Færsluflokkur: Ljóð
Föstudagur, 5. október 2012
Það er til von
Vonin er magnað fyrirbæri. Vonin er eins og barn. Þegar vonin fær að vaxa og dafna innra með okkur verður hún að þrá og þegar við eru farin að þrá eitthvað setjum við gjarnan stefnuna þangað, hvort heldur það er meðvitað eða ómeðvitað.
Þetta er samið á geðdeildarárunum raulað við eigið lag, tilurðin er þegar kona sem þar var sagði mér frá því að allt væri vonlaust, hún hefði misst einu ást sína fyrir mörgum árum og þann dag haf lífi hennar lokið.
Segðu mér sögu þína systir
frá því þegar þú ástina misstir
Ég skal hlusta á þig hljóður hér þar sem ég sit
Já og hvenær þú fékkst meira en nóg
Þeim degi er líf þitt í kvöl sinni dó
Og þegar heimur þinn allur breytti um lit
Í staðin skal ég segja þér frá gyðjunni minni
sem ég geymir um allt í hjartanu inni
Hún læddist í hjartað, já (hún) bara kom
Hún færði mér brosið og léttir mér líf
hún hefur forðað mér frá því að allt hér sé stríð
Þessa gyðju kalla ég VON
Já vonin er mögnuð mín systir
hún bætir upp allt sem að þú misstir
Hún læknar alla þá heift sem í hjarta þú berð
Þetta er óþarfi allt, þú þarft ekki að þjást
Hún mun færa þér aftur jákvæðni og ást
Leyfðu henni að fylgja þér hvar sem þú ferð
Hún er mögnuð þessi gyðja ég kalla ´ana von
Hún er mögnuð þessi gyðja ég kalla ´ana von
(samið á geiðdeild haustið 1998)
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. október 2012
Uppgjör - Til Stínu
Það kemur sú stund í lífinu að maður þarf að gera sér grein fyrir hlutunum og viðurkenna stöðuna fyrir sjálfum sér, þó sár sé.
Fyrir mörgum árum hellaðist ég af stúlku en við áttum enga samleið. Þetta er samið til Stínu. (og þær eru tvær). Svona var þetta bara.
Við fundum svo vel að það væri eitthvað að
Saman við lögðum þó bæði af stað
Í átt (ina) til sólar sem þó aldrei skein
uns skyndilega heyrðum skerandi vein
Skildum um síður það vorum við sjálf
sem aldrei fórum heil, aðeins rúmlega hálf
Það lá alltaf fyrir; sitthvor átt
Aðeins þannig heil og í fullri sátt.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)