann
- Ég set hana fremst í hilluna af því hún verður spiluð mest næstu vikurnar. Og einu get ég lofað þér að ef ég yrði fenginn til að setja saman Söguplötu 2000 til 2010 þá verða örugglega 2-3 lög af henni á þeim safndisk svara ég og reyni að leggja samfæringu í mál mitt.
- Hvar er toppur þessarar plötu? spyr hann, Ég meina hvar liggur styrkur hennar?
- Tvímælalaust í melódíunni svara ég strax
- Já, einmitt, en ekki í textunum? svarar hann og telur sig nú aftur hafa komið mér til að samþykkja bitleysi Bubba í textagerðinni á nýju plötunni.
Ég reyni að malda í móinn - Þetta er dæmigerður Bubbi, Bubbatextar, Bubbalög og allur sá pakki . OK það vantar kannski þessar stóru myndir sem þú finnur á plötum eins og Sögur af landi, Þessa löngu texta. En engu að síður er var og verður þessi plata Bubbi Morthens með allri sinni snilld segi ég og legg þunga í orð mín.
- Já Það er engin Agnes og Friðrik þarna. Grípur félagi minn frammí, Flottasta lag ever heldur hann áfram eins og við sjálfan sig.
- Guð er þarna svara ég og hann er mikið stærri en Agnes og Friðrik samanlagt.
- Aha, Þú meinar OK
- Já held ég áfram og gríp aftur fram í, Ég meina að Bubbi virðist gengin í gegnum þann þroska að þora að viðurkenna tilvist Guðs í lífi sínu segi ég spekingslega. Líkt og ég hafi átt langt og ítarlegt persónulegt samtal við Bubba um samskipti hans við Guð eða við Guð um Bubba.
- Nei-hei, nú er það ég sem ætla að vera ósammála þér. Svarar vinur minn. - Bubbi hefur alla tíð samþykkt og játað tilvist Guðs og Jesú Krists.
- Nú jæja, hvað hefurðu fyrir þér í því spyr ég háðskur ákveðinn í að vera ósammála þessari fullyrðingu.
- Textarnir hans, Hvar var þá Guð og hans eingetni sonur, fóru þeir kannski líka á blóðugt fyllirí sönglar félagi minn úr laginu Chile af Plágunni.
- Þetta er nú ekki beint texti af trúarlegum toga þó hann minnist á Guð í honum, malda ég í móinn vitandi að nú ég er að grafa mér gröf í þessari umræðu. En held þó áfram án þess að bakka, en í lægri tón Þó hann persónugeri Guð og Krist KOMMON
- Víst þú syngur ekki um einhvern eða eitthvað sem er ekki til. og ég er næstum viss um að Bubbi syngur ekki um eitthvað sem hann hefur ekki trú á að sé til. Svo ætla ég að minna þig á gamla snilld frá sjálfum þér sem ég hugsaði mikið um á sínum tíma. Hvernig orðaðir þú það aftur? Já alveg rétt, Maður er ekki orðinn fullorðinn fyrr en maður hefur öðlast þroska til að hætta að ásaka forelda sína og kenna þeim um uppeldið. Manstu þegar þú sagðir mér þetta spyr félagi minn.
- Já, já OK, lýg ég og man það ekki, en Bubbi hefur alla tíð persónugert hluti Frystikistu sem hlær, Stimpilklukku sem býður góðan daginn og vitna þar í Ísbjarnarblús og Þorskacharleston.
- Halló! halló! hvar er heilinn í þér staddur núna spyr félagi minn, Hvar er skýringahandbókin, Gæti verið að þetta séu myndlíkingarnar. Maður þarf ekki mikið á milli eyrnanna til að sjá og setja Frystikistuna sem manneskju, Þessi köldu persónu sem tekur gróðann fram yfir mannlega þáttinn. Stimpilklukkan er í mínum huga bara verkstjórinn sem býður þér glaður góðan daginn þegar þú mætir á réttum tíma en horfir á þig ísuðum augum og lítur á úrið sitt þegar þú kemur of seint. Nema þú haldir að Bubbi hafi verið svo reyktur að hann hafi eytt kvöldunum á spjallið við frystikistur og stimpilklukkur á verbúðunum í gamla daga? Vinur minn hlær.
- OK svara ég og játa mig sigraðan. Nenni ekki að þrasa við hann um myndlíkingar í textum. hvorki Bubba né annar en reyni þó að grípa í einhver hálmstrá, En Toll á nú þennan texta. Chile segi ég til að segja eitthvað
- Og? spyr vinur minn hissa og hættir að hlæja. OK Og endurtekur hann?
- Það er Tolli sem trúir á Krist og Guð Hann samdi textann
- Það nú ekki mikið loft í þessum björgunarhring hjá þér svarar vinur minn af stakri rósemd vitandi að hann var farinn að moka yfir mig og glotti stórt, Förum þá bara í Sieg Heil með Egóinu, segi hann rólegur, Hvernig var það aftur. Þar sem talað er um Júdas og Krist á krossinum, Og svo man ég eftir jaaaa Utangarðsmenn um Júdas frá Ískraíot. Bubbi er fullur af trúartilvitnunum mestan hluta ferilsins, ef ekki beint þá óbeint.
Ég ætla að fara að malda eitthvað í móinn en skyndilega birtist konan hans í stofugættinni
- Nú komnir heim?
- Já svarar félagi minn og lítur svo á mig - Fáum okkur koníak segir hann nennir þú að hella upp á gott kaffi handa okkur Katla spyr hann konuna sína. Snýr sér svo aftur að mér og heldur áfram, rétt eins og við séum enn bara tveir í stofunni.
- Ég held í sannleika sagt þetta með Guð í textum Bubba þá hafi hann bara öðlast þann þroska að þora að viðurkenna að til sé máttur sem er stærri en hans eigið egó. Menn stækka við það að skilja smæð sína. Þeir vita mikið betur hvar þeir standa í lífinu fullyrðir hann á meðan hann heillir góðum slurk í tvö koníaksglös. Bubbi er hættur að ásaka Guð fyrir voðaverk mannsskepnunnar. Hann hefur þroskast og öðlast skilning að maðurinn er manninum verstur.
- Já kannski, svara ég orðinn eins og annars hugar, þó vitandi að nú tækju við umræða um trúmál og þar var félagi minn víðlesinn andskoti og ég yrði ekki aðeins jarðaður í umræðunni heldur yrðu mokað endanlega yfir mig líka. Um leið og ég slurkaði í mig koníakinu í einum stórum sopa heyrðist rödd Bubba í hátölurunum
Bak við veggi martraðar
myndin af þér lifir
margoft hef ég gullið mitt
reynt að komast yfir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)